Fréttablaðið - 30.05.2016, Qupperneq 10
3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð
ALICANTE
Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og
tösku.Flugsæti
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.Frá kr.
9.900
Aðra leið m/sköttum
og tösku
fLóttameNN Yfir þrettán þúsund
flóttamönnum hefur verið bjargað
úr bátum á Miðjarðarhafinu í síðast-
liðinni viku.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna sagði frá því í gær að
minnst sjö hundruð væri saknað í
Miðjarðarhafinu. Um er að ræða fólk
sem var á þremur skipum sem fórust
á leið frá Líbíu til Ítalíu á síðustu
dögum.
Fjöldinn allur af flóttamönnum
freistar þess að ferðast sjóleiðina frá
Afríku til Evrópu og eru bátarnir oftar
en ekki yfirfullir og ekki traustir.
Hlýnandi veður á svæðinu er talið
orsaka mikla fjölgun þeirra flótta-
manna sem ferðast yfir hafið.
Hátt í tvö hundruð þúsund flótta-
menn hafa komið til Evrópu frá
Afríku og Mið-Austurlöndum það
sem af er árinu. - þv
Sjö hundraða saknað í Miðjarðarhafi
Hlýnandi veður er talið orsaka
mikla fjölgun flóttamanna sem
ferðast yfir hafið.
SkóLamÁL Ef ekkert verður að gert
mun grunnskólakennurum fækka
verulega á næstu árum og mikill
skortur á grunnskólakennurum er
líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjá-
tíu ár hefur fjöldi réttindakennara
helmingast frá því sem nú er.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
Helga Eiríks Helgasonar meistara-
nema og Stefáns Hrafns Jónssonar,
prófessors við Háskóla Íslands.
Þeir kynntu frumniðurstöður á
ráðstefnu um íslenska þjóðfélags-
fræði á Akureyri nú fyrir skömmu.
Rannsóknin fjallar um samsetn-
ingu grunnskólakennara á Íslandi
og var skoðað hvernig þróun stétt-
arinnar verði á næstu árum og ára-
tugum.
Kemur þar fram að árið 2031
verði grunnskólakennarar líklega
6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins
3.689. „Það þarf að taka þessar vís-
bendingar mjög alvarlega. Með
réttum aðgerðum má minnka veru-
lega líkur á því að alvarlegur kenn-
araskortur verði í framtíðinni,“ segir
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara.
Samkvæmt Hagstofu Íslands
var árið 2011 alls 4.531 starfandi
í grunnskólum landsins með
kennsluréttindi. Á sama tíma voru
9.327 Íslendingar með réttindi sem
grunnskólakennarar. Samband
íslenskra sveitarfélaga áætlar að
eftirspurn eftir grunnskólakenn-
urum aukist um tíund á næstu tutt-
ugu árum.
„Í ljósi þess að um helmingur
grunnskólakennara starfar við
grunnskólakennslu má leiða að
því líkur að strax árið 2031 verði
orðinn mikill skortur á réttinda-
kennurum fyrir grunnskóla að öðru
óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.
Árið 2012 tóku gildi ný lög um
kennslu í grunnskóla. Til að fá
leyfisbréf sem grunnskólakennari
þarf fólk að klára fimm ára háskóla-
nám í stað þriggja ára áður. Veruleg
fækkun varð á fjölda útskrifaðra í
kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87
einstaklingar með háskólapróf og
leyfisbréf sem grunnskólakennari.
„Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi
útskrifaðra kennara komi til með
að aukast á næstu árum,“ segir
Stefán Hrafn.
Ólafur segir ekki duga að ræða
um stöðu kennara, nú þurfi stjórn-
málamenn að láta verkin tala.
„Kennarastarfið þarf að verða álit-
legra en það er í dag. Það gerum
við með því að laga starfsaðstæður
kennara og stórbæta laun. Þegar
Stefnir í 60 prósenta fækkun
kennara á næstu áratugum
Ef ekkert verður að gert mun kennurum fækka svo mjög á næstu áratugum að það jaðri við hættuástand.
Grunnskólakennurum gæti fækkað stórlega verði ekkert að gert. Hér má sjá bekkjarkennara taka á móti nemendum sínum í
þriðja bekk. Fréttablaðið/GVa
3.689
verða kennarar árið 2051
6.880
verða kennarar árið 2031
9.327
voru kennarar árið 2011
Má leiða að því
líkur að strax árið
2031 verði orðinn mikill
skortur á réttindakennurum
fyrir grunnskóla.
Stefán Hrafn Jóns-
son, prófessor við
Háskóla Íslands
Enn þá hefur enginn
flokkur eða stjórn-
málaafl sett menntun
barnanna okkar í forgang.
Það er löngu tímabært að
hætta að tala um þetta í
fínum ræðum og
koma þessu í
framkvæmd.
Ólafur Loftsson,
formaður Félags
grunnskólakennara
borin eru saman þau störf sem
krefjast háskólamenntunar eru
kennarar á þó nokkuð lægri laun-
um en sambærilegar stéttir,“ segir
Ólafur.
„Þetta er þótt stjórnmálamenn
og aðrir tali um það á hátíðarstund-
um að við þessu verði að bregðast.
Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur
enginn flokkur eða stjórnmálaafl
sett menntun barnanna okkar í
forgang. Það er löngu tímabært
að hætta að tala um þetta í fínum
ræðum og koma þessu í fram-
kvæmd.“sveinn@frettabladid.is
kaNaDa Ríkisstjórn Justins Trud-
eau, forsætisráðherra Kanada,
kynnti í apríl frumvarp sem gerir
það löglegt að svipta sig lífi með
hjálp lækna. Frumvarpið liggur nú
fyrir kanadíska þinginu.
Samkvæmt frumvarpinu verður
fólki með ólæknanlega sjúkdóma
eða varanlega fötlun gert kleift að
binda enda á líf sitt með aðstoð
lækna, kjósi það svo.
Í júní í fyrra féll dómur í hæsta-
rétti Kanada þar sem bann við
líknardrápi var talið brjóta gegn
stjórnarskrárvörðum réttindum
einstaklinga. Dómstóllinn gaf þing-
inu frest til 6. júní í ár til að breyta
löggjöfinni. Að öðrum kosti gæti
fólk með alvarlega og ólæknandi
sjúkdóma farið fram á líknardráp.
Ekki ríkir einhugur um málið en
frumvarpið verður að hljóta sam-
þykki á báðum stigum þingsins til
að ná fram að ganga. – þv
Stefna að
lögleiðingu
líknardráps
Justin trudeau, forsætisráðherra
Kanada. Fréttablaðið/EPa
StjóRNSýSLa Ólöf Nordal innan-
ríkisráðherra hefur skipað Ársæl
Guðmundsson í embætti skóla-
meistara Borgarholtsskóla frá 1. júlí.
Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskóla-
meistari og starfandi skólameistari,
sendi starfsmönnum skólans til-
kynningu um þetta í gær.
Tíu sóttu um stöðuna og var
upphaflega gert ráð fyrir að Illugi
Gunnarsson, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, myndi skipa í
hana frá 1. apríl.
Ársæll hefur starfað undanfarið
sem verkefnastjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu og
vegna tengsla hans við ráðuneytið
var ákveðið að innanríkisráðherra
skipaði í stöðuna. – jhh
Ársæll skipaður
í embætti
skólameistara
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
9
2
-A
8
4
4
1
9
9
2
-A
7
0
8
1
9
9
2
-A
5
C
C
1
9
9
2
-A
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K