Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 1

Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 4 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 6 . j ú n Í 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Þorvaldur Gylfason um forsetann og stjórnarskrána. 16 Menning Reykjavík Midsummer Music, tónlistarhátíð Víkings Heiðars, hefst í dag. 30 lÍFið Söngkonan Hildur sendir frá sér myndband í anda sögunn­ ar Palli var einn í heiminum. 40 plús 2 sérblöð l Fólk   *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD LEIKUR SMÁRALINDAR EM 2016 Giskaðu á úrslitin í leikjum Íslands og þú gætir unnið 20.000 kr. gjafakort stjórnsýsla Um það bil átta af hverj­ um tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með raf­ rænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niður­ stöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing­ maður Pírata, segir rafrænar kosn­ ingar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðar­ atkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir hann. Helgi segir að með rafrænum kosn­ ingum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi. Hefðbundna leiðin sé þó alls ekki gallalaus. „Ein­ falt dæmi sem varðar kosningaleynd í inter netkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður.“ Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnar­ stiginu annars vegar og svo í flóknari málum eins og alþingiskosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu hins vegar. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvert forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvert rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félaga­ samtökum. „Við gerum þetta og Sam­ fylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilrauna­ ákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráð­ herra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúa­ kosningar samkvæmt lögum, að hafa kosningar rafrænar. Á grundvelli þess­ ara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúa­ kosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudags­ kvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svar­ hlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. jonhakon@frettabladid.is Flestir myndu kjósa rafrænt Stærstur hluti þeirra sem afstöðu taka í nýrri könn- un segist myndu kjósa forseta Íslands rafrænt, væri gefinn kostur á því. Þingmaður Pírata segir slíkar kosningar hins vegar flóknara mál en virðist í fyrstu. Þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata 18–49 ára 88,2% 11,8% 50 ára og eldri 67,7% 32,3% 79,7% 20,3% n Já n Nei ✿ Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? lÍFið Hafsteinn Gunnar Sigurðs- son leikstjóri leitar nú að tré sem kemur til með að leika eitt af aðal- hlutverkunum í nýjustu kvikmynd hans, Undir trénu. Auk trésins koma Steindi Jr., Edda Björgvins- dóttir og Sigurður Sigurjónsson til með að taka sér hlutverk. „Helst viljum við garða- hlyn eða silfurreyni, en þó koma allar tegund- ir til greina, þ.e.a.s. ef tréð hefur rétt útlit. Í grunninn erum við að leita að krúnumiklu tré,“ segir Hafsteinn Gunnar. – gjs / sjá síðu 42 Leitar garða á milli að tré í aðalhlutverk Leggja í hann Götuhjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í gær þegar keppendur lögðu af stað frá Egilshöll. Hjólaðir verða 1.358 kílómetrar, hringinn í kringum Ísland, og fer keppnin fram í boðsveitarformi. Keppni ein- staklinga hófst hins vegar í fyrradag. Keppnin hefur verið haldin árlega frá 2012. Fréttablaðið/SteFán sport Birkir Bjarna­ son, sem skoraði gegn Portúgal, er sagður fyrir­ mynd annarra í liði Íslands. 22 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 0 -C 7 1 0 1 9 C 0 -C 5 D 4 1 9 C 0 -C 4 9 8 1 9 C 0 -C 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.