Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. febrúar 1983 5 RAFORKUVERÐ: AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM Mikið úrval GLERAUGNAUMGJARÐA. .. GLERAUGNAVERSLUN KEFL4VÍKUR Brunaútköllin 1982: Undir meðallagi síðustu 8 ára 43 hreyfingar uröu á sl. ári hjá slökkviliði Bruna- varna Suðurnesja og skipt- ist þaö þannig, að 25 sinnum var allt liðið kallaö út, 11 voru útköll þar sem aðeins fáir menn fóru á stað inn, og 7 voru öryggisvaktir og dælingar t.d. úr bátum. ( tveim þeirra tilfella þegar allt liöiö var kallað út var um aö aðstoö við slökkvi liðin á Keflavíkurflugvelli og Grindavík aö ræða, og i einu tilfellana var um að ræða almannavarnaæfingu á Keflavikurflugvelli. í flestum þeim útköllum þar sem eldur var, var um lítið tjón aö ræða, en þó var um mikiö tjón að ræða þegar eldur kom upp í vöru- Utlit fyrir 170% hækkun á árinu geymslu Bústoðar, vestur- braut 8 í Keflavík. Athygli vekur að útköllin hafa komið í hrotum, ef svo má aö oröi komast, þ.e. þau koma mörg á mjög stuttum tíma, hvert á fætur öðru. Svo líða jafnvel mánuðir á milli. En meirihluti þeirra kom fyrstu mánuöi ársins. Ef borinn er saman fjöldi út- kalla undanfarin 8 ár, er þetta ár undir meðaltali. Útköll þau sem hér er rætt um eru aöeins þau sem Brunavarnirnar höfðu af- skipti af, en á hverju ári er alltaf einhver fjöldi sem ým- ist tögreglan eöa einstakl- ingar sjá um, en þar er yfir- leitt um smáelda aö ræöa. epj. en Allir vita hvernig brauöin eru, - bollurnar hafa aldrei verið betri en í ár! Nokkuð hefur boriö á því að undanförnu að fólk, að- allega úr Keflavík, hafi leit- að til blaösins vegna óánægju með verð það sem Rafveita Keflavíkurselji raf- orkuna á. Telur fólk að þetta sé allt að því einsdæmi varðandi „okur“. Hafi rafmagnið aldrei hækkað eins mikið undan- farin misseri og nú, og sé verðið komið langt upp fyrir það sem annars staðar þekkist. Til að fá svör við þessu hafði blaðið samband við Sævar Sörensson, rafveitu- stjóra í Keflavik, og spurði hann m.a. að því, hvers vegna rafmagn hafi hækkað þetta mikið hérog hverværi samanburðurinn við aðrar rafveitur. Sævar sagði að algeng hækkun heföi verið hjá raf- veitum landsins á bilinu 125-131%. Rafveiturnar á Suðurnesjum hækkuöu all- ar um 129%, að visu fór það svo að Rafveita Keflavíkur notaði ekki hækkunarheim- ild sína að fullu í nóvember sl. Þá mátti hækka um 27%, en þá var rafmagn til upp- hitunar aðeins hækkað um 18%. Orkusalinn, sem í þessu tilfelli er Rarik, selur raf- magnið hingað með 119% hækkun, mismunurinn er því 10%, en 65% af honum fer aftur til ríkisins í einni eða annarri mynd, t.d. í formi söluskatts o.fl. Mis- munurinn, 3.5%, sem er eins og fólk sér ekki stór, fer í dreifingu og rekstur Raf- veitu Keflavíkur. Vegna þeirra háu talna sem nú eru á reikningum fyrir rafmagnið, er rafveitan nú að íhuga breytingar í því formi að hæstu gjaldendur greiði framvegis mánaðar- lega í staö á 2ja mánaöa fresti. Þá hefur heyrst að til standi jafnvel að útbúajafn- ar greiöslur fyrir rafmagns- hita yfir allt árið, þannig að tekin verði viömiðun af síð- asta ári og útbúin sama upphæð fyrir hvern mánuð ársins í stað geysihárra gjalda nú yfir vetrarmánuö- ina og síöan lágra gjalda á sumrin. Yrði þetta síðan tekið til athugunar í árslok og gengið þáútfrá þvíhvort viðkomandi hafi greitt of lítið eða of mikið. Væri gaman að fá skoð- anir íbúa á þessu. Þessu til viðbótar má upplýsa það, að í ársbyrjun 1982 sótti Rarik um 14% hækkun á heildsöluverði raforku, og fékk. Nú er boröliggjandi að þeir fá um 30% og jafnvel að slíkar hækkanir komi þannig á3ja mánaða fresti út árið. Hækkunin í fyrra kostaði 129% smásöluhækkun, en samkv. þessu er útlit fyrir 150-170% hækkun á þessu ári. - epj. Gleraugnaverslun Keflavíkur Hafnargötu 27 - Sími 3811

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.