Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 22
Kia GT er fyrsti alvöru sportbíllinn úr smiðju Kia. Þegar Kia setur loks á markað fyrsta sportbíl sinn, GT, á næsta ári mun hann kosta minna en 30.000 dollara í Bandaríkjun- um, eða aðeins 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun koma á mark- að á næsta ári og verður þá lík- lega seldur sem árgerð 2018. Hann mun fást með tvær gerðir 6 strokka véla, annars vegar 3,8 lítra og 311 vél og hins vegar 3,3 lítra vél með tveimur forþjöppum sem er 365 hestöfl, en þá vél má einnig finna í Genesis G90 lúxus- bíl Hyundai. Báðar þessar vélar verða tengdar átta gíra sjálfskipt- ingu. Í allra dýrustu útgáfu bíls- ins með stærri vélinni mun hann aðeins kosta 36.800 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Það vakir því fyrir Kia að hafa þennan spenn- andi sportbíl sinn á afar sam- keppnisfæru verði. Þessi sport- bíll Kia er sá fyrsti sinnar gerð- ar sem frá fyrirtækinu kemur, en þó hefur fengist GT útgáfa af Kia c´eed fólksbílnum, svo til eins í útliti, en þessi bíll er sérstök smíði. Svo getur farið að Kia GT fái í viðbót nafnið Stinger en það verður að koma í ljós síðar. Kia GT er afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar og á stærð við BMW 3-línuna en með coupé-lagi og brattan afturenda, ekki ósvip- aðan og á Audi A7. 311 hestafla Kia GT undir 30.000 dollurum Acura NSX er bæði rennilegur og öflugur bíll frá Acura-deild Honda. Það kom flestum á óvart þegar Honda tilkynnti að sportbíll- inn Acura NSX yrði smíðað- ur í Bandaríkjunum, en vaninn er að japanskir bílaframleiðend- ur smíði sína allra öflugustu og bestu bíla heima fyrir í Japan. Honda ákvað að smíða bílinn í Ohio-fylki og reisti sérstaka verk- smiðju til þess sem er um 20.000 fermetrar að stærð og kost- aði Honda hátt í níu milljarða að byggja. Þar verður Acura NSX handsmíðaður og einungis fram- leiddir átta til tíu bílar á dag og einungis af fyrirfram pöntuðum bílum. Honda skoðaði verksmiðj- ur Ferrari, Lamborghini, Mc- Laren og Bentley áður en farið var í að reisa þessa sérstöku verk- smiðju og vandaði vel til verka. Kaupendum boðið að skoða smíðina Í verksmiðjunni verður kaupend- um boðið að koma og skoða smíði bíla þeirra. Í nágrenni verk- smiðjunnar verður kaupendun- um einnig boðið að reynsluaka eintaki af bílnum öfluga á sér- stakri braut sem gerð hefur verið og þar kynnast þeir aksturshæfni þessa vandaða og öfluga bíls og þeim hraða sem hann ræður við í akstri. Mjög lítið er notað af vél- mennum við smíði Acura NSX- bílsins og flest handsmíðað líkt og gert er með marga ofurdýra og öfluga sportbíla, svo sem Niss- an GT-R bílinn. Allir starfsmenn í verksmiðjunni hafa yfir 20 ára reynslu við smíði bíla og vill Honda tryggja með því að smíðin verði sem vönduðust. Loksins kominn í framleiðslu eftir níu ára þróun Nú þegar hafa verið smíðuð 160 eintök af NSX-bílnum í nýju verk- smiðjunni og fyrstu eintök hans fóru til kaupenda þann 1. apríl. Flestir þeirra verða reyndar notaðir sem reynsluakstursbíl- ar og prufubílar fyrir blaða- menn, kaupendur og starfsfólk Honda sem hefur það hlutverk að tryggja að smíðin sé sem full- komnust. Vél bílsins er einn- ig handsmíðuð og þar hafa allir starfsmenn a.m.k. 24 ára reynslu. Það tekur fimm til sex klukku- tíma að smíða hverja vél, en til samanburðar líða aðeins 30 sekúndur milli smíði hverrar fjöldaframleiddrar vélar í hefð- bundna Honda-bíla. Honda hefur verið mjög lengi að koma þess- um Acura NSX bíl í framleiðslu, en hann var fyrst kynntur al- menningi