Fréttablaðið - 24.06.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 24.06.2016, Síða 4
AlmAnnAvArnir „Slökkviliðsstjór- inn fór vel yfir þetta með okkur á fundinum og sagði að hann hefði ekki gripið til þessara breytinga án þess að vera fullviss um að öryggi verði tryggt,“ segir Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri, sem er stjórnar- formaður slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu. Nýtt skipulag, sem felst í færri mönnum á vöktum í sumar, var kynnt stjórninni í fyrradag en Fréttablaðið hefur síðustu daga viðrað áhyggjur slökkviliðsmanna vegna manneklu og vanbúnaðs slökkviliðsins. „Stjórnin tekur þessar áhyggjur mjög alvarlega og ákvað því að láta vinna áhættumat á þessu nýja skipulagi,“ segir Dagur, en ekki er á döfinni að auka fjármagn til slökkviliðsins og bendir Dagur á í því samhengi að ekki megi gleyma nýrri stöð sem opnuð var nýlega og að slökkviliðsmönnum hafi fjölgað um fjórtán í fyrra. Slökkviliðið fær ekki meiri peninga Slökkviliðsmenn segja álagið vegna manneklu skapa hættu en stjórnarfor- maðurinn treystir að öryggi sé tryggt. Fréttablaðið/SteFán Heimildarmaður Fréttablaðsins innan slökkviliðsins bendir aftur á móti á að nýju starfsmennirnir hafi rétt svo náð upp í starfsmannaveltu og á sama tíma hafi sjúkraflutn- ingum fjölgað gífurlega. Þá skjóti skökku við að byggja nýja stöð fyrir um milljarð sem hýsi eingöngu tvo menn og það vanti allan búnað þar til að bregðast við eldsvoða. Segir heimildarmaðurinn þetta lýsa vel því óskipulagi sem ríki innan slökkviliðsins. – ebg Stjórnin tekur þessar áhyggjur mjög alvarlega og ákvað því að láta vinna áhættumat á þessu nýja skipulagi. Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri KjArAmál  Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbund- ins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjara- könnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur  rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Fo r sv a r s m e n n S a m b a n d s íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launa- mun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kyn- bundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum  búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugg- lega haft mjög jákvæð áhrif varð- andi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð  um kynbundinn launamun innan sveit- arfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ sam- kvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upp- lýsingum frá starfsmannahaldi. – sg Grafast fyrir um kynbundinn launamun innan sveitarfélaganna BretlAnd Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgj- andi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgj- andi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sér- fræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðar- sinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhalds- flokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið  fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðana- kannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert. Blaðamaður Fréttablaðsins í Lund- únum sagði litla sem enga hátíðar- stemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamað- ur náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskiln- aði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evr- ópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármála- markaðir hafa sveiflast eftir skoð- anakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hag- kerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálf- stæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun.  Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í fram- tíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo ára- tugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrir- sögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélags- miðlum áhyggjum af því að kosn- ingasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardi- an. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún. thorgnyr@frettabla- did.is, kristjanabjorg@frettabladid.is Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Kosið var um Brexit í gær. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, gerði frekar ráð fyrir ósigri. Mikil rigning hafði áhrif á framkvæmd kosninganna og nokkrir kjósendur lýstu yfir áhyggjum sínum af kosningasvindli. tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. nOrdicpHOtOS/aFp Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni. Nigel Farage, for- maður Sjálfstæðis- flokks Bretlands Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna Inga Rún Ólafs- dóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga jApAn Veruleg ógn stafar af Norður- Kóreumönnum. Þetta er mat Gen Nakatani, varnarmálaráðherra Japans. Norður-Kóreumenn skutu í gær á loft tveimur eldflaugum með nokkurra klukkustunda millibili og náði sú seinni að fljúga um 400 kíló- metra í um þúsund kílómetra hæð. „Þessar eldflaugar eru veruleg ógn við öryggi Japans,“ sagði Nakatani á blaðamannafundi í gær. Hershöfðingjaráð Suður-Kóreu- manna sendi út yfirlýsingu í gær þar sem Suður-Kórea og Bandaríkin eru sögð starfa að greiningu á seinni eldflauginni og því hvort skotið geti talist vel heppnað. Ef það væri raunin teldust það góðar fréttir fyrir Norður- Kóreumenn sem hafa klúðrað fjórum skotum undanfarna mánuði. Samkvæmt Marshall-stofnun- inni ættu langdrægustu eldflaugar Norður-Kóreumanna, Taepodong 2, að geta flogið um 8.000 kílómetra og myndu þá ná alla leið til Íslands. – þea Japanar vara við Norður– Kóreumönnum viðsKipti Stjórnir Sameinaða líf- eyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja formlegt samrunaferli með það að markmiði að bera sameiningu sjóðanna undir atkvæði á aukaársfundum í haust. Stjórnir beggja sjóða staðfestu þetta í dag í ljósi niðurstöðu könnunar- viðræðna sem hófust í maí. Framundan er að staðfesta trygg- ingafræðilegar forsendur, fara yfir eignir og eignamat og gera áreiðan- leikakönnun hjá báðum sjóðum. Þá þarf að samþætta samþykktir sjóðanna og fjalla um ýmsa aðra þætti. – jhh Sameinaði og Stafir sameinast Langdrægustu eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð til Íslands. 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö s t U d A G U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D 1 -F B 5 0 1 9 D 1 -F A 1 4 1 9 D 1 -F 8 D 8 1 9 D 1 -F 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.