Fréttablaðið - 24.06.2016, Qupperneq 32
Fótbolti Það var ekki lítill þáttur
sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri
Íslands á Austurríki þegar liðin
mættust á þjóðarleikvangi Frakka,
Stade de France, á miðvikudags-
kvöldið.
Íslenska þjóðin sameinaðist í
siguröskri á fjórðu mínútu upp-
bótartíma leiksins þegar Arnór
Ingvi Traustason náði að koma
boltanum í netið eftir sendingu
Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir
voru varamenn í leiknum, rétt eins
og Sverrir Ingi Ingason.
Þjálfararnir Lars Lagerbäck og
Heimir Hallgrímsson ákváðu því
að stóla á unga og fríska fætur í
þessum aðstæðum. Aðrir kostir
voru til að mynda reynsluboltarnir
Eiður Smári Guðjohnsen og Emil
Hallfreðsson sem komu báðir inn á
í leiknum gegn Ungverjalandi.
Hrikalega stoltir
„Við erum hrikalega stoltir af þessum
strákum,“ sagði Heimir Hallgríms-
son við Fréttablaðið í gær og átti þá
við alla leikmenn íslenska landsliðs-
hópsins. Hann lofaði hugar far leik-
mannanna, sem sást best á þeim
þremur sem komu inn á.
„Þeir voru „kúl“ og
kraftmiklir. Við þurft-
um ferska fætur inn á
þessum tíma. Svo var
sterkt að fá Sverri Inga
þarna inn í teiginn þegar
Austur ríki var byrjað að
dæla boltum þar inn.
Hann kom með mikil-
væga skalla í burtu. Við
erum mjög ánægðir
með þá og allan hóp-
inn.“
Báðir jafn þreyttir
Þreytumerkin voru
augljós á íslenska liðinu
enda hefur byrjunar lið
Íslands verið eins alla
keppnina hingað til og
svo sem ekki útlit fyrir að
það muni endilega breytast
fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða
úrslitunum á mánudag.
„Þeir sem komu inn á í leiknum
í gær komu inn með kraft og voru
klókir. Ég verð að hrósa öllum leik-
mönnunum, þeir vörðust vel allan
leikinn og tóku vel á því frá fyrstu
mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði
Lagerbäck í gær.
Sóknarmennirnir Jón Daði Böðv-
arsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru
báðir af velli í leiknum. Lagerbäck
sagði að Jón Daði hefði
farið fyrr af velli til
að halda Kolbeini
inn á eins lengi og
mögulegt er.
„Kolbeinn er
mjög mikilvægur
í að verjast föstum
l e i kat r i ð u m því
hann getur unnið
skallaeinvígin. En
þetta var 50-50 ákvörð-
un því þeir voru báðir jafn
þreyttir,“ sagði Lagerbäck og
brosti.
Fyrstu mótsleikirnir
Það má sjá hér til hliðar
hversu góð áhrif vara-
mennirnir þrír höfðu á
leik íslenska liðsins eftir
innkomu þeirra. Þeir voru
aðeins búnir að spila í samtals
fjórar mínútur og 53 sekúndur
áður en það kom að leiknum á
Stade de France en þess ber
einnig að geta að Arnór
Ingvi og Sverrir
Ingi voru að
spila sína fyrstu
mótsleiki. Þeir
höfðu aðeins
áður komið við
sögu í vináttu-
landsleikjum.
En þeir sýndu
að þeir geta vel
staðist álagið sem
fylgir því að spila
á stóra sviðinu og
það gæti reynst
dýrmætt í leikn-
um mikil væga
gegn Englandi
í Nice á mánu-
dag.
Í dag
19.05 Haukar - Keflavík Sport 2
19.30 Breiðablik - Valur Sport
22.00 Pepsi-mörkin Sport
19.15 Víking. R. - Víking. Ó. Víkin
19.15 FH - Fylkir Kaplakrikav.
20.00 Breiðablik - Valur Kópavog.
20.00 Þróttur R. - Fjölnir Þróttarav.
Búinn að horfa á sigur-
markið í lýsingu @Gummi-
Ben 20x í dag. Það fram-
kallar ennþá bros og nokkur
tár.
