Fréttablaðið - 30.05.2016, Qupperneq 8
Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777
www.facebook.com/boksala
Útsala á erlendum bókum
og völdum kaupfélagsvörum
út maí í Bóksölu stúdenta
á Háskólatorgi.
Útsala
50-70% afsláttur
umhverfismál Íslensk stjórnvöld
ættu í ljósi skuldbindinga sam-
kvæmt nýjum loftslagssamningi
Sameinuðu þjóðanna að taka alvar-
lega til skoðunar að lögfesta sjötta
viðauka við Marpol-samninginn
– alþjóðasamning um varnir gegn
mengun frá skipum. Þar er fjallað
um takmörkun á útblæstri, losun á
sorpi og efnaúrgangi í sjó.
Þetta kemur meðal annars fram
í minnisblaði Gísla Gíslasonar,
hafnarstjóra Faxaflóahafna, um
útblástur og landtengingar skipa
sem hann kynnti á fundi stjórnar
13. maí.
Í ljósi samningsins verða Íslend-
ingar að draga úr notkun jarðefna-
eldsneytis um 350 til 400 þúsund
tonn á næstu fimmtán árum en
þetta verður ekki gert nema með
verulegum fjárfestingum í raf-
magni. Í þessu samhengi rekur Gísli
tæknilegar lausnir við að koma á
landtengingum skipa sem hægt
er að koma á nú þegar og getur
minnkað notkun á jarðefnaelds-
neyti og dregið úr útblæstri.
Í víðara samhengi segir Gísli að
stærsta aðgerðin við að draga úr
útblæstri skipa sé sjötti viðauki
Marpol-samningsins – sem hefur
skilað markverðum árangri innan
sérstakra svæða (ECA) þar sem
takmarkanir á útblæstri eru í gildi.
Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lög-
festingu viðaukans og fyrir liggja
hugmyndir um útvíkkun svæðanna
með því að ný hafsvæði falli undir
ákvæði hans.
En hugmyndir um að ákvæðin
gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa
ekki verið viðraðar, þó Ísland sé
aðili Marpol-samningsins síðan
1985. Allir viðaukar samningsins
utan þess sjötta hafa öðlast gildi
hér. Gísli gerir að tillögu sinni að
umhverfislögsaga Íslands verði
gerð að ECA-svæði, þannig að skip
sem sigla innan efnahagslögsögu
Íslands verði að uppfylla strangar
reglur um efnainnihald eldsneytis.
„Verndun umhverfislögsögu
Íslands er gríðarlega mikilvægt
verkefni til verndunar á lífríki sjáv-
ar við Ísland. Ferillinn er sá að Við-
auki VI er fyrst innleiddur en hann
leyfir í dag 3,5 prósent brennistein
þ.e. svartolíu eins og hann er í
dag. Um leið og hann hefur verið
innleiddur er hægt að taka næsta
skref, sem er að fá umhverfislög-
sögu Íslands (200 mílur) sam-
þykkta sem ECA-svæði þar sem
hæsta leyfilega magn brennisteins
í eldsneyti er 0,1% (það sama og
er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir
að einungis megi nota skipagas-
olíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt
eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli
og áréttar að verið sé að vinna gegn
súrnun sjávar og að efnaúrgangur
frá óhreinum eldsneytisbruna fari í
hafið – sem er risavaxið hagsmuna-
mál fyrir Ísland.
„Lítil almenn umræða hefur átt
sér stað um aðkomu Íslands að
regluverki viðaukans sem myndi
takmarka verulega eða banna
notkun á svartolíu sem eldsneyti
á skip, en áskilja að nota hreinna
eldsneyti,“ bætir Gísli við.
Minnisblaðið hefur verið sent
Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis-
og auðlindaráðherra, með fullum
stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.
svavar@frettabladid.is
Banna ætti bruna svartolíu við Ísland
Ísland ætti að fullgilda viðauka alþjóðasamnings um takmörkun á útblæstri skipa innan íslenskrar landhelgi. Með því yrði tekið stórt
skref til að vernda umhverfislögsögu Íslands og viðkvæmt lífríki innan hennar. Lítil umræða sögð vera um aðkomu Íslands að regluverki.
