Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 8
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og
glæsileik
i
endalaus
t úrval af
hágæða
flísum
Finndu okkur
á facebook
Komið,prófið ogsannfærist !
Fyrstu heyrnartækin
sem taka eðlilegri heyrn
fram í háværu umhverfi
Siemens Pure binax eru fyrstu heyrnartæki
veraldar sem gera þér kleift að heyra betur
en fólk með eðlilega heyrn. Þessi nýju tæki
nota háþróaða binaural tækni sem dregur
sjálfvirkt fram einmitt það sem þú vilt
heyra en síar jafnframt burt eða
dempar þau óþarfa hljóð sem
þú vilt ekki heyra. Þú getur
einnig stefnumiðað
hlustunarsviði
tækjanna
og þannig beint hlustun þinni að einmitt
þeirri manneskju sem þú ræðir við hverju
sinni. Þannig gera tækin þér auðveldara
að halda uppi samræðum í háværu fjöl-
menni.
Rannsóknir sýna ennfremur að binax
tækin greina tal betur í hávaða en fólk
með eðlilega heyrn getur. Binax tækin
tengjast einnig snjallsímanum þínum
svo þú getur stjórnað styrk, hlustunar-
kerfum og fleiru í gegnum símann.
Siemens heyrnartækin
Söluaðili á Íslandi: Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, s:5813855, www.hti.is
www.bestsound-technology.is
viðskipti Páll Harðarson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að það sé
stjórna fyrirtækja að marka stefnu
og jafna kynjahlutföll meðal æðstu
stjórnenda fyrirtækja á Íslandi.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina
konan sem gegndi stöðu forstjóra
félags í Kauphöllinni, lét af störf-
um sem forstjóri VÍS í gær. Jakob
Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri
Promens, tekur við starfinu.
„Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækj-
anna. Án þess að vera að tjá mig um
einstaka fyrirtæki geta, almennt séð,
ekki verið nein vandkvæði að finna
hæft fólk af hvoru kyninu sem er í
þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll.
Páll bendir á að átak hafi verið gert
til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum
fyrirtækja, meðal annars með laga-
setningu, en atvinnulífið hafi tekið
þátt í því af miklum þunga og nú sé
stjórna að taka við.
„Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega
flókið við að leysa þetta mál. Það
er ekkert vandamál að ráða hæfar
konur. En það þarf líka að skapa
umhverfi þar sem bæði kynin og
mismunandi karakterar með mis-
munandi styrkleika geti blómstrað.“
Stjórn félags kvenna í atvinnulíf-
inu gagnrýndi það sem þær kalla núll
prósent kynjafjölbreytileika meðal
forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA
vill beina þeim tilmælum til eigenda
hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo
sem lífeyrissjóða og annarra á mark-
aði að varðveita markmið atvinnu-
lífsins að byggja upp fjölbreyttan
stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu
frá félaginu.
„Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri
konur í skráðum félögum á markaði
á Íslandi. En staðan er auðvitað
þessi að við skoðum einstaklinga
og ráðum þann sem við teljum hæf-
astan í það verkefni,“ segir Herdís
Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS.
Afkoma VÍS hefur valdið von-
brigðum að undanförnu. Herdís
segir það ekki einu ástæðuna fyrir
mannabreytingunni. Stjórn fyrir-
tækisins hafa talið þetta góðan tíma-
punkt til að skipta um forstjóra og
mikill fengur sé að því að fá Jakob í
starfið. ingvar@frettabladid.is
Stjórnir lagi kynjahalla
hjá Kauphallarfélögum
Eina konan í starfi forstjóra félags í Kauphöll Íslands hætti í gær. Forstjóri Kaup-
hallarinnar segir það stjórna að laga kynjahalla meðal æðstu stjórnenda. Stjórn-
ar formaður VÍS vill jafnari kynjahlutföll en horfa verði á hvert tilfelli fyrir sig.
Löturhæg þróun
í átt að jafnrétti
Hildur
Petersen,
fyrrverandi
forstjóri Hans
Petersen, varð
fyrsta konan
til að gegna
starfi forstjóra félags
sem skráð var í Kauphöll Íslands.
Hildur, sem nú er framkvæmda-
stjóri Hundahólma, segir erfitt að
henda reiður á hvers vegna svo
fáar konur komist í forstjórastól
fyrirtækja á Íslandi.
„Konur eru með menntunina en
það er einhvern veginn eitthvert
glerþak sem stöðvar þær,“ segir
Hildur.
Þó kveður Hildur átak Félags
kvenna í atvinnulífinu til að auka
hlut kvenna meðal stjórnenda í at-
vinnulífinu hafa skilað einhverjum
árangri.
„Þetta hefur allt mjakast upp á
við en auðvitað afskaplega lötur-
hægt,“ segir Hildur Petersen.
Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, bauð Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, fráfarandi forstjóra VÍS, velkomna í Kauphöllina
þegar fyrirtækið var skráð á markað árið 2013. fRéttablaðið/Valli
LögregLumáL Refsing fyrir vörslu
og meðferð á neysluskömmtum
ólöglegra vímuefna verður bundin
við sektir, nái tillögur starfshóps
heilbrigðisráðherra fram að ganga.
Hópurinn hafði það hlutverk að
móta stefnu til að draga úr skað-
legum áhrifum vímuefnaneyslu.
Nefndin segir í rökstuðningi
með tillögunni að um árabil hafi sú
venja mótast við framkvæmd laga
um ávana- og fíkniefni að þeim sé
lokið með sekt þegar talið er víst að
magn haldlagðra efna sé til einka-
neyslu. Engu að síður er enn gert
ráð fyrir því í lögum að hægt sé að
dæma menn í fangelsi fyrir slík brot.
Starfshópurinn leggur til að lögum
verði breytt svo þau verði í takt
við það hvernig þeim hefur verið
framfylgt. Hópurinn tekur fram að
sérstaklega þurfi að fylgjast með
hvort breytingin leiði til breyttra
söluaðferða og dreifingar vímuefna
og áhættumat verði gert á áhrifum
lagabreytingarinnar.
Fulltrúi Ríkislögreglustjóra í
starfshópnum leggst gegn breyt-
ingunni.
Þá leggur starfshópurinn til að
brot fyrir vörslu á fíkniefnum fari
ekki á sakaskrá ef sektin við brotinu
er lægri en 100 þúsund krónur.
Tillögur hópsins snúa ekki ein-
ungis að því að breyta lögum til
þess að draga úr refsinæmi vímu-
efnaneyslu. Þar eru líka tillögur
um þjónustu og úrræði sem hafa
þann tilgang að draga úr heilsu-
farslegum, félagslegum og efna-
hagslegum afleiðingum notkunar
löglegra og ólöglegra vímuefna án
þess endilega að draga úr vímu-
efnanotkun. Þá eru líka tillögur um
að efla meðferðarúrræði fyrir fólk í
mesta vandanum og tillögur til að
viðhalda þeim árangri sem náðst
hefur í forvarnarstarfi.
Starfshópurinn, undir forystu
Borgars Þórs Einarssonar lögfræð-
ings, hefur unnið að skýrslunni frá
árinu 2014. Samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins verður skýrslan
kynnt á Alþingi í dag. – jhh
Fari ekki í fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu
Þeim sem sprauta vímuefnum í æð sé
tryggð gjaldfrjáls nálaskiptaþjónusta.
fRéttablaðið/anton
Ferðaþjónusta Ferðabókunum til
landa á borð við Tyrkland og Frakk-
land, sem hafa lent í hryðjuverka-
árásum á síðastliðnu ári, fer verulega
fækkandi.
BBC greinir frá því að spáð sé
að bókanir til Tyrklands
milli september og
desember á árinu
verði 52 pró-
sentum færri en
á sama tímabili
árið áður. Því er
spáð að á sama
tímabili muni
bókunum til
F r a k k l a n d s
fækka um tutt-
ugu prósent.
R a n n s ó k n i r
benda til þess að
ferðamenn sæki til
Spánar, Ítalíu og Portú-
gals í stað Tyrklands
og Frakklands. Á fyrstu
sjö mánuðum ársins
fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til
Spánar um 19 prósent samanborið
við sama tímabil árið áður, og um
tólf prósent til Portúgals.
Erlendum farþegum
hefur fækkað um 5,4
prósent í Frakk-
landi milli ára, og
um 7,5 prósent í
París, þar sem
hryðjuverka-
árásir voru
gerðar bæði í
janúar og nóv-
ember árið
2015. Bókun-
um til Tyrklands
hefur fækkað um
fimmtán prósent
milli ára vegna nokk-
urra hryðjuverkaárása og
tilraunar til valdaráns.
Á hinn bóginn virð-
ast ferðamenn vera að
leita til Túnis aftur eftir að alþjóð-
legum farþegum fækkaði um 39,4
prósent á síðasta ári í kjölfar mann-
skæðra hryðjuverkaárása þar. – sg
Bókunum fækkar vegna
hryðjuverka í Evrópu
52% færri ferðamenn
munu koma til tyrklands.
Það er ekkert
vandamál að ráða
hæfar konur.
Páll Harðarson,
forstjóri Kauphallar Íslands
Erlendum farþegum
hefur fækkað um 7,5 prósent
í París milli ára
3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 þ r i ð j u D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
3
0
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
6
5
-0
0
A
4
1
A
6
4
-F
F
6
8
1
A
6
4
-F
E
2
C
1
A
6
4
-F
C
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
9
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K