Fréttablaðið - 05.07.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 5 . J ú l Í 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
Fréttir Þrjú fjarstæði voru tekin
í notkun á Keflavíkurflugvelli
nýverið. Tólf rútur eru í notkun
á vellinum og þrír strætisvagnar
í leigu. 2
Fréttir Skrautlegum ferli Nigels
Farage í breskum stjórnmálum
er að ljúka. 4
skoðun Fleiri þurfa leiðréttingu,
skrifar Elín Björg Jónsdóttir, for-
maður BSRB. 8
sport EM kvennalandsliða í
golfi hefst á Urriðavelli í dag. 12
lÍFið Arna Ýr hefur vart undan
við að gefa eiginhandaráritanir.
22
plús 2 sérblöð l Fólk l bÍlar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
NET
1.000 KR.*
1817 365.is
ÓTAKMARKAÐ
GAGNAMAGN
Endalaust
* Fylgir með völdum tilboðspökkum. Undanskilið er
aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is
kJaraMál Aðilum vinnumarkaðar-
ins hugnast vel að fækka þeim sem
fá laun ákveðin af kjararáði. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
hyggst leggja fram frumvarp þess
efnis á Alþingi að því er fram kom
í fréttum RÚV.
Kjararáð hækkaði laun þeirra sem
heyra undir ráðið um 7,15 prósent
í síðasta mánuði. Laun ráðuneytis-
stjóra hækka um tæplega þriðjung
eftir að skrifstofustjórar stjórnar-
ráðsins og ráðuneytisstjórar fengu
sérstaka launahækkun hjá kjararáði.
„Við höfum lengi haldið því fram
að það væri fullkominn óþarfi
að hafa allan þennan fjölda sem
heyrir undir kjararáð. Erlendis, eins
og í Svíþjóð til dæmis, þar semja
héraðsdómarar og dómarar bara
við sína viðsemjendur,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi
segist ekki hafa séð umrætt frum-
varp en hann fagni því að gera eigi
breytingar á kjararáði. Hann ítrekar,
það sem fram kom í Fréttablaðinu
um helgina, að hann vilji að Alþingi
komi saman til að afturkalla nýlegar
launahækkanir kjararáðs.
Undir kjararáð heyra meðal
annars þjóðkjörnir fulltrúar, dóm-
arar, forstöðumenn ríkisstofnana,
framkvæmdastjórar hlutafélaga
sem eru að meirihluta í eigu ríkisins,
saksóknarar, prestar, sýslumenn og
sendiherrar.
„Að hafa svona stóra hópa sem fá
alltaf einhverja réttmæta leiðrétt-
ingarfasa, gjarnan með einhverja
tilvísun langt aftur í tímann virðist
vera, er algjört stílbrot að okkar
mati,“ segir Gylfi.
Undir þetta tekur Þorsteinn Víg-
lundsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, sem telur eðli-
legra að embættismennirnir hefðu
rétt til að semja sjálfir. „Ég held að
það sé langeðlilegast og á að vera
meginreglan. Það er í algjörum
undantekningum sem gripið er til
annarra ráðstafana sem þessara og
þar hefur, hvað kjararáð varðar,
verið horft til þjóðkjörinna full-
trúa og einhverra lykilstarfsmanna
stjórnarráðsins,“ segir Þorsteinn.
Með því að fækka þeim sem heyri
undir kjararáð megi auka jafnræði
á milli hópa. „Það að það komi eitt-
hvert svona ráð fimm manna sem
fjalli um réttmætar launabreyt-
ingar. Það er ekki það sem fólk
fær almennt,“ segir Gylfi. „Það þarf
bara að hafa fyrir því að berjast fyrir
sínum réttindum. Þar fær nú ekkert
endilega réttlætið ráðið.“ – ih
Embættismenn fái samningsrétt
Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA telja eðlilegt að fækka þeim sem heyra undir kjararáð. Fjármálaráðherra
hefur boðað frumvarp þess efnis. Forseti ASÍ segir að jafnræði aukist með því að fleiri stéttir hafi samningsrétt.
Við höfum lengi
haldið því fram að
það væri fullkominn óþarfi
að hafa allan þennan fjölda
sem heyrir undir
kjararáð.
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ
lögregluMál Tveir karlmenn sitja
nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni
vegna gruns um að hafa svipt barns-
móður annars mannsins frelsi og
beitt hana ofbeldi.
Mennirnir eru vinir og eru í
kringum þrítugt en stúlkan er átján
ára. Atvikið átti sér stað sunnudag-
inn 26. júní en mennirnir eiga að
hafa svipt konuna frelsi, beitt hana
ofbeldi og meðal annars klippt í tær
hennar.
Stúlkan náði sjálf að tilkynna
atvikið og voru mennirnir tveir
handteknir í kjölfarið.
H é ra ð s d ó m u r Reyk javí ku r
úrskurðaði mennina í einnar viku
gæsluvarðhald á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna. Þeim úrskurði var
ekki áfrýjað til Hæstaréttar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
er með málið til rannsóknar en sam-
kvæmt upplýsingum frá embættinu
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort farið verði fram á fram-
lengingu á gæsluvarðhaldinu yfir
mönnunum í dag. – ngy
Taldir hafa
svipt unga
konu frelsi
Mennirnir voru úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald í eina
viku og var þeim úrskurði
ekki áfrýjað til Hæstaréttar
Íslands.
Þeir voru glæsilegir, strákarnir í íslenska landsliðinu, þegar þeim var ekið niður Skólavörðustíginn í gær, eftir heimkomuna frá Frakklandi. Tugþús-
undir Íslendinga, en líka erlendra ferðamanna, voru saman komnar í miðbænum til að berja þá augum. Fréttablaðið/Hanna
0
5
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:5
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
A
-2
4
C
4
1
9
E
A
-2
3
8
8
1
9
E
A
-2
2
4
C
1
9
E
A
-2
1
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K