Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1983, Side 2

Víkurfréttir - 17.03.1983, Side 2
2 Fimmtudagur 17. marz 1983 VÍKUR-fréttir mun I I 1 I ÍÍÍU ftitUi Útgefandl: ViKUR-fréttir hf. Ritstj. og ábyrg&arm.: Emil Páll Jónsson, sími 2677 Páll Ketilsson, sími 1391 Algrei&sla, rltstjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF. Keflavík TOMMI tveggja ára. Yfir milljón seldir. Bíleigendur, athugið Sparið og gerið sjálfir við bílinn í björtu og rúmgóðu húsnæði. Einnig bónaðstaða. Verkfæri og bílalyfta á staðnum. Opið alla daga vikunnarfrá kl. 8-22 BÍLASJÁLFSÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Iðavöllum 9c - Keflavík - Sími 3214 Fasteignaþjónusta Suðurnesja sími 3722 FASTEIGNIR Á SÖLUSKRÁ KEFLAVÍK: 3ja herb. IbúOlr: Kr. 3ja herb ibúö viö Mávabraut ............... 640.000 3ja herb ibuö viö Sólvallagotu m/bilskúrsplotu 720.000 3ja herb ibúö viö Sóltún 7, bílskúrsrettur. 650.000 4ra og 5 herb.: Ný og glæsileg íbúö viö Faxabraut ........ Tilboö 4ra herb góö ibúö viö Njaröargötu ......... 950.000 4ra herb. ibúö á neöri hæö viö Hólabraut 4ra herb. íbúö viö Hátún, góð ibuö ........ 930 000 5 herb góö ibúO viö Smáratún m/bílskúrssökkli 1.150.000 Elnbýllshus: 2ja hæöa einbýlishús v/Vatnsnesveg, góö eign Tilboö NJAROVlK: 3ja herb. ibúö viö Fifumóa ................ 850.000 3ja herb. ibúö viö Holtsgötu ............. 700.000 4ra herb ibúö viö Grundarveg .............. 870 000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Halnargotu 31 II hæö - Síml 3722 Hjortur Zakaríasson. Hjördis Hafnfjörö Logfr Garöar og Vilhjálmur KÖRFUBOLTI - ÚRVALSDEILD ÍBK - Fram 84:83 Naumur sigur á botnliðinu Keflvíkingar og Framarar léku i úrvalsdeild körfuboltans sl. föstudagskvöld i fþróttahúsinu í Keflavik og var þetta leikur sem hvorugt lið mátti tapa. Keflavík sigraöi mjög naumlega I leiknum, 84:83, en staöan f hálfleik var 51:41 fyrir fBK. Framarar komu á óvart í byrjun leiksins meö því að leika pressuvörn, þ.e. mað- Axel Nikulásson ur á mann og var mikill hraði fyrstu mínúturnar, sem Keflvíkingar kunnu vel að meta og náðu þeir fljót- lega forystunni sem varð mest 13 stig, 44:31, þegar 5 mín. lifðu eftir af hálfleikn- um. Þegar flautað var til leikhlés var munurinn 10 stig fyrir heimaliðið, 51:41. Leikmenn Fram komu eins og grenjandi Ijón í seinni hálfleikinn og skor- uðu á fyrstu 3 mín. 10 stig á móti aðeins 2 stigum ÍBK. Framarar léku áfram af krafti og þegar 6 mín. voru til leiksloka komust þeiryf- ir, 73:72 og leiddu alveg þar til 1 Vfe mín. var eftir, en þá komst Keflavík yfir á nýjan leik með körfum Axels og Þorsteins, en Val Brazy svaraði fyrir Fram og síðustu 50 sek. héldu Kefl- víkingar boltanum og unnu því nauman sigur. Þessi leikur var mjög sveiflukenndur og hraði oft mikill, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar leikin var pressuvörn. Keflvíkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og hittu þá mjög vel en KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ HAFNIR: Annel Þorkelsson, formaður Framhaldsstofnfundur Knattspyrnufélagsins Hafn- ir var haldinn fimmtudaginn 10. mars sl. og var þá kosin stjórn félagsins, en hana