Fréttablaðið - 30.05.2016, Qupperneq 6
BLT
samloka
& Coke
........................
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
PREN
TU
N
.IS
kr.12
90
á virkum dögum
í Björnsbakarí
Dalbraut 1
Mótmæla með glamúr og gleði
Samfélag Aðeins lítill hluti af ger-
endum í kynferðisbrotamálum sem
eru á aldrinum 15 til 18 ára sækir
sálfræðimeðferð á vegum Barna-
verndarstofu. Sérstaklega verður að
skrá geranda til meðferðar og hún er
honum eða fjölskyldu hans ekki að
kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í
meistararitgerð Klöru Óðinsdóttur
við lagadeild Háskóla Íslands.
„Ef börnin koma úr slæmum heim-
ilisaðstæðum þá eru litlar líkur á að
málið fari eitthvert,“ segir Klara. Þetta
er vegna þess að foreldrar barnungra
gerenda geta hafnað sálfræðimeðferð
eða sleppt því að sækjast eftir henni.
Rannsókn Klöru beindist að kyn-
ferðisbrotamönnum á aldrinum
15 til 18 ára og þeim úrræðum sem
þeim bjóðast eða þeir eru beittir í
refsiskyni. Eins og Fréttablaðið hefur
áður fjallað um er hópurinn að mestu
leyti strákar en rannsóknir sýna að
allt að þriðjungur kynferðisbrota sé
framinn af einstaklingum undir sjálf-
ræðisaldri.
Klara segir að réttarkerfið geri ekki
ráð fyrir því að hægt sé að dæma unga
gerendur til meðferðar. „Algengasta
refsingin í dag er skilorðsbundið
fangelsi. Sakborningar upplifa jafn-
vel að þeir hafi sloppið og þolendur
upplifa að brot þeirra séu órefsuð. Ég
mæli með því að það verði hægt að
dæma gerendur til sálfræðiþjónustu
eða í stuðningshópa. Ég legg til að
eitt af þessum úrræðum verði tekið
upp í refsivörslukerfinu,“ segir Klara.
Stuðningshópana, eða samtalshóp-
ana, hefur Klara skoðað en fyrirmynd
þeirra er í Kanada og Bretlandi. Eftir
því sem næst verður komist hafa þeir
gefið góða raun.
„Kynferðisbrot eru þau sem snerta
fólk einna mest og fólk upplifir þau
jafnvel sem ógeðfelldustu brotin. Það
er hætt við því að kynferðisbrota-
menn séu einangraðir og útskúfaðir í
samfélaginu sem virðist vera áhættu-
þáttur í því að þeir brjóti af sér aftur.
Það er mjög mikilvægt að endurhæfa
þá og enduraðlaga að samfélaginu.“
Eins og áður segir fellur kostnaður
við sálfræðimeðferð á fjölskyldur
gerenda. Leiða má líkur að því að
sú staðreynd hafi einhver áhrif í því
að frá 2009 til 2013 fengu 53 börn
sálfræðiþjónustu á vegum barna-
verndaryfirvalda vegna óæskilegrar
kynferðislegrar hegðunar. Á sama
tíma kemur fram í ársskýrslu barna-
verndar 2012 til 2013 að um fjörutíu
til fimmtíu tilvik komi upp á ári þar
sem einstaklingur á aldrinum tíu til
átján ára sýnir af sér óviðeigandi kyn-
ferðislega hegðun í garð annars barns.
„Þegar verið er að breyta úrræðum
og refsingum í kynferðisbrotum
verður að taka tillit til þolenda og
taka upplifun þeirra meira til greina
en hefur verið gert. Það þarf að leita
lausnar sem stuðlar að því að rétt-
lætistilfinningu þolenda sé fullnægt
og sem hjálpar geranda.“
snaeros@frettabladid.is
Barnungir gerendur
borga sjálfir meðferð
Ekki er hægt að dæma unga kynferðisbrotamenn til sálfræðimeðferðar. Skil-
orðsbundið fangelsi er algengasta refsingin. Meðferð er undir foreldrum komin.
Þegar verið er að
breyta úrræðum og
refsingum í kynferðisbrotum
verður að taka tillit til
þolenda og taka upplifun
þeirra meira til
greina en hefur
verið gert.
Klara Óðinsdóttir
lögfræðingur
Brasilía Þátttakendur í Gay Pride í stærstu borg Brasilíu, Sao Paulo, nýttu tækifærið og mótmæltu nýjum
tímabundnum forseta landsins, Michel Temer, í göngunni í gær. Þetta er tuttugasta Gay Pride-hátíð
borgarinnar en þema hennar er: „Lög um kynvitund, STRAX! Allir saman gegn transfóbíu.“ Stanslaus mót-
mæli hafa verið í Brasilíu síðan forsetinn tók við embættinu þann 13. maí síðastliðinn. NordicPhotos/AFP
3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a g U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
9
2
-9
9
7
4
1
9
9
2
-9
8
3
8
1
9
9
2
-9
6
F
C
1
9
9
2
-9
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K