Fréttablaðið - 30.05.2016, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
SÉRHÆFUM
OKKUR Í
ÞRIFUM
FYRIR
HÚSFÉLÖG
Húsfélagaþjónustan ehf.
Sími 555-6855
wwwhusfelag.is • husfelag@husfelag.is
VÖNDUÐ
VINNUBRÖGÐ
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skrifaði grein í Frétta-blaðið þann 19. maí undir heitinu „Steypa leiðrétt“.Greinin er skrifuð til höfuðs grein undirritaðra
frá 20. apríl síðastliðnum sem heitir „Hin stóra flétta
hrægammastjórnarinnar“. Þorbjörn heldur því fram, að
fullyrðingar greinarhöfunda um að Íslendingar hafi keypt
kröfur í slitabú föllnu bankanna á eftirmarkaði og notað
til þess fé úr skattaskjólum séu rangar. Þorbjörn segir að
kröfuskrár fyrir alla bankana liggi fyrir og að samkvæmt
ítarlegri greiningu Seðlabankans séu útlendingar raun-
verulegir eigendur um 95% allra krafna í slitabúin. Þetta
segir Þorbjörn vera staðreynd en allt annað sé steypa.
Staðreyndin er sú að Seðlabankinn telur að 95% af
kröfuhöfum bankanna séu erlendir aðilar og 5% innlendir.
Bankinn hefur upplýst að mögulegt sé að innlendir aðilar
séu í einhverjum mæli á bak við erlendu aðilana en það sé
þó ekki þekkt. En hvaða huldumenn standa svo að baki
þessum erlendu aðilum? Samkvæmt reglum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, sem bankinn fylgir, ræður skráð heimilisfang
þjóðerni hvers félags. Því má spyrja: Telst Wintris erlent
eða íslenskt félag skv. skilgreiningu Seðlabankans? Sé
svarið erlent er augljóst að stór hluti kröfuhafa er íslenskur.
Ef ekki hins vegar er komin upp grafalvarleg staða því þá
hefur Seðlabankinn legið á sömu upplýsingum og Panama-
skjölin hafa nú afhjúpað. Skorum hér með á Seðlabankann
að upplýsa hvernig þessu er háttað.
Nöfn um 600 Íslendinga koma fyrir í Panama-skjöl-
unum einum og ljóst að hundruð ef ekki þúsundir félaga í
skattaskjólum eru í eigu Íslendinga. Samkvæmt mati Þor-
bjarnar hafa þeir allir tilkynnt Seðlabankanum í heiðar-
leika sínum hverjir þeir eru. Trúi því hver sem vill.
Í grein sinni klykkir Þorbjörn út með því að segja að
það sé ábyrgðarhluti að kynna rugl sem staðreyndir. Enn
fremur gerir hann þá kröfu til menntaðs fólks að það kynni
sér málin áður en það ryðst fram á ritvöllinn. Varðandi
ábyrgðina hefði nú verið gott ef forsetinn og Hrunráðherr-
arnir allir hefðu lagt saman tvo og tvo og varað þjóðina
við ÁÐUR en steypan harðnaði en ekki loka augunum
fyrir hinu augljósa uns allt varð um seinan. Varðandi
kröfu Þorbjarnar um menntun og kynningu erum við
henni sammála og teljum jafnvel að hún ætti að gilda fyrir
ómenntaða líka, hverjir svo sem það eru.
Steypan stenst
Lýður Árnason
læknir og vakt-
stjóri Lýðræðis-
vaktarinnar
Þórður Már
Jónsson
héraðsdómslög-
maður
Skorum hér
með á
Seðlabank-
ann að
upplýsa
hvernig
þessu er
háttað.
Það sem þessi
kynslóð þarf
á að halda er
að skoða
samfélagið
sem við eldri
kynslóðirnar
höfum
skapað og
taka svo þá
ákvörðun að
gera betur.
Nýstúdentarnir með hvíta kolla og sól-skinsbros streyma út úr skólum landsins þessa dagana og það er svo sannarlega ástæða til þess að óska þeim öllum til hamingju með áfangann. Til hamingju
með stúdentsprófið og tímamótin sem í því felast að
vera þjóðfélagsþegnar sem geta hafið háskólanám
eða annað sambærilegt framhaldsnám, fá að kjósa
forseta lýðveldisins, kjósa sína fulltrúa til Alþingis
Íslendinga og mega meira að segja kaupa sér bjór og
annað áfengi þegar tvítugsaldrinum er náð. Þeim sem
mest liggur á er meira að segja heimilt að skella sér í
hjónaband, hlaða niður börnum, kaupa sér íbúð og
stofna til skulda við íslenska bankakerfið allt að því
inn í eilífðina. Allt eru þetta misstórir og mismikil-
vægir áfangar í lífi hvers og eins en engu að síður allir
umhugsunarverðir.
