Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 20. janúar 1983 VÍKUR-fréttir Nemendur utan Suðurnesja fái afslátt með SBK Reykjavíkursvæöinu, veröi veittur 15% afsláttur af far- gjöldum eins og nú er. Auk þess fái nemendur í Há- skóla, Kennaraháskóla, Stýrimannaskóla og öðrum sambærilegum sérskólum 15% til viðbótar." - epj. Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur rétt fyrirjól, lagöi Jóhann Geirdal fram eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjórn Keflavíkur samþ. að nemendur sem stunda nám utan Suður- nesja , sem ekki er unnt að leggja stund á hér á svæð- inu, skulu eiga rétt á 60% af- slætti á fargjaldi S.B.K." Var tillögunni visað sam- hljóða til bæjarráðs, sem tók hana fyrir á fundi 30. des. sl. og var þarsamþykkt að vísa henni til fjárhags- nefndar, en fram kom að kostnaöur væri 35.000 kr. Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur 13. janúar sl. var til umræðu tillaga Jóhanns um afslátt af fargjöldum hjá SBK til námsmanna, og samþykkti bæjarráð eftir- farandi: „öllum námsmönnum sem stunda nám i skólum á Skíðaferðir í Bláfjöll Alla laugardaga kl. 11 f.h. í janúar og alla fimmtudaga kl. 17.15. Brottfararstaðir: íþróttahúsið við Sunnubraut, Sparkaup, Njarðvík. Munið símsvara Skíðafélagsins, 1111. Steindór Sigurðsson Skíðafélag Suðurnesja Eftirlitsmenn línubáta Bæjarráö Keflavikur hef- ur á fundi sínum 22. des. sl. samþykkt að skipa eftir- talda menn eftirlitsmenn með róðratíma línubáta á vetrarvertíð 1983: Hallgrímur Færseth, m.b. Binni í Gröf. Aðalsteinn Guðnason, m.b. Vatnsnes. Halldór Þórðarson, m.b. Freyja. epj. Viltu auka styrk þinn? - Viltu auka vellíðan þína? Ef svo er, mættu þá í þrekþjálfunarækin í íþróttahúsi Kefla- víkur. - Tímar fyrír byrjendur. - Konur þriðjudagaogfimmtu- daga kl. 17-19. - Karlarmánudagaogfimmtudagakl. 19-21. Kennarar leiðbeina. ÍÞRÓTTAHÚS KEFLAVÍKUR Uppgangur smáfyrirtækja Eins og sjá hefur mátt í mörgum undanförnum tölu blöðum hefur verið mikill uppgangur í stofnun smá þjónustufyrirtækja hér syðra og önnur hafa skipt um eigendur. Meðal þeirra fyrirtækja sem skipt hafa um eigend- ur eru Víkur-fréttir, sem opnað hefur afgreiðslu í Stapafellshúsinu, Hafnar- götu 32, og einnig á sömu hæð verður þar í sumar opnuð tannlæknastofa, en nánar um það síðar. Þetta hús hefur innan sinna dyra margbrotin þjón- ustufyrirtæki, s.s. vara- hlutaverslun, tískuverslun, videoleigu, bólsturverk- stæði, byggingafulltrúa, lóðarskrárritara, tækni- deild, félagsmálafulltrúa, verkfræðistofu, blaðaút- gáfu og þá tannlæknastofu o.fl. Eru þetta dæmi um margvíslega þjónustu í sama húsinu. En það eru fleiri hús aðal- lega við Hafnargötuna, sem eru orðin hálfgerðar þjón- ustumiðstöðvar með marg- víslega þjónustu, s.s. Hafn- argata 37, sem einnig er í eigu Hákonar i Stapafelli, þá eru það bæði Ásbergs- húsið gamla og Víkurbæjar- húsið, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan þessa upptaln- ingu hafa nokkur fyrirtæki aö undanförnu fengið leyfi bygginganefndar til ýmissa nýbygginga eða viðbótar- bygginga við eldra húsnæði og verða nokkur þeirra tal- in hér upp: Bústoð hf. mun með vor- inu hefja framkvæmdir við nýtt verslunarhús á lóð sinni Tjarnargötu 2-4, á- samt framkvæmdum við 38 bílastæði sem húsinu mun fylgja. Prentsmiðjan Grágás hefur fest kaup á Trésmíða- verkstæði Braga Pálssonar, Vallargötu 14, og mun bæta þar einni hæð ofan á. Póstur og Sími mun stækka símstöðina. Álnabær hefur fengið heimild til stækkunar, og svona mætti lengi telja. Vonandi heldur þessu áfram, því slíkt er nauðsyn- legt til aö halda uppi góðu atvinnuástandi, sem ekki veitir af vegna hinna tíðu uppsagna hjá fiskvinnsl- unni. - epj. oo n n Leigubílar - Sendibílar SÍMI 2211 /rvy7>y,vw,wv»>|)>iy»i7y FATAVAL Vinsældalistinn 1. MEÐ ALLT A HREINU - Stuðmenn/Grýlurnar] 2. RECORDS - Foreigner 3. PARTV - Ýmsir 4. WE’RE THE MINIPOPS - Minipops 5. SPRENGIEFNI - Ýmsir 6. CODA - Led Zeppelin 7. GET SEREOUS - Pat Benatar 8. LOVE OVER GOLD - Dire Qtraits 9. AMERICAN FOOL - John Cougar 10. I CAN’T STAND STILL - Don Henley 1 ii fi4 '*ii j HENTUGAR ÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA Hafnar eru framvæmdir við byggingu 8 íbúða í sambýlishúsi við Birkiteig nr. 4-6. fbúðirnar verða ca. 60 ferm., þ.e. svefn- herbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús, auk geymslu í kjallara. íbúðir þessar eru sérstaklega hentugar fyrir fullorðið fólk. Stærð og innri gerð íbúðanna er að ýmsu leyti lík þeim íbúðum sem byggðar hafa verið fyrir aldraða á vegum Kefla- víkurbæjar, við Suðurgötu. íbúðum þessum verðurskilað full- frágengnum með fullfrágenginni sameign. Allar nánari upplýsingar gefa Fasteignasalan, Hafnargötu 27, sími 1420, og Hilmar Hafsteinsson, byggingameistari, s. 1303.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.