árið 2007 og lokaút- færsla hans var ekki kynnt fyrr en fyrir um einu ári og hafa bíla- blaðamenn nú fengið að kynn- ast honum frá þeim tíma og lokið lofsorði á hann í hvívetna. Von- andi eru nýir kaupendur hans ánægðir og svo þarf reyndar að vera fyrir bíl sem kostar vestan- hafs 156.940 dollara, eða um 19,5 milljónir króna. Acura NXS frá Honda er 573 hestafla bíll og með níu gíra sjálfskiptingu. AcurA NSX hANdgerður í BANdAríkjuNum Er 573 hestafla tryllitæki sem kostar hátt í 20 milljónir króna. Það er kominn tími til að eigend- ur japanskra bíla á Íslandi, 25 ára og eldri, láti sjá sig með sína glæsilegu bíla á götum landsins. Eins og margir þekkja tóku jap- anskir bílar yfir bílamarkaðinn hér á landi fyrir mörgum áratug- um. Nú vilja fornbílaáhugamenn mjög gjarnan sjá þessa eigendur og bíla þá sem þeir eiga. Í frétta- blaði Fornbílaklúbbs Íslands hefur verið gerð grein fyrir fornbílaeign félagsmanna. Þar kemur fram að bandarískir fornbílar séu 834 en japanskir bílar eru sagðir 110. Það er þó trú margra að þeir japönsku ættu ekki að vera færri en um 350 talsins. Hafa verður í huga að þeir bílar sem ná fornbílaaldri núna eru af árgerð 1991 og eldri, sem sagt 25 ára. Mikið væri nú skemmtilegt ef japönsku fornbílarnir sæjust meira í sumar, en þar finnst marg- ur gamall demanturinn. Japönskum fornbílum fjölgar ört Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Þýska dagblaðið Handelsblatt greinir frá því að í herbúðum Mercedes Benz sé um það rætt að stofna nýtt merki fyrir raf- magnsbíla og tengiltvinnbíla Benz. Það gæti orðið svo snemma sem í næsta mánuði og gæti verið kynnt með formlegum hætti á bílasýn- ingunni í París í september. BMW hefur markaðssett bæði rafmagns- bíla og tvinnbíla sína undir merkj- um i-stafsins, svo sem bílana BMW i3 og i8. Því má segja að Merce- des Benz sé að hugsa í sömu átt og fylgja fordæmi BMW. BMW hefur smíðað i3 og i8 bíla sína í verk- smiðju sem smíðuð var sérstak- lega fyrir þá. Það ætlar Benz hins vegar ekki að gera og mun smíða þá í verksmiðjum sem þegar eru til. Fyrsti bíllinn sem gæti fall- ið undir nýtt merki Benz fyrir raf- magnsbíla gæti orðið rafknúinn jepplingur sem byggir á GLC-bíln- um og kemur hann líklega á mark- að á næsta ári. Benz og BMW eru alls ekki einu bílaframleiðendurnir sem ætla af krafti að halla sér að smíði rafmagnsbíla, því Volkswa- gen-bílafjölskyldan ætlar að kynna 20 nýja slíka bíla til ársins 2020. Bæði er þar um að ræða hrein- ræktaða rafmagnsbíla og tengil- tvinnbíla, þar á meðal stóru fólks- bílana Volkswagen Phaeton og Audi A8. Volkswagen er einnig að íhuga að opna eigin risaverksmiðju fyrir smíði rafhlaða í alla sína bíla. Stofnar Benz sérstakt merki fyrir rafmagnsbíla sína?  Tilvalið með í sumarfríið. Traust og fagleg þjónusta. LITHIUM POWER STARTTÆKI Byltingarkennd nýjung! Snjalltæki til að bjarga þér ef bíllinn verður rafmagnslaus á bílastæðinu eða úti á vegum. Bjargvættur sem er fyrirferðalítill (420 gr.) og einfaldur í notkun. Startar flestum bensínvélum og diesel vélum upp að 2,0 llítra. Hleður alla síma, ipadinn, fartölvuna og öll tæki með USB tengi. Innbyggt öflugt led ljós. Straumur út: 5v 2A fyrir síma og ipad, 19v 3,5A fyrir fartölvur, startkraftur allt að 400 Amper. Lithium rafhlaðan er 12.000 mAh. Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN BílAr Fréttablaðið 8 5. júlí 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E A -4 7 5 4 1 9 E A -4 6 1 8 1 9 E A -4 4 D C 1 9 E A -4 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.