Fréttablaðið - 24.06.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 24.06.2016, Síða 24
Fjölskyldupitsa pitsudeig 2 ½ dl volgt vatn 25 g þurrger 2 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 350-400 g brauðhveiti Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivél- arskál. Þið getið auðvitað hnoð- að deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4-6 mínútur. Deigið er til- búið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélarskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukku- stund. tillögur að áleggi: Hakkaðir tómatar eða pitsusósa Rifinn ostur Ananas Skinka Hráskinka Rjómaostur Sveppir Bananar Salt og pipar Klettasalat Skerið hráefnið niður í litla bita, það fer eftir smekk hvers og eins hvað fer ofan á pitsuna. Gaman er að bera áleggið fram í litlum skálum og leyfa hverjum og einum að setja á sinn helming. Bakið pitsuna í 8-10 mínútur við 220°C eða þar til osturinn er gull- inbrúnn. Besta skúFFukakan 1 bolli = 2,5 dl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar Ab-mjólk 1 bolli olía 5-6 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hell- ið deiginu í bökunarform eða ofn- skúffu. Bakið við 175°C í 20 mín- útur. Mikilvægt að fylgjast með og stinga gaffli í kökuna til þess að at- huga hvort hún sé tilbúin, pass- ið ykkur á því að baka ekki of lengi. Kælið kökuna smávegis áður en þið setjið á hana kremið. súkkulaðikrem 230 g smjör 500 g flórsykur 150 g súkkulaði, brætt 3 msk. kakó 1 egg 2 tsk. vanilludropar 1-2 msk. uppáhellt kaffi Þeytið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður létt og ljós, bræðið súkkulaði og bætið saman við. Þeytið áfram og bætið hinum hráefnunum saman við, bragðbætið með vanillu og ef til vill kaffi. Þegar kremið er orðið silkimjúkt þá er það tilbúið. Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og öðru skrauti. lamBaspjót með kóríandersósu 600 g lambalundir Grillspjót 2-3 msk. ólífuolía 2 msk. smátt saxaður kóríander 2 hvítlauksrif 1 msk. smátt saxaður chili Leggið grillspjótin í kalt vatn í að minnsta kosti hálftíma áður en þið notið þau. Saxið niður kóríander, hvítlauk og chili og blandið saman við olíu. Kryddið til með salti og pipar. Legg- ið kjötið í marineringuna, best í 2-3 klst. Þræðið kjötið upp á grillpinna og grillið eða steikið á pönnu í 3-4 mín- útur á hvorri hlið. Berið fram með æðislegri jógúrt- sósu. jógúrtsósa með kóríander 1 dós grískt jógúrt Handfylli kóríander ½ rauður chili Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar 1 hvítlauksrif Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Gott er að kæla sósuna í um það bil hálf- tíma áður en þið berið hana fram. uppskriFt að Fullkominni helgi Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir og ungu aðstoðarkokkarnir hennar í þáttunum Það er leikur að læra, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfruðu fram þrjá frábæra rétti sem gaman væri að gera um helgina. Fjölskyldupítsan getur verið mjög fjölbreytt. Girnileg lambaspjót með kóríandersósu.Skúffukakan er góður endapunktur á flottri máltíð. Matargleði Evu Laufeyjar Hermannsdóttur 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D 1 -E C 8 0 1 9 D 1 -E B 4 4 1 9 D 1 -E A 0 8 1 9 D 1 -E 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.