Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 2
ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS Bókaðu áskrift með einföldum hætti á borgarleikhus.is Veður Lægð nálgast nú landið og byrjar að hvessa allra syðst með rigningu upp úr miðnætti í kvöld, austan 8-15 m/s í nótt, hvassast með suðurströndinni. sjá síðu 18 Umferðaröngþveiti í Reykjavík Fjölmargir sátu fastir í umferðarteppu síðdegis í gær er malbikunarframkvæmdir voru á Bústaðavegi. En hvers vegna er ráðist í malbikun einmitt er fríum flestra er að ljúka. „Það er verktakans að svara fyrir það hvernig hann forgangsraðar vinnu sinni. Þetta er boðið út hjá okkur og við stýrum því afskaplega takmarkað,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið/ErNir samgöngur Ef um er að ræða fleiri þjóðerni en Íslendinga um borð er öryggisávarp einungis flutt á ensku í flugferðum WOW air, en ekki á bæði ensku og íslensku eins tíðkast í millilandaflugferðum íslenskra flugfélaga. Fram kemur í svari frá WOW air að þjóðerni gesta sé í hverju flugi mjög mismunandi, og til að tryggja sem besta athygli og skilning flestra um mikilvægar öryggisupp- lýsingar sé öryggisávarpið því ein- ungis flutt á ensku þegar um er að ræða fleiri þjóðerni en Íslendinga um borð í hverju flugi. Ef einungis Íslendingar eru um borð til dæmis í sólarlandaflugi til Tenerife fer öryggisávarp eingöngu fram á íslensku. Einnig sé öryggis- spjald í hverjum sætisvasa sem skýr- ir myndrænt út öryggisatriði. – sg Öryggisávarp aðeins á ensku í Ameríkuflugi samfélag Fyrir tveimur vikum varð eldsvoði á Seltjarnarnesi. Jóhanna Ósk Snædal og fjölskylda hennar hafa búið í húsinu síðustu þrjátíu ár. Jóhanna er sjálf flutt að heiman en faðir hennar og bróðir bjuggu í hús- inu þegar bruninn varð. Síðasta árið hefur verið fjöl- skyldunni erfitt. Þau misstu húsið á nauðungaruppboði í apríl, móðir Jóhönnu lést í júlí eftir fimm ára baráttu við krabbamein og mánuði síðar brann húsið. „Veikindi mömmu tóku gífurlega á og missirinn er mikill enda var hún kletturinn í fjölskyldunni sem hélt okkur öllum saman. Fyrir utan and- lega álagið þá lentu foreldrar mínir í fjárhagskröggum sem varð til þess að þau misstu húsið en þau fengu leyfi til að leigja það í eitt ár,“ segir Jóhanna. Fjölskyldan var nýbúin að ganga frá eigum og fötum móðurinnar þegar bruninn varð en eldurinn, reyk- og vatnsskemmdir eyðilögðu allt innbú fjölskyldunnar. „Fyrir utan myndaalbúmin. Þau eru flest heil og við erum gífurlega þakklát fyrir að eiga myndirnar, ekki síst af mömmu.“ Eldsupptök eru óstaðfest en talið er að kviknað hafi í túbusjónvarpi í stofunni. Faðir Jóhönnu stendur nú uppi eignalaus á afar erfiðum tíma- punkti í lífinu. Hann treysti sér ekki til að koma fram í fjölmiðlum en er þessa dagana að koma sér fyrir í nýrri íbúð ásamt bróður Jóhönnu. Jóhanna skrifaði færslu á Face- book þar sem hún bað um stuðning fyrir föður sinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæpar tvær milljónir hafa safnast á styrktarreikning og á morgun verða haldnir tónleikar. Samfélagið gaf risastórt knús eftir eldsvoðann Safnast hafa tæpar tvær milljónir handa fjölskyldu sem missti allt sitt í bruna á Seltjarnarnesi. Bruninn er enn eitt áfallið í fjölskyldunni eftir langvinn veikindi, missi og fjárhagserfiðleika. Á ekki orð yfir góðmennskuna segir Jóhanna Ósk. Staður: Félagsheimilið á Seltjarnarnesi Stund: Miðvikudagur klukkan 20.00 Miðaverð: 2.000 krónur StyrktarrEikNiNgur Bnr. 301-13-112767 Kt. 2703892369 Jóhanna Ósk ásamt syni sínum, Óðni. Hún ásamt allri fjölskyldunni mun mæta á tónleikana annað kvöld. Fréttablaðið/HaNNa „Ég á ekki orð yfir góðmennsku Íslendinga. Við erum svo snortin og það er svo gott að finna þennan stuðning, ekki endilega fjárhags- lega, heldur tilfinningalega. Mér þykir svo vænt um þetta og hjartað hefur stækkað um fimm númer. Þetta er eins og risastórt knús frá samfélaginu.“ erlabjorg@frettabladid.is Styrktartónleikar fyrir Kristján Snædal & fjölskyldu FraM koMa Sigvaldi Erna Hrönn Alda Dís María Ólafs Dagur Sig Ívar Daníels Greta Salóme Bandaríkin Fyrrum þingmaðurinn og borgarstjóraefni New York borg- ar, Anthony Weiner, hefur nú í þriðja sinn verið gripinn glóðvolgur  við að senda konum dónaleg skilaboð með nektarmyndum af sjálfum sér. Eiginkona Weiners, Huma Abed- in, sem er aðstoðarkona Hillary Clinton, sagðist í gær vera búin að fá sig fullsadda og væri skilin við eigin- mann sinn. Weiner sagði af sér þingmennsku árið 2011 eftir að hafa sent djarfar myndir af sér til annarra kvenna en eiginkonu sinnar. Hann reyndi að snúa aftur í stjórnmálin 2013 með því að bjóða sig fram sem borgar- stjóri New York en þá fóru fleiri djarfar myndir af honum í umferð. Nú mun Weiner hafi sent myndir af sér á nærfötunum einum saman til konu árið 2015. Barn þeirra hjóna, Weiners og Abedin, sést við hlið hans. - snæ Einum skandala of mikið anthony Weiner enn gripinn við að senda nektarmyndir. NordicpHotoS/aFp 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i ð j u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 5 -0 5 9 4 1 A 6 5 -0 4 5 8 1 A 6 5 -0 3 1 C 1 A 6 5 -0 1 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.