Fréttablaðið - 30.05.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 30.05.2016, Síða 14
Þegar almenn veikindi eða slys koma upp, þá er það ekki ein-ungis sjúkdómsástndið eða áverkinn sem er vandamálið, heldur vaknar upp spurningin um hvert á að leita. Heilbrigðiskerfið okkar hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en ekki eru allir sem vita hvert skal fara þegar brestir verða á heilsunni. Ef veikindi hafa átt sér stað í nokkra daga jafnvel vikur og ein- kenni fara versnandi er ráðlagt að leita til heilsugæslu. Í raun má hugsa það þannig að ef heimsókn til heil- brigðisþjónustu má bíða til næsta dags skal leita til heilsugæslu. Það er jafnframt ódýrasta leiðin til að komast undir læknishendur. Þar er almennt komugjald 1.200 kr, en einnig er opin síðdegisvakt eftir kl. 16 þar sem fólk mætir án tímabók- unar og er komugjaldið þá 3.100 kr. Á heilsugæslum er einnig í boði hjúkrunarvakt og er öllum sinnt sem mæta. Ef heilsubrestir krefjast sérfræði- þekkingar, getur heilsugæslulæknir gefið tilvísun á sérfræðilæknaþjón- ustu. Einnig er hægt að hafa beint samband á stofu sérfræðilækna og panta tíma. Sem dæmi má nefna húðlækna, ef útbrot hafa átt sér stað í langan tíma eða fara versnandi má hringja beint á stofu húðlæknis og panta tíma. Þar er þjónustan sér- hæfðari en yfirleitt dýrari. Komu- gjald hjá sérfræðilækni er almennt 5.700 kr. en það er misjafnt eftir læknisþjónustu. Upplýsingar um verðskrá má finna á vefsíðum við- komandi læknisþjónustu eða með því má hringa á viðkomandi stofu. Bið eftir tíma hjá sérfræðilækni getur verið breytileg. Ef veikindi koma upp um helgi, á frídögum eða eftir að heilsugæslu lokar er Læknavaktin næsti áfanga- staður. Hún er opin frá kl 17 – 23:30 á virkum dögum og almennt milli 9 – 23:30 á frídögum og um helgar. Þar kostar koman almennt 3.100 kr. Einnig er hægt að biðja um vitjun læknis frá heilsugæslu eða Lækna- vakt en það kostar 3.400 kr. á dag- vinnutíma en 4.500 kr. eftir kl. 16 á vikrum dögum og um helgar. Ef um bráð og alvarleg veikindi eða slys er um að ræða, á að leita til slysa- og bráðamóttökunnar. Þar er almennt komugjald er 6.200 kr. en endurkomugjald er 3.400 kr. Tekið skal fram að aðeins er verið að benda á verðskrá komugjalds. Greitt er aukalega fyrir þær rannsóknir sem framkvæmdar eru. Sem dæmi þarf að greiða fyrir hvert sýni sem sent er til rannsóknar á rannsóknarstofu, en almennt gjald er 2.500 kr. Einnig er einungis verið að benda á verð sjúkra- tryggðra einstaklinga 18 – 66 ára, börn og eldriborgarar greiða minna fyrir þjónustu en ósjúkratryggðir borga hærra gjald sem fer eftir reglu- gerð um heilbrigðisþjónustu sem vel- ferðarráðuneytið gefur út. Þegar sjúkratryggður einstakling- ur á aldrinum 18 – 66 ára hefur greitt 35.200 kr á sama almanaksári vegna komu á heilsugæslu eða til heim- ilislæknis, vitjana lækna eða komu á slysa- og bráðamóttöku á hann rétt á afsláttarskírteini sem Sjúkratrygg- ingar Íslands afhenda. Heimildir http://www.reglugerd.is/reglugerdir/ allar/nr/1088-2014 http://www.reglugerd.is/regluger- dir/eftir-raduneytum/velferdarrad- uneyti/nr/19907 Hvert skal leita í veikindum Um þessar mundir birtast margar jákvæðar fréttir af lífskjörum þjóðarinnar. Engum dylst að horfur í efnahags- lífinu á Íslandi eru bjartar um þessar mundir og gangi spá hagdeildar ASÍ eftir verður samfelldur hagvöxtur hér á landi í átta ár. Vöxturinn hvílir á styrkum stoðum í hagkerfinu og við sjáum birtingarmynd þess í því að kaupmáttur launa hefur aukist verulega á síðustu misserum. Laun hafa hækkað mikið um leið og verð- bólga hefur haldist lág. Almenn- ingur finnur áhrifin í auknum ráð- stöfunartekjum samfara lækkandi skuldum. Lækkun skulda Skuldir heimilanna hafa þannig lækkað mikið á síðustu árum og námu um 84% af landsframleiðslu í lok síðasta árs, en þær urðu hæstar um 125% í árslok 2009. Veðsetning- arhlutfall heimilanna hefur einnig lækkað mikið á heildina litið. Aug- ljóst er að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa tekist mjög vel og styrkt stöðu heimilanna í landinu eins og að var stefnt. Hagur heimilanna hefur sjaldan verið betri en nú, miðað við stöðu og þróun helstu hagvísa fyrir heimilin, að því er kemur fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika 2016/1. Skuldir heimila og fyrirtækja lækkuðu heilt yfir árið 2015 og í lok árs voru þær svipaðar og um aldamótin. Þetta er einstakur árangur. Styrk fjármálastjórn Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi 29. apríl, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir kom- andi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sann- gjarnari