Fréttablaðið - 12.12.2016, Side 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13
Sími 554 7200 |
Það eru girnileg jól framundan í Hafinu
Stútfullar búðir af
stórum hátíðarhumri.
Heimalagaður reyktur
og grafinn lax, sósur og
ómótstæðileg humarsúpa.
Opnunartími yfir hátíðarnar:
Alla virka daga frá 10-18:30
Aðfangadag frá 09-12
Gamlársdag frá 10-14
2016
Landbúnaður Síðustu 20 mánuði
hafa rúmlega 4.400 tonn af lamba-
kjöti verið flutt úr landi. Meðalverð
allrar þeirrar framleiðslu er um 742
krónur kílóið. Verð á erlendum
mörkuðum hefur hrunið síðustu
misseri vegna erfiðra ytri skilyrða,
svo sem gengisþróunar og lokunar
markaða.
Þegar útflutningstölurnar eru
skoðaðar nánar hjá Hagstofunni
kemur í ljós að stærsti einstaki vöru-
flokkurinn eru frystir heilir og hálfir
lambaskrokkar. Um það bil 1.250
tonn hafa farið utan á þessu tíma-
bili frá janúar 2015 til loka október
2016. Meðalverðið á þeim er um 834
krónur á hvert kíló. Augljóst er að
borgað er með útflutningnum.
Um 220 tonn af frystum lamba-
lærum og lærissneiðum hafa einn-
ig verið flutt út á þessu tímabili þar
sem 880 krónur fást fyrir hvert kíló.
Um 90 tonn hafa farið af ferskum
lambalærum en þar fást um þúsund
krónur fyrir hvert kíló enda mikil
gæðavara.
Ágúst Andrésson, formaður
Landssamtaka sláturleyfishafa, segir
verð á erlendum mörkuðum hafa
hrunið vegna styrkingar krónunnar
og lokunar markaða. Nú sé staðan
sú í Noregi, sem hefur verið að taka
um 600 tonn árlega af lambakjöti,
að umframbirgðir eru á markaði
af lambakjöti. Því hefur verðið til
Noregs lækkað mikið. Ekki sé búið
að klára að semja um þau 600 tonn
sem fari þangað úr þessari sláturtíð
eins og tíðkast hefur undanfarin
ár. „Staðan eins og hún er núna er
nokkuð erfið en fyrst og fremst er
styrking krónunnar að gera okkur
mjög erfitt fyrir.“
Stórri afurðastöð hefur verið
boðið verð í lambakjöt til útflutn-
ings af haustslátrun 2016. Í útboðs-
gögnunum kemur í ljós slæm staða
útflutnings á lambakjöti. Skrokkar í
heilu sem fara til Noregs geta farið á
um 623 krónur hvert kíló. Tilboðs-
verð á lambalærum til Bretlands er
um 635 krónur en 480 krónur fyrir
framparta. Heilir hryggir eru sendir
til Spánar á 720 krónur hvert kíló
svo dæmi séu tekin.
Sauðfjárbændur fá greiddar um
550 krónur fyrir hvert kíló afurða
sem þeir leggja inn til slátrunar.
Að auki fá margir sauðfjárbændur
greiðslur frá hinu opinbera.
Svavar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sauðfjár-
bænda, vildi ekki tjá sig um málið
nema fá að sjá fyrirfram umfjöllun
Fréttablaðsins í heild um málið.
sveinn@frettabladid.is
Strembin staða fyrir
útflutning lambakjöts
Frá 1. janúar 2015 hafa þúsundir tonna af lambakjöti verið flutt til útlanda.
Meðalverð er um 740 krónur á hvert kíló. Dæmi er um að lambalæri fari á rúmar
600 krónur á hvert kíló. Sauðfjárbændur fá 550 krónur fyrir hvert kíló afurða.
Um 90 tonn hafa farið utan af ferskum lambalærum en þar fást um þúsund krónur fyrir hvert kíló enda mikil gæðavara.
