Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. febrúar 1983 VÍKUR-fréttir Orðsending frá Veisluþjónustunni Nú er hver síðastur að panta fyrir fermingar- veislur. Pantið timanlega vegna takmarkaðs fjölda sem við getum tekið að okkur. , VEISLV' 1 HÚNVSTAN Smáratúni 28, Keflavík Simar 1777 Það besta er aldrei og gott fyrir þig! Mikið úrval af hollenskum myndarömmum, hringlaga og sporöskjulaga römmum. Vönduð vara. Vinsamlegast gleymið ekki að sækja myndirnar á réttum tíma. Mikið úrval af hinum sívinsælu BLÓMAMÁLVERKUM. Mikið úrval af álrömmum. Álramma getur fólk sett saman sjálft. Málverkaljós. Alhliða innrömmun. Opið 1-6 virka daga. Innnömmun SuDunnesjn Rosenthal Glæsilegar gjafavörur. Vatnsnesvegi 12 Keflavík - Sími 3598 Alifuglarækt án leyfis Eins og fram kemurann- ars staöar í blaöinu var slökkviliöiö kvatt út 16. jan. sl. aö alifuglabúi uppi viö Turner. Þegar þetta útkall kom uröu all margir hissa, því yfirvöldum var ekki kunnugt um aö þar ætti sér staö neinn búskapur. Til að fá nánari fregnir af málinu hafði blaöiö sam- band viö byggingafulltrú- ann í Njarðvík, Magnús R. Guðmannsson, en þó ein- kennilegt sé, falla þessi hús undir hans embætti en ekki Keflavíkur. En fyrir þá sem ekki vita hvar þetta er, þá er hér um aö ræöa byggingar þær sem eru fyrir ofan Iða- velli upp af gamla Flugvall- arveginum. Mag nús sagðist fy rst hafa frétt af þessu búi eftir útkall- ið, og því heföi hann eins og fleiri oröiö hissa. Hús þessi voru aö sögn Magnúsar seld til niöurrifs fyrir fjölda mörgum árum eins og hvert annaö Varnarliösgóss, aö undanskildu bílaverkstæöi Steinars Ragnarssonar, sem fékk undanþágu til 10 ára, sem nú eru aö líða. Hefur enginn annar aðili sótt um undanþágu frá niö- urrifi þessara húsa né um aö fá aö starfrækja eitt né neitt þarna. Um framhald málsins sagöi hann aö heil- brigöisfulltrúa hefði verið faliö aö kanna máliö nánar. Jóhann Sveinsson, heil- brigöisf ulltrúi, sagöi aö fyrir tilviljun heföi eigandi bús- ins haft samband við sig nokkru áður en útkallið kom, og sér virtistsem hann heföi ekki gert sér grein fyrir því að sækja þyrfti um leyfi til rekstursins. Vissi hann ekki annað en að gengiö yrði frá formlegri umsókn nú á næstunni og þegar hún kæmi yröi málið athugað nánar. En áöur en maðurinn hefði komiötil sín hefði hann ekki vitaö um þennan rekstur, heföi hann þó veriö þarna í hesthúsum í nágrenninu fyrir stuttu að eitra fyrir rottu, án þess aö hafa haft hugmynd um ali- fuglabúið, en þaö var ein- mitt vegna rottu sem eig- andinn kom til Jóhanns. Á þeesu sést aö hægt er, þó furðulegt sé, að setja upp búskap svo til inni í miöjum bæ án þess aö nokkur yfirvöld viti, og jafn- vel í húsum sem löngu á aö vera búiö aö rífa. Verður því fróðlegt aö fylgjast með gangi málsins gegnum hin ýmsu ráð og embætti á næstunni. - epj. Þessar byggingar átti aö vera búiö aö rífa. Starfaði án atvinnuleyfis Undanfarna daga hefur all nokkuð boriöáhringing- um til okkar hér á blaöið vegna uppsagnaramerískr- ar stúlku sem starfaöi uppi á Keflavíkurflugvelli og er gift íslendingi og mun ætla aö setjast hér aö. Þeir sem hringdu töldu flestir að hér væri um eitt- hvert ,,prinsip“-mál að ræöa vegna þeirra mála- ferla sem Verslunarmanna- félagiö er í út af ráðningar- málum hjá Varnarliðinu, en á undanförnum árum hefur mikiö borið á að amerískir makar hermanna fengju þarna vinnu án nokkurra at- vinnuleyfa. Töldu þeir sem hringdu það kaldhæðnis- legt aö láta þetta bitna á stúlku sem jú, væri amerísk, en hún væri þó gift íslend- ingi og því ætti annað að gilda um hana. Til að grennslast nánar um máliö, hafði blaðiösam- band við Baldur Guöjóns- son hjá ráöningarskrifstof- unni á Keflavíkurflugvelli, en mál þetta fellur m.a. undir hann. Baldur sagði að hér heföi veriö um smá mistök aö ræöa, stúlkan heföi ekki haft atvinnuleyfi. Hún heföi áöur unniö hjá Flugleiðum og haföi þá atvinnuleyfi, síðan flutti hún sig og réöist til íslensks Markaöar, en fyrir vangá athuguðu for- ráöamenn þess fyrirtækis ekki aö sækja um atvinnu- leyfi að nýju, því hvert leyfi er bundið ákveðnum vinnu- veitanda og flyst því ekki á milli. Sagði Baldur að verslun- armannafélagið hefði gert athugasemd viö þetta sem heföi veriö alveg rétt. Væri staöan því sú i dag, aö stúlk- an varö að hætta að vinna þarna, en hvort um áfram- hald yröi að ræöa, væri í höndum Markaðarins, en þá yröi að sækja um at- vinnuleyfi fyrir hana aö nýju. - epj. Kraftaverk framkvæmt við Vesturbraut Þaö er svo sannarlega kraftaverk sem þeir félagar í Karlakór Keflavíkur hafa framkvæmt varðandi bygg- ingarframkvæmdir við fé- lagsheimili sitt viö Vestur- RAFBÚÐ: Heimilistæki Allt til raflagna Ljós og Ijóskastarar Rafhlutir í bíla SKIL-handverkfæri R.Ó. Hafnargötu 44, Keflavik Síml 3337 RAFVERKSTÆÐI: Nýlagnir Viðgerðir Teikningar Bílarafmagn Keflavík - Njarðvík Til sölu tvær rúmgóðar 3ja herb. endaíbúðir við Fífumóa 3 í Njarð- vík. Afhendast í apríl-maí n.k., tilbúnar undirtréverk, án léttra milli- veggja. - Verð 580 þúsund, góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 1753 eftir kl. 7 á kvöldin. Trausti Einarsson braut. Hafa þeir lagt mjög mikla sjálfboðavinnu í bygg inguna og hefur blaðiö heyrt að þær séu komnar yfir 30 þúsund vinnustund- irnar sem þeir hafa lagt í húsið, Sf'm þeir eiga nú skuldlaust, þ.e. efri hæð- ina, en neðri hæðin bíður eftir ákvöröun bæjarstjórn- ar varðandi hótelið um- rædda. Nýlega héldu þeir kórfé- lagar sína fyrstu árshátið í stærri salnum, sem tekur yfir 100 manns. Þá var með- fylgjandi mynd tekin af bygginganefnd kórsins. epj. Standandl frá vinstri: Jón Þ. Eggertsson, Sverrir A. Guómundsson, Anton S. Jónsson, Óli Þór Hjaltason. Sitjandi frá vinstri: Ragnar Emilsson arkitekt, Bjarni Jónsson formaöur bygginganefndar, Axel Nlkolaison, tœknifræöingur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.