Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 20.01.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. janúar 1983 7 PÉTUR INGI Framh. af 1. síöu kvæmt og hvernig gengu málln? „Þetta var framkvæmt í litlum bæ, rétt hjá Álasundi í Noregi. Fyrirtækiö sem framkvæmdi breytingarnar hefur lokiö mjög vel viö það sem þeir áttu aö gera, fyrir utan smávægilegra atriða sem þeim hefur yfirsést og verið er aö kippa í lag hér heirna." Hvaö er framundan? ,,Ég reikna meö að bátur- inn veröi farinn á veiöar þegar blaöiö kemur út, á útilegu meö línu undir skip- stjórn Péturs Jóhanns- sonar." Um framkvæmdirnar ytra sagöi Margeir aö verkið hefði staöið tímaáætlun, en „þegar fyrirséð var aö fyrir- greiðslur gengu seinna fyrir sig en þurfti, þá gaf ég þeim fyrirmæli um að fara hægar i verkið." Um fyrirgreiðslur þær sem Margeir fékk varðandi þessar breytingar, sagöi hann: „Ég myndi ekki reyna að gera þetta aftur fyrr en eftir mjög mörg ár. Viðtök- urnar hjá þessum opinberu aöilum eru þannig, aö það er greinilegt aö þeir vilja helst að maður hætti þessu." Sagöi hann aö þetta heföi m.a. leitt til þess, aö sl. föstudag hefði hann orðið að selja Ólaf Inga til Stykk- ishólms. „Ég get ekki séö annað en að stefnan í þessum málum sé hrein- Myndin sýnir mun á vinnuaöstööu um borö í Pétri Inga og Boöa. GEFÐU BÍLNUM ÞÍNUM Hann á það skilið. SMURSTÖÐ Aðalstöðvarinnar lega sú, aö ætlast til þess aö einstaklingar hætti þessu. Þjóðhagsstofnun og fleiri aöilar eru að tala um halla í útgerð upp á örfá prósent, en ég vil hiklaust halda því fram að hallinn sé 20-40%. Er þetta unnið niður að hluta til vegna þess að við- skiptaaðilar eru með fjár- magn í þessu sem er ekki vaxtareiknaö, þannig að þú ert að vinnagömlu krónurn- ar niöur á nýju gengi í dag," sagði Margeir. „Það er orðið algjörlega vonlaust að reka þetta þegar allt er vaxtareiknað í topp eins og nú er gert.“ Að lokum spurðum við Margeir hvað yrði um skip það sem hann lætur byggja hér í Njarðvíkum. „Það er algjörlega óljóst, samningurinn er enn á mínu nafni, en ég veit ekki hvort ég læt það fara eða hvort mér tekst að halda því.“ Skip Margeirs, Pétur Ingi, hefur nú upp á að bjóða mjög góða vinnuaðstööu fyrirskipverjaog því um leið mikið öryggi fyrir þá. Er því slæmt til þess að vita að enn skuli stjórnvöld vera við sama heygarðshornið, að útgerðarmenn hér syðra séu svo afskiptir eðlilegri fyrirgreiðslu að helst sé ekki með góðu hægt að endurnýja hinn dæmigerða vertíðarflota okkar eins og vera ber. Vonandi tekst Margeiri að halda í skip það sem hann á í smíðum, því við Suður- nesjamenn verðum einnig að hafa ný og góð skip, en ekki eingöngu skip sem aðrir landshlutar hafa hætt útgerð á vegna þess að þeir telja þau úreld. Sama má segja varðandi Pétur Inga og önnur þau skip sem að undanförnu hafa fengið eðli legt viðhald. Öll þessi skip eru topp skip sem hafa miklu skilað til þjóðarbús- ins og ættu því að fá stuðn- ing þaðan. Til að lesendur geti séð mun á skipi eins og Pétri Inga og hins vegar systur- skipi hans, m.b. Boða, skipi sem ekki fékk neina fyrir- greiðslu og fyrrverandi eig- andi gafst upp á að reka, höfum við tekið myndir er sýna annars vegar aðstöð- una eftir breytingar og hins vegar áður en þær voru framkvæmdar. - epj. LOKSINS! Barnaruggustólar á góðu verði. DYNAMIC skíði, frá kr. 1.394 SALOMON bindingar, frá kr. 943 GECEL skíðagleraugu, frá kr. 43 Auk þess Skíðatöskur - Pokar - Hanskar. Hringbraut 92 - Keflavik KYNNINGARFUNDUR verður haldinn í húsi Verslunarmannafélagsins, Hafnargötu 28, Keflavík, sunnudaginn 23. janúar kl. 15. Suðurnesjamenn! Komið og kynnist Kristínu H. Tryggva- dóttur, sem býðursig fram íopnu prófkjöri fyrir Alþýðuflokk- inn, sem fram fer dagana 29. og 30. jan. n.k. Fundurinn er öllum opinn. - Kaffiveitingar. Stuðningsmenn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.