Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.08.2016, Blaðsíða 14
Körfubolti Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna loka- hópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm mið- herji sem sló í gegn með Þór Akur- eyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann ein- beita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni. Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópn- um í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“ Gaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akur- eyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leik- menn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svaka- lega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“ Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkja nám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leið- ina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í for- gangi – það er alveg ljóst.“ Upplifun að mæta svona stórum og sterkum mönnum Tryggvi Snær Hlinason, átján ára Bárðdælingur, var valinn í lokahóp Íslands fyrir undankeppni EM og fær því stórt hlutverk í baráttunni um að koma Íslandi í lokakeppni Evrópumótsins 2017. Framtíðin er óráðin hjá Tryggva Snæ sem getur valið um gerast atvinnumaður í Evrópu eða fara í háskóla í Bandaríkjunum. Landsliðshópur Íslands Axel Kárason, Svendborg Rabbits Brynjar Þór Björnsson, KR Elvar Már Friðriksson, Barry/Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, Rouen Metropole Basket Hlynur Bæringsson (án félags) Hörður Axel Vilhjálmsson, Rythmos BC Jón Arnór Stefánsson, KR Kristófer Acox, Fuman University/KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Etoile de Charleville-Mezeres Tryggvi Þór Hlinason, Þór Akureyri Ægir Þór Steinarsson, San Pablo Kostir Tryggva nýtast okkur betur Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Ís- lands, segir að það hafi verið erfitt að velja á milli Tryggva Snæs Hlina- sonar og Ragnars Ágústs Nathana- elssonar í stöðu miðherja í íslenska landsliðinu. „Þegar við hófum undirbúning okkar í sumar þá vissum við að við myndum bara velja annan. Báðir hafa bætt sig mikið í sumar og gerir Ragnar margt betur en Tryggvi og öfugt. En við þurfum meira af því sem Tryggvi gerir betur og teljum að það nýtist okkur betur, sérstak- lega í sókninni.“ Hann segir að Ragnar sé betri varnarmaður en Tryggvi. „En við viljum ekki vera með stóran mann til að vera með stóran mann. Við viljum að hann skili einhverju af sér.“ Pedersen segir ljóst að baráttan um EM-sætið verði erfið en Ísland er í riðli með Belgíu, Kýpur og Sviss. Sigurvegari riðilsins fer áfram og þau fjögur lið sem bestum árangri ná í öðru sæti riðlanna í undan- keppninni allri. „Belgía er með sterkasta liðið en þar fyrir utan verður þetta opið. Öll lið eiga möguleika en vonandi spilum við nógu vel til að komast áfram. Við munum berjast fram í síðasta leik.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is Sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi. Tryggvi Snær Hlinason ViðAR öRN TiL ÍSRAELS? Viðar örn Kjartansson, marka- hæsti leikmaður sænsku úrvals- deildarinnar, er orðaður við ísraelska stórliðið Maccabi Tel Aviv. Fjölmiðlar í Ísrael fullyrtu í gær að félagið hefði boðið 3,5 milljónir evra, eða 457 milljónir íslenskra króna, í Viðar. Selfyss- ingur- inn hefur komið eins og stormsveipur inn í sænsku deildina og er kominn með 14 mörk í 20 leikjum fyrir Malmö sem er með eins stigs forystu á toppnum. Maccabi Tel Aviv situr einnig á toppnum í ísraelsku deildinni, með sex stig eftir þrjár umferðir. KoLBEiNN TiL GALATASARAy Samkvæmt tyrk- neskum fjölmiðlum er Kolbeinn Sigþórsson á leið til tyrkneska stórliðsins Gala- tasary frá Nantes í Frakklandi. Um er að ræða lánssamning sem gildir út tímabilið en búist er við því að Kolbeinn komi til istanbúl í dag. Landsliðsframherjinn kom til Nantes frá Ajax í fyrra en fann sig ekki á síðasta tímabili. Kolbeinn skoraði aðeins þrjú mörk í 26 deildarleikjum og fékk talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Galatasaray er sigursælasta lið Tyrklands en olli miklum von- brigðum á síðasta tímabili, endaði í 6. sæti tyrknesku deildarinnar og komst ekki í Evrópukeppni. Ef að útlendingum yrði fækkað niðrí 1-2 á lið, væru Skagamenn þá ekki í bullandi titilbaráttu eins og á árum áður? Einar Hjörleifsson @Einar_Hjorleifs HLyNUR LÍKLEGA Á HEiMLEið Meiri líkur en minni eru á því að Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, leiki í Domino’s-deild karla á næsta tímabili. Hlynur hefur verið án félags síðan sænska liðið Sunds- vall Dragons varð gjaldþrota fyrr í sumar. Í viðtali við íþróttadeild í gær sagði Hlynur að hann myndi annaðhvort spila í Svíþjóð eða á Íslandi næsta vetur og eins og staðan væri núna væri síðarnefndi kosturinn líklegri. Hlynur lék með Snæfelli áður en hann fór til Sví- þjóðar og varð tvöfaldur meistari með Hólmurum 2010. Eftir það tímabil gekk Hlynur til liðs við Sundsvall og lék með sænska liðinu í sex ár við góðan orðstír. Engin lið nema Sunder- land og Torino hafa sýnt Hart áhuga. Segir þetta ekki e-ð um gæði enskra mark- varða? Magni Þór Óskarsson @magnitoro Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn hávaxni, leikur sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2017. FréTTABLAðið/AnTon BrinK 3 0 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i Ð J u D A g u r14 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð SporT 3 0 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 5 -1 E 4 4 1 A 6 5 -1 D 0 8 1 A 6 5 -1 B C C 1 A 6 5 -1 A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 9 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.