Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.02.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. febrúar 1983 VÍKUR-fréttir VSFK - VKFKN: Trúnaðarmanna- námskeiði nýlokið Nýlokiö er viku trúnaðar- mannanámskeiði, erVerka- kvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur og Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur og nágrennis héldu í sam- vinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Var námskeiðiö haldið í Fé- lagsheimilinu Vík og voru þátttakendur alls 16, þar af aöeins 2 karlmenn, að sögn Guörúnar Ólafsdóttur, for- manns VKFKN. Sagði Guðrún að þátttak- endur væru ekki aöeins trún aöarfólk, heldureinnig ýms ir félagsmenn er kæmu víða að úr atvinnulífinu á félags- svæði félaganna, og m.a. vegna atvinnuleysisins hefðu komiö konur á nám- skeiðið sem voru aö nota dauða tímann til að fræðast um réttindi sín, þó þær væru ekki trúnaðarkonur. Stjórnandi námskeiðsins var Lárus Guöjónsson frá MFA, en leiðbeinendurvoru ýmsir, s.s. Karl Steinar Guðnason, Sigurbjörn Björnsson og Guðrún Ól- afsdóttir, auk fulltrúa frá vinnuveitendum o.fl. Að sögn Karls Steinars stóð til að karlmennirnir yröu fleiri, en vegna mis- skilnings um tímasetningu varð ekki úr frekari þátttöku þeirra aö sinni. En hvað segja þátttak- endur um námskeiðið? Til aö fá svör þeirra sjálfra tók blaðið viðtal við þrjá þeirra, og koma svör þeirra hér á eftir, en þeir voru spurðir hvernig þeim hefði likað HERMANN JAKOBSSON, trúnaðarmaður, sagðist ekki hafa sótt svona námskeið á vegum verkalýðsfélags áður. Sagð ist honum hafa líkað mjög vel, að vísu hefði námskeið- ið ekki verið nógu langt fyrir þetta mikla fræðslu um svona margslungiö mál, og því væri ekki hægt að læra þetta allt á einni viku. Þó sæti eitthvað eftir, en of margir þættir væru teknir fyrir til að allt sæti eftir. Taldi hann að meira ætti að vera um svona námskeið en ekki eingöngu fyrir trún- aðarmenn, heldur einnig fyrir alla félagsmenn. Um fræðslu verkalýösfélagsins sagði hann: „Mérfinnstfólk Vinsælustu myndirnar i janúar hjá STUDEO: 1. Quest for Fire 2. Southem Comfort 3. Death Wish II 4. Ofgar í Ameríku I og II 5. Angel on my Shoulder 6. Chanel 7. The Getaway 8. Twisted Nerve 9. Network 10. Hot Bubblegum 11. High Ice 12. Candid Camera Classics II 13. Jacqueline B. Kennedy 14. The Fish that Saved Pittsburgh 15. Hvil under the Sun 16. Bobby Deerfield 17. The Games 18. Death Watch 19. On Golden Pond 20. Maeic Hópurinn sem námskeiöið sótti, ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur form. VKFKN, og Lárusi Guðjónssyni frá MFA. HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR sagðist vera ein af þess- um almennu félagskonum, er námskeiðið hefðu sótt. Það heföi verið alveg sér- staklega gott og hefði hún kynnst þarna atriöum sem hún hefði enga hugmynd um áður, s.s. Félagsmála- skóla alþýöu, Iífeyrissjóöi, MFA, slysasjóði, sjúkra- sjóði o.m.fl. Fræðsla hefði verið gefin um það hvernig nýta ætti þessi atriði og fleira í þeim dúr, atriði, sem hún sagöist ekki hafa gert sér grein fyrir áður. Vand- kvæði hins almenna félaga við að sækja svona nám- skeið væri, að þeir yrðu sjálfir að bera uppi vinnu- tap meðan námskeiðið varir, en varðandi trúnaðar- fólkið, þá héldi þaö launum. Taldi hún að félögin ættu að stuðla að því að hinn al- menni félagi gæti sótt nám- skeiö sem þetta. Um fræðslu félaganna sagði hún að aðal ástæöan fyrir ónógri fræðslu væri að fólksækti ekki fundi eins og það ætti að gera, og því væri sökin hjá fólkinu sjálfu. námskeiðiö, hvort þau hafi öðlast fræðslu á nýjum atr- iðum og um fræöslumál verkalýðshreyfingarinnar. ekki gefa fræðslu félagsins nægilegan gaum, fólk virð- ist koma af fjöllum ef minnst er á verkalýðsfélag, en til þess aö fræðslan skili sér verður fólk að koma á fundi félaganna, ef það hefur áhuga á frekari fræðslu." Varðandi hann sjálfan þá sagöist hann gjarnan vilja fara í Félagsmálaskólann, því þar væri meiri timi gef- inn til að læra um þessi mál- efni. Uppsett lína og ábót Færaefni - Belgir - Baujur Bambus - Línusteinar Sértaefni - Netalásar Skrúflásar - Baujulugtir Línugoggar - Hakajárn Úrgreiðslugoggar. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN & SKIP Sími 1505 HARPA RAMIREZ, trúnaðarkona fyrir bónus og öryggismál i frystlhúsi, sagöist aldrei fyrr hafa setið námskeiö á vegum verkalýðshreyfingarinnar, en samt hefði henni líkað þetta námskeið mjög vel. Sagðist hún fara heim mun fróðari en þegar hún kom á námskeiðiö fyrst, því þótt félögin sendu heim fróðleik vildi hann samt oft fara fram hjá fólki. Um meiri fræðslu sagði hún að ef hún myndi gera núverandi starf af ævi- starfi, heföi hún áhugaáað fara í Félagsmálaskóla al- þýðu og læra meira. ✓ I I I I MjufONNAISEi GARÐS SALA.T HE

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.