Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 10
Frakkland Flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við frönsku borgina Calais við Ermarsund ættu að mega sækja um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Þetta er mat Xavier Bertrand, umsjónarmanns búðanna. Þar að auki ættu Bretar að fá að færa vegabréfaeftirlit sitt frá landa- mærunum og til Calais. Til þess að það væri hægt þyrfti að gera breytingar á Touquet-sáttmálanum, sáttmála á milli Frakka, Belga og Breta um landa- mæraeftirlit við Ermarsund. Bertrand greindi frá mati sínu í viðtali við BBC. Segir hann að ef hægt væri að sækja um hæli í Bretlandi frá Frakklandi myndu Frakkar geta vísað þeim sem Bretar neita um hæli beint úr landi til heimalands síns. Breska innanríkisráðuneytið telur hins vegar að flóttamenn eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landi sem þeir komast til líkt og Dyflinnarreglugerðin kveður á um. Um níu þúsund flóttamenn búa nú í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Calais, og á hverju kvöldi reyna flótta- menn að komast hjá vegabréfaeftirliti á landamærum Bretlands og Frakk- lands með því að fela sig til dæmis í sendibílum. Bertrand vonar að með tilfærslu vegabréfaeftirlits myndi það vandamál að mestu leysast. Sjálfur hefur Bertrand ekki vald til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Hins vegar gætu ráðamenn landanna komið breytingunum á. Forsetafram- bjóðandinn franski, Nicolas Sarkozy, hefur til að mynda lýst yfir stuðningi sínum við áformin. „Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst og Englendingar ættu að úrskurða í málum þeirra,“ sagði Sar- kozy um helgina. Peter Ricketts, fyrrverandi sendi- herra Breta í Frakklandi, lýsti sig hins vegar andvígan hugmyndunum í viðtali við BBC. Hann sagði að þær myndu þýða aukinn flóttamanna- straum bæði til Frakklands og Eng- lands. Hundruð þúsunda flóttamanna væru nú að koma til Grikklands og Ítalíu en aðeins brot af þeim kæmi til Calais. „Um leið og þú stingur upp á því myndast stór segull sem togar þús- undir á þúsundir ofan til Calais sem reyna svo að fá hæli í Bretlandi,“ sagði Ricketts og bætti við: „Ég held að það myndi ekki hjálpa Frökkum að kljást við vandamálið. Ég held að þessar hug- myndir myndu auka á vandann, nær örugglega.“ Samkvæmt heimildum BBC hyggst innanríkisráðherrann Amber Rudd ferðast til Parísar, höfuðborgar Frakk- lands, í vikunni til að ræða mögulegar breytingar á Touquet-sáttmálanum. thorgnyr@frettabladid.is Vilja að flóttamenn sæki um hæli í Bretlandi frá Frakklandi Umsjónarmaður flóttamannabúða við Ermarsund vill að flóttamenn geti sótt um hæli í Bretlandi þótt þeir séu staddir í Frakklandi. Forsetaframbjóðandi hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Fyrrverandi sendi- herra Breta í Frakklandi segir hana munu auka á vandann. Um níu þúsund flóttamenn eru í Calais. Frumskógurinn í tölum 9.106 búa nú í flóttamanna- búðum í Calais sem kallast Frum- skógurinn 5.178 bjuggu í sömu búðum í maí 10.000 er áætlaður fjöldi íbúa í næsta mánuði 8 hið minnsta hafa látið lífið í eða við búðirnar á árinu 24 hið minnsta létu lífið í eða við búðirnar í fyrra Íbúi Frumskógarins gengur fram hjá kömrum sem þar má finna. Nordicphotos/AFp Þeir sem eru hér í Calais og vilja fara yfir til Englands ættu að sækja um hæli sem fyrst. Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóð- andi og fyrrverandi forseti Alda Credit Fund slhf., kt. 531114-0510, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, Íslandi hefur birt lýsingu vegna umsóknar um töku skuldabréfa sem út- gefin eru af félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef Alda Credit Fund slhf. www.acfslhf.is. Fjárfestar geta einnig nálgast útprentuð eintök af lýsingunni sér að kostnaðarlausu hjá Alda Credit Fund ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Sótt hefur verið um töku skuldabréfa í flokknum ACF 15 1 að nafnverði 3.340.000.000 krónur til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Nasdaq Iceland hf. mun birta tilkynningu um töku skuldabréfanna til viðskipta og hvenær viðskipti með þau geti hafist með a.m.k. eins við- skiptadags fyrirvara. Reykjavík, 30. ágúst 2016 Birting lýsingar Alda Credit Fund slhf. SVÍÞJÓÐ Sífellt fleiri flóttamenn iðrast nú komu sinnar til Svíþjóðar. Það sem af er árinu hafa 4.500 flótta- menn dregið hælisumsókn sína til baka miðað við 3.800 allt árið í fyrra.  Samkvæmt Dagens Nyheter eru hertar reglur og löng bið meðal ástæðnanna. Meðal Íraka, sem eru þriðji stærsti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlend- ingum og Afgönum, hafa rúmlega 2.000 dregið umsókn sína um hæli til baka. . Í fyrra komu 51.338 hælisleitendur frá Sýrlandi til Svíþjóðar, 41.564 frá Afganistan og 20.857 frá Írak. – ibs Fleiri hætta við hælisumsókn Flóttamenn við komuna til svíþjóðar. FrÉttABLAÐiÐ/EpA BraSilÍa Dilma Rousseff, forseti Bras- ilíu, sagðist í gær saklaus af öllum ásökunum. Hún var sett tímabundið af á dögunum, grunuð um að hafa falsað tölur í fjárlögum Brasilíu til að fela rekstrarhalla ríkisins. „Samviska mín er algjörlega hrein. Ég hef ekki framið neinn glæp,“ sagði Rousseff í gær þegar öldungadeild Brasilíu- þings réttaði yfir henni. Þingmenn munu kjósa um það síðar í vikunni hvort eigi að reka Rousseff endanlega úr embætti eða skipa hana í embætti á ný. Rousseff hóf vörn sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin árið 2014 með atkvæðum rúmlega 54 milljóna kjósenda. Hún sagðist þá alltaf hafa haft stjórnarskrána að leiðarljósi og minnti á fortíð sína sem baráttu- maður gegn herforingjastjórninni sem réð ríkjum frá 1964 til 1985. – þea Segir samvisku sína vera hreina ViÐSkipti  Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljóna króna fjárfestingu sem gerir fyrir- tækinu kleift að hraða markaðs- setningu og innleiðingu lyfjaörygg- iskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjárfesting í fyrirtækinu er samtals rétt um 10,4 milljónir evra, jafnvirði 1.360 millj- óna króna og verða stærstu einstöku hluthafarnir eftir þessa síðustu umferð LSP og Seventure. Fjármagnið kemur frá hópi fjár- festa undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífs- ins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigð- isstofnunum með því að gera hjúkr- unarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrir- mæli lækna. Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunni stefnir Mint Solutions á frekari landvinn- inga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi og Banda- ríkjunum. – sg Búið að setja hátt í 1.400 milljónir í Mint Solutions MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. MyNd/MiNt soLutioNs 3 0 . á g ú S t 2 0 1 6 Þ r i Ð J U d a g U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 5 -0 F 7 4 1 A 6 5 -0 E 3 8 1 A 6 5 -0 C F C 1 A 6 5 -0 B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.