Meðalverð á lambakjöti sem ferðast yfir hafið er 742 krónur á hvert kíló. Fréttablaðið/SteFán
Staðan eins og hún
er núna er nokkuð
erfið en fyrst og fremst er
styrking krónunnar að gera
okkur mjög erfitt
fyrir
Ágúst Andrésson,
formaður Landssam-
taka sláturleyfishafa
bandaríkin Donald Trump, verð-
andi forseti Bandaríkjanna, hafnar
því mati Leyniþjónustu Banda-
ríkjanna (CIA) að rússneskir tölvu-
þrjótar hafi reynt að hafa áhrif á
kosningarnar, honum í hag. Þetta
kom fram í viðtali hans við Chris
Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox
News í gær.
Þá sagði hann einnig að Demó-
kratar væru að reyna að gera sem
mest úr málinu vegna þess að þeir
skömmuðust sín fyrir stórt tap í
kosningunum.
„Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held
að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi
þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi
í viðtalinu.
CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat
sitt á föstudaginn en rússnesk yfir-
völd hafa endurtekið hafnað ásök-
unum Bandaríkjamanna.
Trump viðurkenndi að það væri
mögulegt að Rússar hafi staðið að
baki tölvuárásum en bætti þó við:
„Þeir hafa ekki hugmynd um hvort
þetta séu Rússar, Kínverjar eða ein-
hver sem situr á rúminu heima hjá
sér.“
Þá tjáði Trump sig einnig um olíu-
jöfurinn Rex Tillerson, sem talið er
að verði utanríkisráðherra hans.
„Hann er leikmaður í heimsklassa,“
sagði Trump um Tillerson, hinn 64
ára forstjóra ExxonMobil.
Enn fremur tjáði hann sig um þá
umdeildu ákvörðun að taka við sím-
tali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans.
Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu
um eitt og sameinað Kína en Taívan,
sem opinberlega heitir Lýðveldið
Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki.
Sagði Trump að hann myndi ekki
fylgja sömu stefnu og forverar sínir
nema Kínverjar samþykktu breyt-
ingar á viðskiptum milli ríkjanna.
- þea
Trump segir afsakanir
Demókrata neyðarlegar
Þeir hafa ekki hugmynd
um hvort þetta séu Rússar,
Kínverjar eða einhver sem
situr á rúminu heima hjá sér
Donald trump, verðandi forseti bandaríkjanna. norDicphotoS/Getty
StjórnmáL Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi innanríkisráðherra,
tjáði sig um samskipti sín við
alríkislögreglu Bandaríkjanna FBI
sumarið 2011 þegar hann gegndi
embætti innanríkisráðherra í við-
tali við miðilinn Koitokos seint í
síðustu viku. Í viðtalinu kemur fram
að Ögmundur hafi vísað fulltrúum
FBI úr landi og hafnað beiðni þeirra
um að starfa hér á landi í tengslum
við rannsókn þeirra á Wikileaks.
Upplýsingar um samskipti
Ögmundar við FBI hafa áður komið
upp á yfirborðið, til að mynda árið
2013 þegar Kristinn Hrafnsson, tals-
maður Wikileaks greindi frá þeim.
Viðtalið hefur þó vakið gríðarlega
athygli og meðal annars verið fjallað
um ummæli Ögmundar í Daily Mail
og Russia Today.
Fréttablaðið hafði samband
við bandarísku alríkislögregluna
og Hvíta húsið í gær með litlum
árangri. Óskað var eftir því að frá-
sögn Ögmundar yrði staðfest sem
og hvort viðbrögð af hálfu banda-
rískra stjórnvalda við synjun innan-
ríkisráðherra hefðu verið einhver.
Boðað var af hálfu starfsmanns FBI
að haft yrði samband á ný vegna
málsins en þegar Fréttablaðið fór
í prentun höfðu engin svör borist.
- snæ
Engin svör frá FBI
Ögmundur Jónas-
son, fyrrverandi
innanríkisráðherra
1 2 . d e S e m b e r 2 0 1 6 m á n u d a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
2
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
2
-A
0
A
0
1
B
A
2
-9
F
6
4
1
B
A
2
-9
E
2
8
1
B
A
2
-9
C
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K