Háspennutengingum þarf að koma upp í stærstu höfnum sem taka á móti skemmtiferðaskipum – ríkið þarf að koma að slíku
verkefni. Fréttablaðið/VilHelm
Verndun umhverfis-
lögsögu Íslands er
gríðarlega mikilvægt verk-
efni til verndunar á lífríki
sjávar við
Ísland.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri
Faxaflóahafna
Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði?
l Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda
sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta –
en brenna svartolíu utan þeirra.
l Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu.
l Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine
diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá.
l Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti
sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.
ferðaþjónusta Bílastæðagjald
hefur verið lagt á við Þingvelli til
þess að mæta auknum fjölda ferða-
manna. Einar Á. E. Sæmundsen,
fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að
bílastæðin séu svo yfirfull að sam-
hliða gjaldtökunni þurfi nú starfs-
fólk til að stýra umferð um bíla-
stæðin og aðstoða ferðafólk.
„Þetta er í góðum framgangi skul-
um við segja. Það sem kemur okkur
jákvæðast á óvart er að ferðamenn
eru ekkert ragir við að borga stöðu-
mælagjöld. Við höfum varla hitt
mann sem hefur muldrað yfir því,“
segir Einar.
Samkvæmt reglugerð forsætis-
ráðuneytisins kostar 500 krónur
fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli.
Jeppar greiða 750 krónur og hóp-
ferðabílar greiða á bilinu 1.500 til
3.000 krónur.
Raðir hafa myndast við greiðslu-
vélarnar og þegar Fréttablaðið bar
að garði í dag hafði önnur vélin af
tveimur bilað á efra stæði Þing-
valla. „Við höfum verið að keyra
þetta af stað síðan í síðustu viku.
Við höfum líka verið að læra á nýja
rútínu með þessu, hvernig tækin
virka úti á vettvangi, og reynt að
skynja hvernig þetta leggst í ferða-
menn,“ segir Einar.
Starfsfólk hefur þurft að aðstoða
ferðamenn vegna kortavandræða
og við að skilja fyrirkomulagið.
„Þetta hefur gengið alveg ágætlega
gagnvart öllum sem vilja koma
og borga. Það virðist ekki vera
nein hindrun fyrir ferðamenn og
aðra að borga en það hafa verið
net truflanir að hrjá okkur á Þing-
völlum almennt og það hefur verið
að stríða okkur inn á milli.“
Eins og áður segir hefur ekki
komið til vandræða við að fá fólk
til að borga. „Maður var búinn
undir það ef menn færi að reka í
rogastans yfir þessu en við höfum
engan hitt sem hefur kvartað yfir
því.“ – snæ
Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum
Þingmaðurinn róbert marshall minntist á raðir við gjaldtækin á miðvikudag. Þegar
ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær, sunnudag, var það sama uppi á
teningnum og ein vélin biluð. Fréttablaðið/anton brink
Bretland Tony Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, segir að
gangi Bretland úr Evrópusamband-
inu (ESB) muni skapast meiriháttar
efnahagsleg vandamál í kjölfarið í
landinu.
„Ef við kjósum að ganga úr sam-
bandinu munum við finna fyrir
efnahagslegum áhrifum þess án
tafar og áralangri óvissu,“ sagði
Blair.
Blair segir að áhrifin muni sjást
beint á atvinnu fólksins í landinu
og lífskjörum.
Í skoðanakönnun sem gerð var
fyrir The Observer meðal hagfræð-
inga kom fram að 88 prósent þeirra
sem svöruðu telja að kjósi Bretar að
ganga úr ESB muni það hafa skaðleg
áhrif á efnahag landsins.
Hagfræðingarnir svöruðu því að
mikil óvissa gæti skapast innan
hagkerfisins sem myndi leiða til
minnkandi fjárfestinga.
Kosið verður um áframhaldandi
aðild Bretlands að ESB þann 23.
júní næstkomandi. - þv
Útganga úr ESB efnahagslegt stórslys
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er meirihluti breta andvígur því að ganga úr
eSb. Fréttablaðið/ePa
3 0 . m a í 2 0 1 6 m á n u d a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
9
2
-A
D
3
4
1
9
9
2
-A
B
F
8
1
9
9
2
-A
A
B
C
1
9
9
2
-A
9
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K