Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag Fréttir Fyrrverandi forseti Frakklands styður þá hugmynd að flóttamenn geti sótt um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. 10 skoðun Frosti Ólafsson segir hugvit leyst úr höftum. 13 sport Tryggvi Snær Hlinason var valinn í landsliðið. 14 plús 1 sérblað l Fólk   *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 lögregluMál Í fyrra bárust lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu 27 til- kynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl. Í meðalári berast hins vegar 40 til 50 tilkynningar, Árið 2014 voru tilkynningarnar 58. Áætlað er að fjöldinn verði svipaður í ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu segir miklar sveiflur á slíkum tilkynningum. Eftir umfjöllun í fjöl- miðlum eykst fjöldi tilkynninga til muna. Stundum byggi þær á mis- skilningi. Dæmi séu til dæmis um að bílstjórar bjóði börnum far eða spyrji til vegar. Virðist sem að eftir mikla umfjöll- un og umræðu um tælingar hafi börnin varann á og láti skóla eða foreldra vita af öllum grunsamleg- um ferðum. Þau mál eru talin með í fjölda tilkynninga til lögreglu. Í gær barst tilkynning um tælingu er ókunnur maður á svörtum jepp- lingi bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl og sagði móður drengsins hafa lent í umferðarslysi. Barnið féll ekki fyrir blekkingunni heldur hljóp í skólann og tilkynnti málið til skóla- stjóra. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að fræða börn en ekki hræða þau. Foreldrar þurfi að gefa sér góðan tíma til að ræða málin og fara yfir hætturnar sem geta orðið á vegi barnanna án þess að mála skrattann á vegginn. – ebg / sjá síðu 6 Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Árið 2014 bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 58 tilkynningar um að reynt hafi verið að lokka barn upp í bíl. Að meðaltali eru tilkynningarnar fjörutíu til fimmtíu á ári. Talið að um þriðjungurinn sé á misskilningi byggður. Fræða þurfi börnin án þess að hræða. 58 tilkynningar um tælingar bárust lögreglu árið 2014 Ferð til fjár Hásetinn Stefán Þórisson á Ísak AK frá Akranesi var að vonum kampakátur með túrinn er landað var í Keflavík í gær. Ísak kom með tíu tonn af makríl eftir átta tíma túr og haldið var út á ný um leið og löndun lauk. Makríllinn er seldur suður á bóginn fyrir 60 krónur kílóið, sem er minna en fékkst þegar viðskipti við Rússland voru enn við lýði. Fréttablaðið/GVa lögregluMál  Nái tillögur starfs- hóps heilbrigðisráðherra fram að ganga mun refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólög- legra vímuefna verða bundin við sektir. Í dag er enn gert ráð fyrir í lögum að hægt sé að dæma menn í fang- elsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna sem er víst að séu til einkaneyslu. Um árabil hefur þeim málum þó lokið með sekt og með breytingum á lögum væru því lögin í takt við hve r n i g þ e i m hefur verið fram- fylgt. Starfshópur- inn leggur til að brot fyrir vörslu á fíkniefnum fari ekki á sakaskrá ef sektin við brotinu er lægri en 100 þúsund krónur. Skýrsla starfshópsins, sem hefur starfað undir forystu Borgars Þórs Einarssonar lögfræðings verður samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kynnt á Alþingi í dag. – jhh / sjá síðu 8 Sekt en ekki fangelsi fyrir neysluskammta af dópi borgar Þór Einarsson er formaður starfs- hóps ráðherra. lÍFið Ungfrú Ísland hefur vart undan að taka á móti pólskum kveðjum. 26 Viðskipti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan í starfi forstjóra félags í Kauphöll Íslands, hætti sem for- stjóri VÍS í gær. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýnir stöðuna. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hild- ur Petersen, fyrsta konan í starfi for- stjóra félags í Kauphöllinni. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- h a l l a r i n n a r , segir það stjórna fyrirtækjanna að jafna kynjahlut- fallið „Ég sé í fljótu bragði ekkert sér- lega flókið við að leysa þetta mál,“ segir Páll. – ih / sjá síðu 10 Glerþak stöðvar konur á uppleið Í dag er enn gert ráð fyrir í lögum að hægt sé að dæma menn í fangelsi fyrir vörslu Hildur Petersen 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 6 5 -0 0 A 4 1 A 6 4 -F F 6 8 1 A 6 4 -F E 2 C 1 A 6 4 -F C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.