Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 23

Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 23
fólk kynningarblað „Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt. Þetta er mitt áhuga- mál. Mér telst til að ég hafi saum- að sjö búninga og prjónað búning á einn lítinn,“ segir Katrín Guð- bjartsdóttir, leikskóla- og textíl- kennari. Katrín er mikil áhuga- manneskja um íslenska þjóðbún- inga og fékk sinn fyrsta búning sem barn, og á hann enn. „Amma mín var alltaf í upphlut og þá var saumaður á mig upp- hlutur þegar ég var um sex ára. Ég hef alltaf haft áhuga á þessu. Þegar kristnitökuhátíðin var árið 2000 varð mikil vakning í þjóð- búningasaumi og ég saumaði minn fyrsta búning um það leyti, peysu- föt. Þá saumaði ég einnig upphlut og barnabúning og lagfærði bún- inginn sem ég átti sem barn. Fyrir tveimur árum saumaði ég herra- búning á manninn minn. Ég byrj- aði svo á faldbúningi á sjálfa mig árið 2004 og hef unnið í honum í rólegheitunum. Þegar dætur mínar fermdust, önnur árið 2005 og hin árið 2007, saumaði ég á þær upphluti sem þær nota enn í dag,“ segir Katrín. Búningana hefur hún saumað undir handleiðslu Guðrúnar Hild- ar Rosenkjær og Ásmundar Krist- jánssonar í Annríki, utan þess fyrsta sem hún saumaði hjá Heim- ilisiðnaðarskólanum. „Þetta er heilmikil vinna og tekur sinn tíma. Á námskeiðinu í vetur var ég að vinna faldbúnings- treyjuna og tók 40 tíma að prjóna ermarnar.“ Þjóðbúningar eru þó ekki það eina sem Katrín saumar en hvers konar handavinna leikur í höndun- um á henni. „Ég prjóna mjög mikið og hef gaman af allri handavinnu. Áður fyrr saumaði ég mikið, bæði á mig sjálfa og á stelpurnar mínar. Þær voru orðnar fimm og sjö ára þegar þær fengu fyrstu keyptu jólakjólana. Ég saumaði á þær stúd- entskjólana líka en saumaskapur- inn hefur reyndar minnkað mikið seinni ár. En þó alltaf flík og flík.“ Hvenær notar fjölskyldan þjóð- búningana? „Við notum þá allt- af á 17. júní og við fermingar stelpnanna var ég í búningi. Mað- urinn minn var í sínum búningi þegar hann varð fimmtugur og þá mætum við í þjóðbúningamessu Hafnarfjarðarkirkju og Annrík- is fyrir jólin. Á útskrift Annríkis í Viðey um daginn vorum við öll samankomin og í búningunum,“ segir Katrín. En er þægilegt að klæðast þjóðbúningum? „Ef búningurinn passar vel á mann er ekkert mál að vera í þessu. Ég mætti í raun vera dug- legri að nota búningana. Ég hef ekki orðið mér úti um gínu til að hafa búningana uppi við en það væri skemmtilegt. Það liggur auð- vitað mikil vinna á bak við þá,“ segir Katrín og hefur ekki fengið nóg af saumaskapnum. „Ég er ekki hætt. Ég ætla að sauma á minnsta barnabarnið í vetur. Mér finnst þetta bara svo gaman.“ heida@365.is 1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R Katrín Guðbjartsdóttir hefur saumað þjóðbúning á alla fjölskylduna. Hér eru þau á útskrift Annríkis í Viðey á dögunum en Katrín hefur sótt námskeið Annríkis í þjóð- búningasaumi. mynd/KAtrín „mér telst til að ég hafi saumað sjö búninga og prjónað búning á einn lítinn,“ segir Katrín Guðbjartsdóttir, leikskóla- og textílkennari. Barnabúningur sem Katrín saumaði á eitt barnabarnanna. hefur saumað íslenskan búning á alla fjölskylduna Katrín Guðbjartsdóttir, leikskóla- og textílkennari, er mikil áhugamanneskja um íslenska þjóðbúninga og hannyrðir almennt. Hún hefur saumað búning á alla fjölskylduna og heldur áfram eftir því sem barnabörnunum fjölgar. Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is –af lífi & sál– REYNDU EM TAKTANA MEÐ MEISTARAFLOKKI ÞÓRS ERT ÞÚ KANNSKI NÆSTI LANDSLIÐSFYRIRLIÐI 14:00 - 15:00 ANDLITSMÁLUN 15:00 - 18:00 TRAMPOLIN 14:00 - 18:00 EM SPILASKIPTIMARKAÐUR TOYS"R"US 14:00 - 17:00 ÍS FYRIR BÖRNIN (Á MEÐAN BYRGÐIR ENDAST) 16:00 - 18:00 BLÖÐRUR FYRIR BÖRNIN 14:00 - 18:00 Á GLERÁRTORGI 16. JÚNÍ 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 1 -1 1 2 0 1 9 C 1 -0 F E 4 1 9 C 1 -0 E A 8 1 9 C 1 -0 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.