Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 2
Frá kr.
66.895
COSTA DEL SOL
20. júní í 10 nætur
Netverð á mann frá kr. 66.895 m.v. 2 fullorðna og
1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v.
2 fullorðna í stúdíó.
Aguamarina
Aparthotel
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Allt að
56.000 kr.
afsláttur á mann
Veður
Hæg suðlæg átt í dag og skúrir víða um
land sem þýðir að það mun sjást eitt-
hvað í sólina á milli þess sem gróður-
inn er vökvaður. Sjá Síðu 28
Fyrsti dagur Secret Solstice Undirbúningur hefur gengið vel fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem hefst í dag í Laugardal, en hátíðin er nú
haldin í þriðja sinn. Alls troða 177 listamenn upp á hátíðinni og búist er við hátt í fimmtán þúsund gestum. Fréttablaðið/SteFán
Frakkland Íslendingar stóðu sig
ekki einvörðungu frábærlega innan
vallar þegar íslenska landsliðið
gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í
fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi,
heldur var hegðun fjölmargra
stuðningsmanna Íslands í Saint-
Étienne í fyrradag til fyrirmyndar.
Þetta segir Víðir Reynisson,
öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið
sem ræddi við hann í Annecy, bæki-
stöðvum íslenska liðsins, í gær.
„Það var ótrúlegt að horfa á þá
meðan á leiknum stóð en ekki var
síðra að ræða við þá sem sjá um
öryggismál á vellinum. Yfirmaður-
inn í Saint-Étienne var í skýjunum
yfir framferði íslensku stuðnings-
mannanna,“ segir Víðir en reikna
má með að minnst sjö þúsund
stuðningsmenn Íslands hafi verið
á leiknum.
„Þeir voru ekki bara háværir og
hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir
til sóma. Við fengum líka frábærar
umsagnir um þá frá þeim sem sjá
um opnu stuðningsmannasvæðin
(e. fan zone). Ég er því stoltur
Íslendingur í dag.“
Víðir segir að hann hafi enga til-
kynningu fengið um mál sem hafi
komið upp í tengslum við íslenska
áhorfendur í Saint-Étienne. Fjöl-
margir stuðningsmenn lögðu leið
sína í miðbæ borgarinnar strax um
hádegisbilið og nutu blíðunnar þar
til þeir héldu á leikvanginn undir
kvöldið.
„Það getur vel verið að einhver
mál hafi komið upp sem ég hef ekki
heyrt um. En það eru engin stórmál
í gangi og allir þeir öryggisaðilar
sem við erum í samskiptum við eru
mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir
við að stuðningsmenn Portúgals
hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar.
„Það var enginn aðskilnaður á
milli stuðningsmanna í stúkunni.
Portúgalar voru í okkar hópi og
öfugt. En það komu engin vanda-
mál upp, sem er meiriháttar. Það
virtist öllum vel til vina.“
Ísland á næsta leik sinn á laugar-
dag, gegn Ungverjalandi í Mar-
seille. Þar létu rússneskar og enskar
fótboltabullur öllum illum látum
fyrir leik liðanna um síðustu helgi.
Víðir segir að sú uppákoma muni
ekki hafa áhrif.
„Allt sem snýr að Íslandi liggur
ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir
þá ferð hefst í dag [í gær] og leik-
menn í liðinu munu þá fá allar
upplýsingar um hvernig málum
verði háttað. Við eigum ekki von á
að neitt sem gerðist í Marseille um
helgina hafi áhrif á það sem við
munum gera, hvorki fyrir leikmenn
né stuðningsmenn.“
eirikur@frettabladid.is
Íslendingarnir sagðir
vera til fyrirmyndar
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, var í skýjunum yfir hegðun stuðnings-
manna íslenska liðsins á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrrakvöld.
Veit ekki til að lögregla hafi þurft að hafa nokkur afskipti af Íslendingum.
landsliðsmaðurinn birkir bjarnason með íslenska áhangendur í baksýn að loknum
leik Íslands og Portúgals á eM í fótbolta. Fréttablaðið/VilhelM
Portúgalar voru í
okkar hópi og öfugt.
En það komu engin vanda-
mál upp, sem er
meiriháttar.
Það virtist
öllum vel til
vina.
Víðir Reynisson,
öryggisfulltrúi KSÍ
alþingi Samkvæmt drögum að
frumvarpi til breytinga á manna-
nafnalöggjöfinni verður núverandi
mannanafnanefnd lögð af og engar
takmarkanir verða á notkun ættar-
nafna hér á landi.
Drögin gjörbreyta löggjöfinni
með róttækum hætti en þau voru
birt af innanríkisráðuneytinu í
gær. Ráðuneytið óskar nú eftir
rökstuddum tillögum eða athuga-
semdum um þau.
Í drögunum kemur einnig fram
að felld verða á brott ákvæði um að
eiginnöfn skuli fallbeygjast og sam-
ræmast íslenskri málfræði, um að
nöfn skuli fylgja líffræðilegu kyni og
um takmarkanir á notkun erlendra
nafna. Verði drögin samþykkt verða
einu kröfurnar sem gerðar yrðu til
eiginnafna þær að þau skuli vera
nafnorð, auðkennd með stórum
upphafsstaf og án greinis.
Guðrún Kvaran, formaður
Íslenskrar málnefndar, segir for-
dæmi nágrannalanda okkar sýna að
verði lögin um ættarnöfn afnumin
muni íslenska föðurnafnakerfið
leggjast af.
Grunnhugsunin að baki frum-
varpinu er sú að réttur einstak-
lingsins til að ráða eigin nafni og
barna sinna sé ríkari en hagsmunir
samfélagsins til að takmarka þann
rétt. Rekja má aðdraganda draganna
til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 2013 þar sem dómurinn komst
að þeirri niðurstöðu að rétturinn til
nafns falli undir friðhelgi einkalífs
og skuli ekki takmarkast með lögum
nema brýna nauðsyn beri til. – þv
Leggja til
gjörbreytt
manna–
nafnalög
Guðrún Kvaran,
prófessor og for-
maður Íslenskrar
málnefndar
SviSS Starfsmaður tölvudeildar
panamísku lögfræðistofunnar
Moss ack Fonseca hefur verið hand-
tekinn í Sviss. Maðurinn er grun-
aður um að hafa lekið yfir ellefu
milljónum leyniskjala úr gagna-
grunni stofunnar og sakar lögfræði-
stofan starfsmann sinn um þjófnað
og trúnaðarbrot.
Talið er að hann hafi lekið gögn-
unum frá Genf, höfuðborg Sviss, en
hann hafði aðgang að öllum skjöl-
um stofunnar frá skrifstofu sinni.
Gerð var húsleit á skrifstofum
Mossack Fonseca í Genf og lagði
svissneska lögreglan hald á tölvu-
búnað. Maðurinn neitar öllum
ásökunum.
Hinum svokölluðu Panama-
skjölum var lekið til þýska blaðsins
Süddeutsche Zeitung og er um að
ræða stærsta gagnaleka til fjölmiðla
frá upphafi. Í gögnunum er að finna
upplýsingar um eignir fjölmargra
einstaklinga í aflandsfélögum. – þv
Handtekinn
vegna lekans
Hátíðin undirbúin
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M T u d a g u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
0
-C
C
0
0
1
9
C
0
-C
A
C
4
1
9
C
0
-C
9
8
8
1
9
C
0
-C
8
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K