Þessi unga kynslóð hugsar sig örugglega vel um.
Það virðist hún nefnilega hafa gert til þessa og það er í
rauninni alveg stórmerkilegt í ljósi hegðunar og hátta
margra eldri kynslóða og er þá einkum vísað til þeirra
sem hafa farið með völd og forráð í íslensku sam-
félagi á liðnum árum og jafnvel áratugum. Ef við til að
mynda látum á það reyna að líta í kringum okkur með
þeirra augum þá er í raun svo ótalmargt sem betur
mætti fara og er okkur sannast sagna til lítils sóma.
Skoðum stöðuna: Stjórnmál á Íslandi virðast óþægi-
lega oft snúast um völd einstaklinga og hagsmuna-
hópa fremur en heildarhag og hagsmuni þjóðarinnar.
Um tíundi hluti þjóðarinnar á í sífellu stærri hlut af
eignum og verðmætum sem skapast á landinu og
gætu verið til skiptanna. Að eignast íbúð fyrir unga
Íslendinga hefur ekki verið erfiðari hjalli á lífsleiðinni
svo áratugum skiptir. Langt nám felur í sér gegndar-
lausa skuldsetningu til áratuga. Barneignir eru afleitur
kostur fjárhagslega. Ómetanlegum náttúrverðmætum
er stefnt í voða fyrir skammtímagróða. Ný og endur-
bætt stjórnarskrá virðist vera fjarlægur draumur og
þannig mætti áfram telja.
En af einhverjum sökum virðast sumir halda að
þetta unga fólk þurfi óskaplega á að halda reynslu og
forræði þeirra sem eldri eru. Að hér fari allt í kalda-
kol ef ekki eru til staðar gamlir karlar til þess að fara
hér með tögl og haldir. Það er hæpið. Það sem þessi
kynslóð þarf á að halda er að skoða samfélagið sem
við eldri kynslóðirnar höfum skapað og taka svo þá
ákvörðun að gera betur. Miklu betur.
Og ef við sem eldri erum gerum slíkt hið sama og
horfum til þess hvað þessi kynslóð nýstúdenta er að
gera og hefur þegar gert, þá gæti dregið til tíðinda.
Hjá þeim er neysla áfengis og tóbaks langtum minni
en áður var. Þau stunda íþróttir og heilsurækt. Leggja
stund á listir og menningu svo eftir er tekið. Þau berj-
ast fyrir jafnrétti kynjanna, taka afstöðu gegn einelti,
hafna fordómum og hafa trú á bættum heimi og betra
lífi. Þetta eru egg sem kenna hænum á hverjum degi.
Þetta er kynslóð föðurbetrunga sem okkur ber að læra
af og hlusta á strax í dag. Megi þau lengi lifa!
Föðurbetrungar
fortíðardraugar
„Davíð, hefur þú enga sóma-
kennd?“ spurði Guðni Th.
Jóhannesson Davíð Oddsson í
kappræðum á Stöð 2 á sunnudag.
Áhorfendur tóku andköf þegar
spurningunni var varpað fram.
Davíð mætti til leiks vopnaður
ummælum Guðna í viðtölum og
greinum í gegnum árin. Hann
sótti að Guðna vegna meintrar
afstöðu hans varðandi Icesave.
Því næst sagði hann Guðna vilja
kollvarpa stjórnarskránni en þá
sauð upp úr. Guðni skaut létt á
Davíð í vörn sinni og lenti ekki í
vandræðum við að útskýra mál
sitt. Það hafa hins vegar fáir menn
á Íslandi fleiri fortíðardrauga
þegar kemur að stjórnmálum en
Davíð Oddsson en Guðni reyndi
lítið að vekja þá upp. Líklega er
það taktík sigurvegara, frekar en
að minnið sé að bregðast sagn-
fræðingnum. Þegar staðan er 4-1
í kappleik rennir sá sem hefur
forskotið sér ekki í tveggja fóta
tæklingu.
öðruvísi stemning
Halla Tómasdóttir og Andri Snær
Magnason mættust einnig í kapp-
ræðum á Stöð 2 í gær en stemn-
ingin var gerólík því sem var
hjá Davíð og Guðna. Frambjóð-
endurnir voru hressir og samstíga
í málflutningi sínum. Andri var
spurður hvort málefni hans ættu
ekki betur heima á þingi en á
Bessastöðum en þá benti hann á
það sem rétt er, að jafnrétti hefur
verið í lög leitt en ekki skilað sér
út í samfélagið. Verðugt verkefni
fyrir forseta. snaeros@frettabladid.is
3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R12 s k o ð U N ∙ F R É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
9
2
-9
4
8
4
1
9
9
2
-9
3
4
8
1
9
9
2
-9
2
0
C
1
9
9
2
-9
0
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K