Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. marz 1983 Útköll Brunavarna Suðurnesja 1982 lls 43: Börn aðal orsakavaldurinn Árið 1982 fór heldur óhönduglega af stað, þar sem hvert útkallið kom á fætur öðru. Jólin voru ekki liðin þegar eldur varð laus í risíþúð í Njarðvík. Þar var pldur laus út frá aðventu- kransi og tjón töluvert. Litlu síðar kom brunaútkall í vörugeymslu verslunarinn- ar Bústoðar í Keflavík. Út- kallið kom að kvöldi fimmtu dags 7. jan. kl. 23.15, en ein- mitt það sama kvöld var vörugeymslan fyllt af hús- gögnum, eins og í hana var hægt að koma. I þessum bruna varð mesta bruna- Opna n.k. þriðjudag bílasölu að Vatnsnesvegi 29a, Keflavík, undir nafninu BÍLASALA BRYNLEIFS. Þeir bíleigendur sem hug hafa á að selja bifreiðar sínar, komi og láti skrá bifreiðina sem fyrst. Brynleifur Jóhannesson Fermingargjafir í úrvali Standlampar Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 3780 frá kr. 710 tjón á árinu, tjón á fasteign- inni varð kr. 106.000 en á vörum kr. 1.000.000. Tvisvar var farið til að- stoðar við önnur slökkvilið á árinu, til aðstoðar Slökkvi- liðinu á Keflavíkurflugvelli er flugvél frá Flugleiðum kom frá ísafirði og hafði orðið sprenging í hreyfli vélarinnar með þeim afleið- ingum að ekki var hægt að koma einu lendingarhjóli hennar niður. Flugvélin var með 22 farþega og 3 manna áhöfn. í annaðsinn varfarið til aöstoðar Slökkviliði Grindavíkur, en þar var eldur laus í íbúðarhúsi og orðinn all verulegur. í bæði þessi útköll var sendur mannafli og tæki eftirsamn- ingi þeim er slökkviliðin á Suðurnesjum eru með um gagnkvæma aðstoð. Þann 26. okt. var sett á svið flugslys á Keflavíkur- flugvelli. Þar átti að brot- lenda stórri farþegavél. Farið var á staðinn og unnið við að bera fólk úr og frá vél- inni, þar sem sjúkralið tók við því. Þessi æfing var á vegum Almannavarna ríkis- ins. öryggisvaktir og æfingar voru með sama sniði og á undanförnum árum, þar sem 10 menn eru á bakvakt um helgar yfir sumarleyfis- tímann. Endurnýjun á búnaði slökkviliösins var lítil á ár- inu, þó voru reykköfunar- tæki endurbætt þannig að þau eru nú yfirþrýstings- tæki. Athugaðir voru mögu- leikar á aðendurnýja tækja- bíl liösins sem er orðinn gamall og úr sér genginn, fengin voru nokkur tilboð í nýjan bíl, en ekki er búið að taka ákvörðun um það mál. Stækkun slökkvistöðvar var á dagskrá á liðnu ári og var hugmynd manna að hefja byrjunarframkvæmdir á ár- inu 1982, en sökum þessaö' ekki var fjármagn fáanlegt til þeirra hluta varð ekkert úr framkvæmdum. Áætlun liggur fyrir frá stjórn B.S. um að hafist verði handa með vorinu ef bæjar- og sveitarstjórnir samþykkja það, en sú áætlun er nú til umfjöllunar í bæjar- og sveitastjórnum. í óveðri í desember 1981 gerðist það að olíulöndun- arbryggjan í Keflavík KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL Vörukynning KIOTSEl 10% verðlækkun Allar framleiðsluvörur KJÖTSELS á sérstöku kynningarverði í verslunum kaupfélagsins til laugardagsins 19. marz. Matvöruverslanir Kaupfélags Suðurnesja Keflavík - Njarðvík - Sandgerði - Grindavík KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL KJÖTSEL VÍKUR-fréttir eyðilagðist, en þar hafði farið fram löndun á elds- neyti fyrir Keflavíkurflug- völl um allmörg undanfarin ár. Af þessu leiddi að til þess að löndun gæti farið fram í Keflavík, varð að taka skipið inn í fiskibátahöfn- ina. Einnig varsett ný reglu- gerð með nokkuö strang- ari kröfum um öryggi. Þessi reglugerð var sett af Bruna- málastjóra ríkisins eftir nokkra fundi með slökkvi- liðsstjóra og hafnaryfir- völdum, einnig í samráði við siglingamálastofnun. Ekki fer hjá því að breyting þessi raskar nokkuð umferð fiski- báta um höfnina á meðan losun fer fram og tóku menn því misjafnlega vel. Þó má segja að alvarlegir árekstrar hafi ekki orðið og að menn séu að átta sig á því sem þarna fer fram. Tveir slökkviliðsmenn voru hafðir á öryggisvakt við losun. Á árinu voru af- greidd 39 skip, samtals 935 tímar. Útköll slökkviliðsins skipt ast þannig á sveitarfélögin: Keflavik: Allt liðið kallað út .... 17 Fáir menn kallaðir út . 10 Alls 27 Njarðvík: Allt liðið kallað út .... 3 Fáir menn kallaðir út . 4 Alls 7 Vogar: Allt liðið kallað út .... 2 Fáir menn kallaðir út . 1 Alls 3 Garður: Allt liðiö kallað út .... 2 Fáir menn kallaðir út . 1 Alls 3 Grindavík: Allt liðiö kallað út .... 1 Fáir menn kallaðir út . 0 Alls 1 Keflavíkurflugvöllur: Allt liðið kallað út .... 1 Fáir menn kallaðir út . 0 Alls 1 Samtals eru þetta 43_ útköll. Ef athuguð eru þau 26 út- köll þar sem allt liðið var kallað út, kemur í Ijós, að í 6 tilfellum var um útkall í íbúðarhús og jafn oft í úti- hús, þrisvar iiðnaðarhúsog skip, en sjaldnar í annað. Orsök að eldsupptökum voru í 8 tilfellum vegna leiks barna með eld, í 5 tilfellum vegna þess að óvarlega var farið með eld, og eru þetta aðal orsakavaldarnir. í framhaldi af þessu hefur stjórn Brunavarna Suður- nesja faliö slökkvistjóra að leita samstarfs við önnur slökkvilið með sameigin- lega framleiðslu á gögnum til eldvarnakynningar fyrir börn í skólum, og að undir- búa fræðslu í skólum á svæði B.S. Ef skoðað er hvenær elds voðar koma uþþ kemur fram að 8 tilfelli komu upþ milli kl. 18-21, 7 milli kl. 15-18 og 4 milli kl. 9-12, en ekkert útkall var á tímabil- inu miðnætti til 3 og 6-9. eþj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.