Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 22

Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 22
 Ég hef verið að semja mjög háværa tónlist undanfarið svo þetta verður kær- komin hvíld fyrir mig, ekki síður en áheyrendur Sacha Bernardson Þeir sem sjá fram á að fara yfir um af spennu á kosninganótt geta leit- að skjóls í Listastofunni á Hring- braut 119 þar sem tónlistarmað- urinn Sacha Bernard son stendur fyrir viðburði sem hann kallar „Music to sleep to“ þar sem hann hyggst bjóða gestum og gangandi að leggja sig og jafnvel sofa alla nóttina við róandi tóna. Sacha er frá Bayonne í Suðvestur-Frakk- landi en verður í Reykjavík í sjö mánuði til að sinna list sinni. Hann lætur vel af dvöl sinni hér en lætur truflast af björtu nóttunum. „Ég sakna stjarn- anna og tunglsins. Veturinn er í meira uppáhaldi hjá mér, þegar allur dagurinn er eins og ein löng morgun stund og himinn- inn er á litinn eins og perlumóðir.“ Hann segir loftslagið á heimaslóð- um hans vera svipað allan ársins hring. „Ég er ekki vanur árstíðum og finnst þetta beina samband við veðrið heillandi. Svo þoli ég ekki of mikinn hita svo Ísland hentar mér mjög vel.“ Sacha hefur alltaf samið tónlist og alltaf tengt hana því sjónræna. „Ég er líka graf- ískur hönnuður og finnst gaman að blanda þessu tvennu saman og vinn helst með hljóð úr umhverf- inu og röddina í mér sem ég blanda saman í tölvu. Fyrir mér er tónlist samspil milli flytjenda og áhorf- enda og ég velti mikið fyrir mér hvernig ég get fengið áheyrendur til að sýna viðbrögð.“ Tónlist til að sofna út frá eða Music to fall asleep to er lokakafl- inn í þriggja daga tónlistarviðburði sem hófst í gær með fyrirlestri þar sem Sacha kynnti tónlistarsköp- un sína og aðferðir. Í kvöld eru svo tónleikar þar sem hann leikur með hljómsveitinni The Mermaids eða Hafmeyjunum en hana skipa Sunna Friðjónsdóttir, Dagný Lilja Snorradóttir, Martina Kašparová og Camilla Fièvre D’Archer. Tón- leikarnir hefjast klukkan sjö og verður órafmögnuð tónlist fyrst á dagskrá en skipt yfir í raftón- list klukkan níu. Flutt verður tón- list af væntanlegri plötu Sacha sem heitir Rockall en áður hefur hann sent frá sér sex plötur auk þess að semja tónlist við kvikmyndir og ýmsa listræna viðburði. Á laugardagskvöldið lofar Sacha afslappaðri stemmingu. Gestum er boðið að hreiðra um sig í sýningarrýminu þar sem hátölur- um hefur verið komið fyrir á víð og dreif. Á hálftíma fresti breyt- ist tónlistin og þannig langar lista- manninn að búa til stemmingu sem er í senn dáleiðandi og heil- andi. Gestum býðst að blanda sér í hljóðheiminn með því að leika á ásláttar hljóðfæri eða spinna með rödd en allt þarf að sjálfsögðu að vera í lágstemmdara lagi. „Ég hef verið að semja mjög háværa tónlist með miklum og sterkum áslætti og stórum kórum undanfarið svo þetta verður kærkomin hvíld fyrir mig, ekki síður en áheyrendur,“ segir Sacha að lokum. Viðburðurinn hefst klukkan tíu annað kvöld og stendur til sex í á sunnudagsmorgun. Áhugasömum er bent á að koma með svefnpoka en dýnur og koddar verða á staðn- um. brynhildur@365.is LúLLað við Ljúfa tóna í Listastofu Tónlistarmaðurinn Sacha Bernardson býður gestum og gangandi í rólegt og afslappað náttfatapartí aðfaranótt sunnudags. Sacha Bernardson frá Suður-Frakklandi býður Íslendingum að slaka á við undirleik ljúfra tóna enda ekki vanþörf á fyrir átök mánudagsins. Mynd/Anton Brink Ótrúlega góður og sumarlegur kjúklingur í satay-sósu beint af grillinu. Mjög góður réttur með salati og léttur í maga. Það er auð- velt að gera sína eigin satay-sósu eða öllu heldur hnetusósu. Þegar kjúklingurinn er eldaður má taka hann af spjótunum og setja í heitt flatbrauð, líkt og naan-brauð. Síðan er sósu bætt við, límónu- safa og góðu salati. Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra. 4 kjúklingabringur Satay-sósa (hnetusósa) 1 ¼ dl hnetusmjör 2 msk. sítrónusafi 2 msk. hunang 2 msk. sojasósa ¼ tsk. chili-sósa 1 tsk. cumin (ekki kúmen) 1 tsk. þurrkað kóríander Skerið kjúklingabringurnar í strimla eftir endilöngu. Leggið tré- pinna í kalt vatn í 30 mínútur. Blandið öllu sem á að fara í hnetu- sósa saman og penslið kjúklinga- strimlana með sósunni. Geymið hluta hennar. Grillið kjötið í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Með þessu er hægt að hafa hrís- grjón eða brauð, hnetusósu og sterka chili-sósu. flatbrauð Það er frábært að setja grillaðan kjúkling í heitt flatbrauð, líkt og tortilla-brauð. Einfalt er að gera slíkt brauð. 200 g hveiti ¼ salt 100 ml volgt vatn 2 msk. olía Setjið hveiti, olíu og salt í stóra skál. Bætið vatni saman við smátt og smátt á meðan deigið er hnoð- að. Ef deigið er of blautt er meira hveiti bætt saman við. Látið deig- ið hvíla í hálftíma áður en því er skipt niður í litla hluta og flatt út. Uppskriftin er fjögur stór flat- brauð. Setjið olíu á pönnu og steik- ið brauðið þar til það lyftir sér og brúnast. Um það bil tvær mínútur. Einnig má steikja brauðið á útigrill- inu. Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu á meðan það er heitt. KjúKlingur í hnetusósu Ljúffengur kjúklingur í hnetusósu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D 2 -0 0 4 0 1 9 D 1 -F F 0 4 1 9 D 1 -F D C 8 1 9 D 1 -F C 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.