Teitur Örlygsson
@teitur11
EM2016
http://www.seeklogo.net
Eiríkur Stefán Ásgeirsson
eirikur@365.is
Arnór Ingvi
Traustason
fagnar hér
sigurmarki
sínu á móti
Austurríki
sem kom
eftir 14
mínútna leik
í hans fyrsta
leik á Evrópu-
móti.
Kraftur úr óvæntri átt
Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu
fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá „kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af.
✿ Varamenn íslenska landsliðsins í sigrinum á Austurríki
KoM inn á 71. Mínútu
Theódór Elmar
Bjarnason
LéK í
23:33
mínúTuR4:53
16 sinnum með boltann
Vann tæklingar 2|3
3 heppnaðar hreinsanir
Heppnaðar sendingar 5|7
Stoðsending fyrir sigurmark
mínútur á Em
fyrir leikinn
Arnór Ingvi
Traustason
KoM inn á 80. Mínútu
LéK í
14:28
mínúTuR0:00
12 sinnum með boltann
2 heppnaðar hreinsanir
Heppnaðar sendingar 3|4
Sigurmark
mínútur á Em
fyrir leikinn
Sverrir Ingi
Ingason
KoM inn á 86. Mínútu
4 sinnum með boltann
3 heppnaðar hreinsanir
Fór í 3 skallaeinvígi
LéK í
08:03
mínúTuR0:00
mínútur á Em
fyrir leikinn
FRéTTABLAðIð/SILjA
STráKArNIr SpILA Í METz oG
GáTU VErIð óHEppNArI
Íslenska karlalandsliðið í hand-
bolta verður í B-riðli á Heims-
meistaramótinu í Frakklandi í
janúar en dregið var í riðlana í gær.
Íslenska liðið hefði getað verið
óheppnara með riðil en hann
er engu að síður mjög krefjandi.
Ísland er með Spáni, Slóveníu og
Makedóníu í riðli en einnig Afríku-
þjóðunum Túnis og Angóla. riðill
Íslands verður spilaður í Metz sem
er borg í Norður-Frakklandi við
landamæri Lúxemborgar.
Frakkar völdu sér erfiðan riðil og
spila ekki í parís heldur í Nantes.
Þeir eru með póllandi, rússlandi
og Noregi í riðli. Guð-
mundur Guðmundsson
og lærisveinar hans í
danska lands-
liðinu eru í riðli
með Katar,
Svíþjóð og
Egyptalandi
en þeir
spila í parís.
Síðasti
riðillinn þar
sem eru lið eins
og Þýskaland,
Ungverjaland og
Króatía fer síðan
fram í rouen.
ÍSLENDINGAr Fá AðEINS ÞrJú
ÞúSUND MIðA á LEIKINN
Það verða miklu fleiri Englend-
ingar en Íslendingar á leik Íslands
og Englands í sextán liða úrslitum
Evrópumótsins í fótbolta í Frakk-
landi á mánudaginn. Íslendingar fá
aðeins þrjú þúsund miða á leikinn
en völlurinn tekur tæplega 36
þúsund manns í sæti. Íslendingar
fengu því aðeins átta prósent af
miðum í boði.
Pepsi-deild karla í fótbolta
Stjarnan - íBV 1-0
1-0 Arnar Már Björgvinsson (29.).
Stjörnumenn höfðu ekki unnið deildarleik
síðan 12. maí og aðeins fengið tvö stig út
úr fjórum síðustu leikjum. Fengu þrjú stig
en líka tvö rauð spjöld því Rúnar Páll Sig-
mundsson var rekinn upp í stúku og Guð-
jón Baldvinsson fékk beint rautt spjald.
KR - íA 1-2
1-0 Kennie Knak Chopart (53.), 1-1 Garðar
Gunnlaugsson, víti (83.), 1-2 Garðar (90.+3).
Þetta var fimmta tap KR-liðsins í síðustu
sex leikjum í deild og bikar. Fyrsti deildar-
sigur Skagamanna síðan 12. maí.
Efst
FH 17
Fjölnir 16
Breiðablik 15
Stjarnan 14
Víkingur Ó. 14
ÍBV 13
neðst
Valur 10
KR 9
Víkingur R. 8
ÍA 7
Þróttur 7
Fylkir 2
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S t u D A G u R20 S P o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
sport
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
2
-1
4
0
0
1
9
D
2
-1
2
C
4
1
9
D
2
-1
1
8
8
1
9
D
2
-1
0
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K