Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 05.07.2016, Qupperneq 26
Í síðasta mánuði var 24 klukku­ tíma þolaksturskeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr býtum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk öku­ maður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppn­ inni. Þessi mikli hraði var reynd­ ar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chi­ ron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við um keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chi­ ron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum. Bugatti Chiron hraðskreiðari en allir Le Mans bílarnir Bugatti. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjun­ um og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefj­ ist þar, heldur að Skoda vilji ein­ göngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verð­ ur. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir að dísil­ vélasvindl þeirra uppgötvað­ ist. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasam­ stæðunni. Enn fremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auð­ veldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Er Skoda á leið vestur um haf? Skoda Superb. Peugeot 3008 er mikið breyttur bíll og kominn í flokk alvöru jepplinga. Nýr og gerbreyttur Peugeot 3008 er nú orðinn að alvöru jepplingi sem glímt getur við erfiða færð og eru nú 22 sentimetrar undir lægsta punkt hans. Hann er auk þess kominn með nýjan undirvagn, hefur lést um 100 kíló milli kynslóða, en er samt 8 sentimetrum lengri. Bíllinn fellur í flokkinn C-segment crossover. Þetta er önnur kynslóð bílsins og segja má að nýtt útlit hans hafi fyrst verið kynnt á bílasýningunni í París árið 2014 með tilraunabílnum Quartz og hefur 3008 erft margt frá þeim bíl. Bíllinn er nú mun meira fyrir augað og ekki veitir af vegna þeirrar miklu samkeppni sem í þessum bílaflokki er. Þar er að finna bíla eins og Kia Sportage, Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Volkswagen Tiguan, Renault Kadjar og Seat Ateca. Fjarlægð milli öxla hefur aukist um 6,2 cm og bætt aksturshæfni bílsins. Hann er nú miklu rýmri og með meira fótarými aftur í og skottrými hefur aukist um 90 lítra og er 520 lítrar og 1.580 lítrar ef aftursætin eru niðri. Upp lýsingaskjár bílsins er 12,3 tommur og gríðargott hljóðkerfi er í bílnum með 10 hátölurum, subwoofer og alls 515 wött. Peugeot 3008 orðinn alvöru jepplingur VIÐ VILJUM ÓSKA LANDSLIÐINU TIL HAMINGJU MEÐ FRÁBÆRAN ÁRANGUR Á EM2016. FÓTBOLTI HEFUR ALDREI VERIÐ EINS STÓR HÉR Á LANDI, ÞÖKK SÉ STRÁKUNUM OKKAR! nazar.is · 519 2777 IS Frettnabladid 250x380 Football.indd 1 29.06.16 15:01 Bílar Fréttablaðið 12 5. júlí 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E A -5 6 2 4 1 9 E A -5 4 E 8 1 9 E A -5 3 A C 1 9 E A -5 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.