sköttum, byggja upp sam- félagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar. Vegna þessara umskipta verður unnt að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasvið- um ráðuneytanna um 42 milljarða króna á tímabilinu, en 14 milljarðar renna til verkefna strax á árinu 2017. Uppbygging heilbrigðiskerfisins Það sem af er kjörtímabilinu hefur 40 milljörðum króna verið varið til heilbrigðismála, meðal annars með því að stórbæta kjör heil- brigðisstéttanna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði aukin verulega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríflega 200 milljarðar króna á ári. Það svarar til þess að framlögin verði aukin um 18% að raunvirði yfir tíma- bilið. Sú aukning er fyrir utan allar launahækkanir sem munu bætast við á tímabilinu auk annarra verð- lagsbreytinga. Þá nema framlög til kaupa á tækjabúnaði fyrir LSH og FSA fimm milljörðum á árunum 2016-2021 og 2,5 milljörðum verð- ur varið til styttingar á biðlistum á sama tímabili. Nú hillir undir að frumvörp húsnæðismálaráð- herra, Eyglóar Harðardóttur, verði afgreidd á Alþingi og þar með verði lagður grunnur að nýju húsnæðis- kerfi, sem er vel. Okkur gengur vel á Íslandi í dag og því full ástæða til bjartsýni. Það er gott að fara með þær upplýsingar inn í sumarið. Bættur hagur heimilanna Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og for-varna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hug- tak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímu- efnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við for- varnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaks- neyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrr- seta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrr- setu beint við marga lífsstílssjúk- dóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðing- um hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálf- sögðu ekki að við viljum ekki afreks- fólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþrótta- iðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tóm- stundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðk- endum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verð- launa. Mæta oft miklu mótlæti Það eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið legg- ur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mót- læti þar sem slíkar áherslur í æfing- um eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svo- kallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurn- ingunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjár- magn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni. Afreksstefna íþróttafélaga á Íslandi Augljóst er að skuldalækk- unaraðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa tekist mjög vel og styrkt stöðu heimilanna í landinu eins og að var stefnt. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Helga María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um ver- gangsketti sem hafa týnst frá heim- ilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skil- yrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þess- um dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fund- ið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýra Verði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisað- gerðir og hjúkrun á ómerktum slös- uðum kisum sem enginn vill kann- ast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum sam- kvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknis- hjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber ein- ungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að aug- lýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangs- köttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Dýr í neyð Verði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Linda Karen Gunnarsdóttir stjórnarmaður í stjórn Dýra- verndarsambands Íslands Ef veikindi koma upp um helgi, á frídögum eða eftir að heilsugæslu lokar er Lækna- vaktin næsti áfangastaður. Þorvaldur Guðjónsson verkefnastjóri félagsauðs og frí- stunda Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness Það eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrr- setu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileik- ana til að „ná í liðið“. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R14 s k o ð U N ∙ F R É T T a B L a ð i ð 3 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 9 2 -8 0 C 4 1 9 9 2 -7 F 8 8 1 9 9 2 -7 E 4 C 1 9 9 2 -7 D 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.