Fréttablaðið - 24.06.2016, Page 38

Fréttablaðið - 24.06.2016, Page 38
viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir lista- maðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlits- lausra stórfyrirtækja eða eineltis- hópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýn- ingarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar. Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð  alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dóm- nefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyja- tvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til að taka þátt,“ segir Egill. „Þetta er spes verk- efni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að fram- lagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í frétta- tilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mán- uðum sem langaði til að verða listamenn.  „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég  var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýn- ingu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíær- inginn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og eng- inn skilur neitt.  Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyja- tvíæringnum verða tröllvaxnasta Varð alveg hoppandi og skoppandi glaður Egill Sæbjörnsson listamaður hefur verið valinn fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2017. Hann segir kynni sín af nokkrum tröllum hafa aukið sér ásmegin og orðið sá innblástur sem til þurfti. TónlisT Kammertónleikar HHHHH norðurljós í Hörpu laugardaginn 18. júní Verk eftir Ives, Cage, Bartók og Crumb. Flytjendur: Jerome Lowen­ thal, Ursula Oppens, Bjarni Frímann Bjarnason, Anna Guðný Guðmunds­ dóttir, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Bandaríska tónskáldið Charles Ives samdi þrjú sérkennileg verk fyrir tvö píanó þar sem kvarttónar koma við sögu. Fyrir þá sem ekki vita þá er bilið á milli tveggja nótna á hljómborði hlið við hlið kallað hálftónsbil. En ef það væri önnur nóta á milli nótnanna tveggja, þá væri það kvarttónsbil. Í þessum þremur verkum Ives er annað píanóið stillt kvarttóni fyrir neðan hitt. Þegar spilað er á bæði hljóðfærin í einu er samhljómurinn á milli þeirra rammfalskur. Í tónlistinni er hið falska þó sá litur sem allt snýst um, tungumál tónskáldsins. Venju- lega þykir falskt píanó hljóma illa, en hér er ljótleikinn notaður til að búa til stórbrotna fegurð. Verkin þrjú voru upphafsatriði tón- leika Reykjavík Midsummer Music hátíðarinnar á laugardagskvöldið í Norðurljósum í Hörpu. Ursula Oppens og Jerome Lowenthal léku á flyglana. Spilamennskan var hár- nákvæm og litrík, samhljómurinn skemmtilega annarlegur. Til gamans má geta að eiginkona Ives hét Harmony, sem þýðir sam- hljómur! Næst á dagskrá var stutt kvikmynd um myndhöggvarann Alexander Calder, sem varð frægur fyrir að búa til gríðarlega flókna óróa. Bjarni Frí- mann Bjarnason lék á svokallað „prepared“ píanó undir myndinni. Það þýðir að alls konar dót hafði verið sett á strengina; skrúfur, gúmmí- hringir og reglustikur. Tónlistin var eftir John Cage, hún var draumkennd og tímalaus. Bjarni Frímann spilaði hana af vandvirkni og næmleika sem notalegt var að upplifa. Síðast fyrir hlé var Out of Doors fyrir píanó eftir Béla Bartók. Þar er innblásturinn fenginn frá alls konar náttúruhljóðum, þar á meðal skor- dýrum. Tónlistin er yfirleitt dularfull. Síðasti kaflinn er þó miklu úthverfari, hann er sérdeilis glæsilegur, gífurlega hraður og spennandi. Jerome Lowen- thal lék á píanóið. Hann gerði það af öryggi, spilamennskan var fáguð og margbreytileg. Fjórði kaflinn, Nætur- tónlist, var t.d. skemmtilega spúkí. Helst mátti finna að síðasta kafl- anum, sem var heldur loðinn, hann hefði að ósekju mátt vera meitlaðri og snarpari. Að lokum var leikið magnað verk eftir George Crumb, Makrokosmos III: Music For a Summer Evening. Það var flutt af píanóleikurunum Ursulu Oppens og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, einnig slagverks- leikurunum Steef van Oosterhout og Pétri Grétarssyni. Þetta er ákaflega margbrotin tónlist, allt frá gríðarlega afstrakt tónarunum og hljómum yfir í ofureinfalt stef sem er endurtekið í sífellu. Erfitt er að segja um hvað hún fjallar, en hún hefur á sér frumspeki- legt yfirbragð þar sem goðsagnir og trans koma við sögu. Flutningurinn var meistaralegur. Píanóleikurinn var í senn áleitinn og blæbrigðaríkur, slagverkið ótrúlega fjölskrúðugt. Tónlistin var tilfinninga- þrungið ferðalag frá myrkri yfir í ljós, óróa yfir í frið, sorg yfir í gleði – og það var einhvern veginn allt þar á milli. Þetta var stórfengleg upplifun sem lengi verður í minnum höfð. Jónas Sen niðursTaða: Skemmtilegir tón­ leikar þar sem meðal annars var sýnd óvanaleg hlið á píanóinu. Rammfalskt en fagurt Hundrað tuttugu og EinS árS HátÍð Feneyjatvíæringurinn (eða Tvíæringurinn í Feneyjum) er umfangsmikil alþjóðleg myndlistarsýning helguð samtímalist sem er haldin annað hvert ár (oddatöluár) í Feneyjum. Tengd hátíðinni eru líka Kvikmyndahátíðin í Feneyjum og Sýning byggingarlistar í Feneyjum (Mostra di Architettura di Venezia). Tvíæringurinn hefur verið haldinn frá 1895. Af Wikipediu „Bjarni Frímann spilaði af vandvirkni og næmleika sem notalegt var að upplifa,“ segir í dómnum. FréttaBlaðIð/SteFán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is egill er grallaralegur þegar hann segir frá tröllunum. enda segir í áliti fagráðsins sem valdi hann á Feneyjatvíæringinn: „Uppátækjasemi og skopskyn einkenna verk egils.“ FréttaBlaðIð/anton BrInk 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö s T u D a G u r26 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D 1 -E 7 9 0 1 9 D 1 -E 6 5 4 1 9 D 1 -E 5 1 8 1 9 D 1 -E 3 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.