Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 6
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 20. janúar 1983 ^cTVIatStofaii íisluíinn Brehhustig 37 ■ simí 3688 Njardvih Þorrahlaðborð ásamt heitum mat Sunnudaginn 23. janúar n.k. Hjá okkur fáið þið þorramat fyrir stóra og smáa hópa. Nú er ÞORRINN kominn! Okkar vinsælu ÞORRABAKKAR fást í öllum matvöruverslunum. Smáratúni 28, Keflavik Simi1777 Þingeyingafélag Suðurnesja Þorrablót og laufabrauð Þorrablót veröur í Stapa 5. febrúar. Hljómsveit Stefáns P. - Skemmtiatriði. Miðasala 2. febrúar frá kl. 18-20. Munið laufabrauðsbaksturinn ásunnudag- inn kl. 13.30. Nánarannarsstaðaríblaðinu. Þlngeyingafélag Suðurnesja Bæjarstjórn Njarðvíkur: Deilt um ráðningarsamninga Á fundi í bæjarráöi Njarð- víkur 15. desember sl. voru teknir fyrir ráðningarsamn- ingar við bæjarstjóra og for- stöðumann Stapa. Um bæjarstjóraráðning- una er þetta bókað: „Samningurinn gildi frá 1. júní 1982 til 31. mai 1986. Samkomulag er um fram- lengingu samnings sem í gildi var siðasta kjörtímabil við bæjarstjóra með eftir- farandi breytingum: 1. Föst yfirvinna verði 15 st. á viku i stað 10.54 áður. Þess í stað fellur niður ákvæði um greiðslur1/12af mánaðarlaunum v/ráð- stefna, funda hjá ýmsum samtökum og annarra mæt- inga fyrir bæjarfélagið. 2. Greiöslur fyrir bílaaf- not miðist við 2000 km pr. mánuð í stað 1500 km.“ Um forstöðumanninn er þetta bókað: „Rætt var við Torfa Jóns- son, forstöðumann Stapa um framlengingu ráðning- arsamnings til 1. júlí 1983. Jafnframt er honum gert til- boö af form. bæjarráðs um kaup og kjör, en áður hafði komiö fram ósk frá Torfa um breytingu. Torfi mun svara tilboðinu á mánudag 20. des..“ Á fundi bæjarráðs Njarð- víkur 20. des. 1982 kemur fram, aö Torfi Jónsson hafi svarað tilboðinu og sam- þykkt að gildistími þess væri til 30. júní 1983. Vegna ráðningarsamn- ingsgerðar við Torfa Jóns- son óskar Ragnar Halldórs- son að eftirfarandi væri bókað: ,,Ég undirritaður get ekki greitt mitt atkvæði með ráðningarsamningi Torfa Jónssonar, þar sem kaup- hækkunartilboð hefur ekki verið gert í samráði við bæj- arráð, áður en það er lagt fram af formanni bæjarráðs einum.“ Siðan kemur málið enn til umræðu á fundi bæjar- stjórnar 28. des. sl., og þar óskar Eðvald Bóasson eftir eftirfarandi bókun: „Vegna afgreiðslu bæjar- ráðs 15.12. og 20.12. ’82 á ráðningarsamningum við bæjarstjóra og forstöðu- manns Stapa, óskar undir- ritaður að bókað sé: Ég lýsi andstöðu við stórfelldar launahækkanir við áður- nefnda aðila umfram það sem gerist hjá almennu launafólki. Ég tel einnig að ástand innheimtu og fjár- hagur bæjarins, ásamt slæmri afkomu almennt, gefi ekki tilefni til slíks. Einnig legg ég til að launa- greiðslur verði birtar al- menningi." Forseti óskaði bókað: „Ég tel rétt að það komi fram, að á fundi 11. júní var Eðvald Bóasson fullkom- lega sammála öðrum bæjar- fulltrúum um að fela bæjar- ráði samninga um laun bæi- arstjóra.” Síðan var málið afgreitt. epj. 10 söluhæstu bækurnar á Suðurnesjum Bókabúð Kef lavíkur hefur tekið saman lista yfir 10 söluhæstu bækurnar á sl. ári, og er hann svohljóð- andi: 1. Dauðafljótið, eftir Alistair Mclean 2. Hverju svarar læknir- inn, Guðst. Þengilss. 3. Kristján Sveinsson, æviminningar. 4. (landi auðnar og dauða H. Innes. 5. Móri, Svalur og félagar barnabók. 6. Bermuda-þríhyrning- urinn. 7. Viltu byrja með mér? A. Indriðason. 8. Litla skinnið, séra Jón Thorarensen 9. Við systurnar, Theresa Charles. 10. Kvistir í lífstrénu, Árni Johnsen. pket. Þama eru alllr sammála.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.