skipa: Formaður: Annel Þorkels son, varaformaður Ómar Arnason, Gjaldkeri Guð- mundur F. Jónasson, ritari Kristinn R. Hartmannsson, meðstjórnandi Smári Jó- hannsson. Munu þeir félagar í Hafna liðinu leika í 4. deild í ís- landsmótinu í sumar. Þess má geta að liðið tók þátt í ís- landsmótinu í innanhúss- knattspyrnu fyrir stuttu og náðu ágætis árangri. Leikmenn eru þegarfarn- ir að æfa af kappi undir stjórn Halldórs R. Þorkels- sonar, sem verður þjálfari liðsins, og er mikill hugur í mönnum. - pket. Njarðvíkingar sigurvegarar í minniboltanum (slandsmót í minnibolta var haldið um síðustu helgi í Njarðvíkum. 15 lið tóku þátt i keppninni og var leikið í þremur riðlum og sigruðu lið UMFN a, Haukar a, og (BK b í riðlunum. Úrslit í úrslitaleikjunum urðu annars þessi: UMFN a - Haukara 40:20 Haukar a - ÍBK b 44:35 UMFN a - (BK b 80:27 Njarðvíkingar sigruðu því með yfirburöum í mótinu, Haukar urðu í öðru sæti og Keflvíkingar í þriðja. - pket. Bjöm Vfklngur seinni hélfleikur var mjög slakur, bæði í vörn og sókn, og skoruðu þeir aðeins 33 stig í seinni hálfleik. Fram- arar léku einn sinn besta leik í veturog áttu ekki skilið að tapa þessum leik, því þeir léku vel, en þegar leikir eru svona jafnir sem svo oft er í úrvalsdeildinni, verður bara að taka því karlmann- lega, sem þeir og gerðu. Axel Nikulásson var besti maður (BK en einnig voru þeir Jón Kr. og Björn Vík- ingur góðir og skoruðu þessir þrír bróðurpartinn af stigum (BK í fyrri hálfleik og voru með mjög góða nýt- ingu. Þorsteinn stóð fyrir sínu og skoraði mikilvægar körfur lokamínúturnar. Brad Miley fann sig aldrei í leiknum, hvorki í vörn né sókn og munar um minna. Viðar Þorkelsson var lang besti maður Fram og hitti mjög vel, en einnig voru þeir Brazy og Þorvaldur góðir. Guðsteinn á langt í land með að ná fyrra formi. Stigin: (BK: Axel 27, Jón Kr. 20, Steini Bjarna 14, Björn 13, Brad 8, Óskar 2. Fram: Viðar 28, Brazy 25, Þorvaldur 16, Guðsteinn 8, Jóhann 4, Ómar 2. Sagt eftir leikinn: Axel Nikulásson, besti maöur ÍBK i leiknum: ,,Við bitum á jaxlinn i lokin þegar Fram komst yfir og náðum að knýja fram sigur. Við lékum vel í fyrri hálfleik en vorum slakir í þeim seinni. Það er synd ef Fram fellur, því þeir léku mjög vel í þessum leik. Nú er gamanið rétt að byrja og erfiðir leikir framundan við Val, en við tökum bara einn leik fyrir i einu og gerum okkar besta þar.“ 3. flokkur kvenna og 4. flokkur karla íslandsmeistarar Nú þegar hafa Keflvíking- ar eignast tvo (slandsmeist- ara í körfubolta, en það eru 3. flokkur kvenna og 4. flokk ur karla, sem unnu það af- rek um síðustu helgi. Var úrslitakeppnin háö í íþrótta- húsinu i Keflavík og voru einungis lið frá Suðurnesj- um í úrslitum. Úrslit urðu annars þessi: ÍBK-UMFN 55:54 UMFN-Reynir 79:67 ÍBK-Reynir 77:48 pket. Brad Miley: ',,Nú er stríðið rétt að byrja. Ég fann mig aldrei í leiknum, en ég skal segja þér það, Palli, að þessi leik- ur lagðist illa í mig, - það var eins og einhver draugur væri í mér, en ég skal lofa þér því að svo verð- ur ekki í næstu leikjum á móti Völsurum, því við munum gera allt til að sigra." - gyl/pket.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.