Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin fram undan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lág- marki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: l Hækka lágmarksgreiðslur. l Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. l Koma á sveigjanlegum starfslokum. l Einfalda almannatryggingakerfið. l Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lág- marksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og aftur- virkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör. Mannsæmandi eftirlaun Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingar- innar Við ætlum að sjá til þess að eftirlaunin hækki í skrefum upp í 300.000 kr mánaðar- greiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. ÚTSALA RISA á stökum dýnum í Queen og King stærðum! LAGERHREINSUN! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 3 00 81 6 #9 Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabba-meinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dóm- stólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóð- veldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðis- kerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnun- inni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsfram- leiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin með- ferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frum- varpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkis- sjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðis- ráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf. Heilbrigðisþjónusta fyrir börn ætti síðan að vera gjaldfrjáls, þar með taldar tannlækningar og sálfræði- þjónusta. Meirihluti nefndar heilbrigðisráðherra taldi sér ekki fært að stíga slíkt skref þótt rökstuðninginn fyrir því skorti. Það ætti að verða næsta mál á dagskrá þegar þakið hefur verið lögfest. 86.761 Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Stórsmölun hjá Vg Héraðsmiðillinn Skessuhorn greinir frá því að Vinstri grænum hafi fjölgað um 650 í Norðvestur- kjördæmi á síðustu dögum í tengslum við forval flokksins. Það er líklega ein umfangsmesta smölun sem átt hefur sér stað í flokkinn en árið 2013 kusu 139 í forvali. Heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan fyrir smölun sé framboð Bjarna Jónssonar, sem er sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra, í fyrsta sæti listans. Mikill titringur er innan flokksins vegna framboðsins því hann þykir eiga möguleika á að velta Lilju Rafneyju þingmanni úr sæti sínu. Þegar atkvæði verða talin kemur í ljós hvort þessi 650 atkvæði séu Lilju eða Bjarna. Kosningaspá Styrmis Styrmir Gunnarsson, fyrrum rit- stjóri, birti áhugaverða kosn- ingaspá á vefsíðu sinni í gær. Þar segir að Íslenska þjóðfylk- ingin muni sækja að Sjálfstæðis- flokknum frá hægri og Viðreisn frá vinstri. Samfylking og Björt framtíð þurfi að verjast ásókn frá Viðreisn en einnig muni VG taka frá Samfylkingu. Vinstri græn muni standa álengdar óáreitt en einnig sækja fylgi til Framsóknar á landsbyggðinni. Kosningaspáin er rétt að miklu leyti en líklegra er þó að kjósendur Framsóknar frá síðustu kosningum kjósi Þjóðfylkingu nú. Þeir flokkar virðast eiga meiri samleið.  snaeros@frettabladid.is 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R12 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 5 -2 3 3 4 1 A 6 5 -2 1 F 8 1 A 6 5 -2 0 B C 1 A 6 5 -1 F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.