Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 21
l Útlit l Staðalbúnaður l Verð bíll reynast? Fyrir það fyrsta er ytra útlit hans ágætlega lukk- að. Hann er með flottum og nokk- uð köntuðum línum, snaggara- legur með sitt kassalaga form, en samt nútímalega teiknaður. Hann er með rísandi gluggalínu og verð- ur því sportlegur fyrir vikið. Aft- urglugginn er fremur smár og því verður afturendinn örlít- ið fólksbílalegur. Þaklína bíls- ins fer lækkandi aftur og því má segja að bíllinn sé með hálfgerðu coupé- formi. Ekki fer fjarri að hann minni örlítið á Range Rover Evoque og er þar ekki leiðum að líkjast. Að mati greinarskrifara fer hér fallegasti bíll SsangYong og á það bæði við um styttri bíl- inn Tivoli og þann lengri, XLV. Að innan er Tivoli einnig hinn snotr- asti bíll og fyrir svo ódýran bíl kemur bæði staðalbúnaður og frá- gangur á óvart. Efnisval innrétt- ingarinnar er þó í ódýrari kantin- um og plast þar ríkjandi en lítur samt vel út. Talandi um verð þá má fá Tivoli frá 3.790.000 krón- um. Er þá um að ræða beinskiptan bíl með tauáklæði, en hann kost- ar 4.390.000 kr. sjálfskiptur og 4.890.000 kr. með leðuráklæði á sætum og ýmislegt fleira góðgæti. 1,6 lítra dísilvél með 300 Nm tog Bæði Tivoli og XLV koma með 1,6 lítra bensín- eða dísilvélum frá framleiðanda sem báðar upp- fylla Euro 6 staðalinn, en í bili eru þeir aðeins í boði hjá Bíla- búð Benna með dísilvélinni. Hún er skráð fyrir 115 hestöflum og dugar bílnum hreint ágætlega. Enda er hún með 300 Nm tog og með henni finnst ökumanni bíll- inn aldrei aflvana, þó svo allt- af sé gaman að vera með aðeins meira afl. Uppgefin eyðsla dísil- vélarinnar er litlir 4,7 lítrar og í reynsluakstri hjó bíllinn bara nokkuð nálægt þeirri tölu, þó svo hún næðist aldrei alveg. Það er í sjálfu sér hreint magnað að það dugi jepplingi að vera með aðeins 1,6 lítra sprengirými og að ná svo lágum eyðslutölum á slíkum bíl. Það eru breyttir tímar og jepp- lingar geta greinilega eytt jafn litlu og fólksbílar. Vélarnar tengj- ast svo 6 gíra Aisin-sjálfskiptingu eða beinskiptingu og virkuðu þær báðar vel og var talsverð hrifn- ing yfir þægilegri beinskipting- unni. Tivoli og XLV eru hérlend- is aðeins í boði fjórhjóladrifnir þó svo bíllinn sé einnig framleiddur með framhjóladrifi. Annar kostur við bílinn er að hann kemur með læsanlegum millikassa, svo þessi bíll er alveg fær um að glíma við ófærurnar. Á mjög góðu verði Þó svo að Tivoli teljist ekki stór- vaxinn jepplingur þá er yfrið pláss fyrir aftursætisfarþega, sem og í farangursrými hans, sem er 423 lítrar. Satt að segja kom mikið á óvart hve mikið fóta- og höfuðrými eru í aftur- sætunum. Ef stærri XLV bíllinn er valinn er gott að vita af 720 lítra farangursrými hans og er sú stærð farin að minna á stóra jeppa. Ekki vantar svo hin ýmsu geymslurými og er það til vitn- is um sniðuglega innri hönnun bílsins. Aksturseiginleikar bíls- ins eru hreint ágætir, hliðar halli lítill í beygjum og fjöðrunarkerf- ið át vel allar misfellur. Mjög þægilegt er að snattast á bílnum í borgarumferð og hann ræður ágætlega við hraða utan henn- ar, en þar voru þó aksturseig- inleikarnir síðri. Erlendir bíla- blaðamenn, ásamt greinarrit- ara eru sammála um að hér fari besti bíll Ssang Yong hingað til og er það ekki slæmur dómur. Ekki er svo verra að vita af 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. Svolít- ið erfitt er að bera saman verð samkeppnisbíla Tiv oli, en Niss- an Juke með framhjóladrifi má fá frá 3.490.000 kr. en fjórhjóla- drifinn frá 4.590.000 kr. en þá er hann kominn með 190 hestafla dísilvél. Renault Captur kostar frá 3.390.000 kr. en þar fer einn- ig framhjóladrifinn bíll með að- eins 90 hestafla vél. SSaNgyoNg Tivoli er einkar vel búinn bíll miðað við hversu ódýr hann er SkoTTrými er 423 lítrar en 720 lítrar í stærri Xlv bílnum Ekki Er vErra að vita af 5 ára ábyrgð frá framleiðanda HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Stenst kröfur sem stærri bílar væru stoltir af Verð frá aðeins 2.990.000 kr. ŠKODA Rapid kemur skemmtilega á óvart, bæði í akstri og viðmóti. Hreinar línur, nýtt aflmikið yfirbragð og tímalaus fágun gera Rapid að frábærum kosti. Komdu í reynsluakstur og snertu á framtíðinni. Fréttablaðið 7BílarÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2016 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -4 2 6 4 1 9 E A -4 1 2 8 1 9 E A -3 F E C 1 9 E A -3 E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.