Fréttablaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 23
fólk kynningarblað „Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt. Þetta er mitt áhuga- mál. Mér telst til að ég hafi saum- að sjö búninga og prjónað búning á einn lítinn,“ segir Katrín Guð- bjartsdóttir, leikskóla- og textíl- kennari. Katrín er mikil áhuga- manneskja um íslenska þjóðbún- inga og fékk sinn fyrsta búning sem barn, og á hann enn. „Amma mín var alltaf í upphlut og þá var saumaður á mig upp- hlutur þegar ég var um sex ára. Ég hef alltaf haft áhuga á þessu. Þegar kristnitökuhátíðin var árið 2000 varð mikil vakning í þjóð- búningasaumi og ég saumaði minn fyrsta búning um það leyti, peysu- föt. Þá saumaði ég einnig upphlut og barnabúning og lagfærði bún- inginn sem ég átti sem barn. Fyrir tveimur árum saumaði ég herra- búning á manninn minn. Ég byrj- aði svo á faldbúningi á sjálfa mig árið 2004 og hef unnið í honum í rólegheitunum. Þegar dætur mínar fermdust, önnur árið 2005 og hin árið 2007, saumaði ég á þær upphluti sem þær nota enn í dag,“ segir Katrín. Búningana hefur hún saumað undir handleiðslu Guðrúnar Hild- ar Rosenkjær og Ásmundar Krist- jánssonar í Annríki, utan þess fyrsta sem hún saumaði hjá Heim- ilisiðnaðarskólanum. „Þetta er heilmikil vinna og tekur sinn tíma. Á námskeiðinu í vetur var ég að vinna faldbúnings- treyjuna og tók 40 tíma að prjóna ermarnar.“ Þjóðbúningar eru þó ekki það eina sem Katrín saumar en hvers konar handavinna leikur í höndun- um á henni. „Ég prjóna mjög mikið og hef gaman af allri handavinnu. Áður fyrr saumaði ég mikið, bæði á mig sjálfa og á stelpurnar mínar. Þær voru orðnar fimm og sjö ára þegar þær fengu fyrstu keyptu jólakjólana. Ég saumaði á þær stúd- entskjólana líka en saumaskapur- inn hefur reyndar minnkað mikið seinni ár. En þó alltaf flík og flík.“ Hvenær notar fjölskyldan þjóð- búningana? „Við notum þá allt- af á 17. júní og við fermingar stelpnanna var ég í búningi. Mað- urinn minn var í sínum búningi þegar hann varð fimmtugur og þá mætum við í þjóðbúningamessu Hafnarfjarðarkirkju og Annrík- is fyrir jólin. Á útskrift Annríkis í Viðey um daginn vorum við öll samankomin og í búningunum,“ segir Katrín. En er þægilegt að klæðast þjóðbúningum? „Ef búningurinn passar vel á mann er ekkert mál að vera í þessu. Ég mætti í raun vera dug- legri að nota búningana. Ég hef ekki orðið mér úti um gínu til að hafa búningana uppi við en það væri skemmtilegt. Það liggur auð- vitað mikil vinna á bak við þá,“ segir Katrín og hefur ekki fengið nóg af saumaskapnum. „Ég er ekki hætt. Ég ætla að sauma á minnsta barnabarnið í vetur. Mér finnst þetta bara svo gaman.“ heida@365.is 1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R Katrín Guðbjartsdóttir hefur saumað þjóðbúning á alla fjölskylduna. Hér eru þau á útskrift Annríkis í Viðey á dögunum en Katrín hefur sótt námskeið Annríkis í þjóð- búningasaumi. mynd/KAtrín „mér telst til að ég hafi saumað sjö búninga og prjónað búning á einn lítinn,“ segir Katrín Guðbjartsdóttir, leikskóla- og textílkennari. Barnabúningur sem Katrín saumaði á eitt barnabarnanna. hefur saumað íslenskan búning á alla fjölskylduna Katrín Guðbjartsdóttir, leikskóla- og textílkennari, er mikil áhugamanneskja um íslenska þjóðbúninga og hannyrðir almennt. Hún hefur saumað búning á alla fjölskylduna og heldur áfram eftir því sem barnabörnunum fjölgar. Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is –af lífi & sál– REYNDU EM TAKTANA MEÐ MEISTARAFLOKKI ÞÓRS ERT ÞÚ KANNSKI NÆSTI LANDSLIÐSFYRIRLIÐI 14:00 - 15:00 ANDLITSMÁLUN 15:00 - 18:00 TRAMPOLIN 14:00 - 18:00 EM SPILASKIPTIMARKAÐUR TOYS"R"US 14:00 - 17:00 ÍS FYRIR BÖRNIN (Á MEÐAN BYRGÐIR ENDAST) 16:00 - 18:00 BLÖÐRUR FYRIR BÖRNIN 14:00 - 18:00 Á GLERÁRTORGI 16. JÚNÍ 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 1 -1 1 2 0 1 9 C 1 -0 F E 4 1 9 C 1 -0 E A 8 1 9 C 1 -0 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.