Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. marz 1983 13 Ökuferðin Ég er heimsins besti bíl- stjóri, ég veit að þið trúið mér ekki, en það er satt, og meira að segja tekur mað- urinn minn undir það. Hér kemur smásaga af einum af mínum uppáhalds ökuferð- um: Fjölskyldan ætlar að bregða sér til höfuðborgar- innar. Það er hávetur, frost, ísing á Reykjanesbrautinni, blindhrfð. Dekkin eru nokk- uð góð, svona ,,AII year round-radial". Spennum beltin og leggjum af stað. Ég teygi úr mér makinda- lega, æi, ég gleymdi að segja ykkur, að ég er ekki í bílstjórasætinu, heldurhinu bílstjórasætinu. Þegar ég ek sjálf, er ég í miklu and- legu jafnvægi, fhuga að- stæður og ek eftir þeim. Hvernig skyldi standa á því, að mér er svona tíðlitið á hraðamælinn, þegar ein- hver annar ekur? Ég man satt að segjaekki eftir því að líta nokkurn tfma á hann þegar ég ek sjálf, þvf ég ,,finn alltaf á mér“ rétta hraðann og ek aldrei hraðar. Andrúmsloftið í bílnum er nokkuð þrungið, því eigin- maðurinn finnur alltof vel fyrir því, hversu vel ég fylg- ist með hraðamælinum. Heyrðu, það er bíll á undan okkur, ertu ekki nokkuð ná- lægt honum, góði minn? Heyrðu vina, ég hef ágætis sjón, auðvitað sé ég bflinn, en þakka þér samt fyrir að láta mig vita. Nú finnst mér bíllinn okkar vera kominn ískyggilega nálægt E-bíln- um á undan. Heyrðu, ertu ekki kominn nokkuð ná- lægt þessum, hann er ekki í sinni heimabyggð og þeir þarna á Akranesi eru kannski ekki svo vanir Reykjanesbrautinni.. Góða mín, láttu mig um þetta, ég er mjög vanur og góður bíl- stjóri. Ég fer að líta svona út og suður, og reyni að dásama útsýnið, en það er ekki neitt að sjá fyrir snjókomu. Þá kemur allt í einu sveigja á bílinn, ég grip í ofboði í handfangið fyrir ofan glugg ann, reyni að þegja, því nú förum við fram úr. Heyrðu, það kemur bíll á móti, er ekki best að halda sig bara fyrir aftan E-bilinn, hann ekur alveg á réttum hraða? Mér er litið á hraðamælinn, nú hann segir bara 70 km, einkennilegt, mér finnst við bruna áfram. Ennþá heldur húsbóndinn ró sinni. Við hefjum samræður um hversdagslega hluti og enn- þá reyni ég að rýna út í byl- inn. En nú geysist E-bíllinn fram úr okkur og ég segi: „Passaðu þig, passaðu þig, hann er að fara fram úr okkur.“ það erréttsvoaðég þori að lita á karlinn minn, því nú veit ég að hann hlýtur að vera að springa. Þvilík af- skiptasemi í mér, af hverju læt ég alltaf svona í hvert einasta skipti, sem við för- um í ökutúr? Við hvað er ég eiginlega hrædd? Auðvitað er ég ekkert hrædd, þetta er bara frekja og stjórnsemi, bara að ég gæti munað þetta í hvert skipti. Ég hugsa stíft, KLEÓ, nú þegir þú það sem eftir er af ferð- inni, þú lofar að minnast ekki einu orði á neitt í sam- bandi við aksturinn, vertu nú góð og sæt. Strákurinn er í aftursætinu, hann fylg- ist ekki með neinu nema einhverjum Tinna-bók- menntum, sem tröllríða nú heiminum. Hann heldur sinni ró. Þarna kom það, ég ætti kannski að hafa með mér bók eða prjóna næst. Þetta var alls ekki svo vit- laus hugmynd. Mértókstað standa við heit mitt það sem eftir var leiðarinnar til Reykjavíkur. Ég var nokk- uð stolt af sjálfri mér og ósköp hlýtur manninum mínum að hafa liðið vel. En þá varbaraeftiraðaka heim. Mér leið sérdeilis vel og hugsaði með sjálfri mér: „Svona er hægt að aga sig, þetta er enginn vandi, nú verður þú aldrei aftur ,,back seat driver“. Ég kom við á bóksölu, keypti mér Agöthu Christie og ef hún, ásamt góðum ásetningi mínum og skynsamlegri hegðun hjálpa ekki, þá er ég kolómöguleg. ,,Jæja, elskan, ég keypti mérbóktil að lesa á leiðinni og þá er tíminn svo fljótur að líða.“ Mér sýndist ég sjá glotti bregða fyrir hjá bílstjóran- um, nú var hann þó nokkuð öruggur um að fá að vera í friði á heimleiöinni. Ég þagði eins og steinn, þangað til við komum á Ströndina. Agatha var spennandi að venju, ég hafði varla haft tækifæri til að gjóa augunum á hraða- mælinn. Mér var borgið, en viti menn, allt í einu heyrði ég eitthvert væl, hvað var nú þetta? Jú, lögreglan á rauðu Ijósi, sírenur með meiru. Það er löggan, það er löggan, stoppaðu, beygðu út af, það á alltaf að beygja út af fyrir lögreglu- og sjúkrabilum, eða er hann kannski að stoppa þig? Á hvaða hraða varstu? Ég gat ekkert fylgst með þér fyrir henni Agötu, svona er það alltaf, ef maður er ekki alltaf að passa upp á hlutina .. .. Ég masaði og þrasaði svo mikið, að ég hafði alls ekki veitt því athygli, að bíllinn var löngu stoppaður - úti í vegarkanti. Sem sagt, mað- urinn minn hafði eftir allt haft vit á því að hliðra til fyrir lögreglunni, sem var alls ekki að elta okkur. Heyrðu, góða mín, heldurðu að mér sé óhætt að leggja af stað? Ég veit satt að segja ekki, hvernig ég færi að, ef ég hefði þig ekki við hliöina á mér, þvi þú ert svo sannar- lega heimsins besti bílstjóri! Þetta kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Eftir allt mitt þras og nöldur gat hann sagt þetta. Síðan þetta skeði hef ég staðið mig alveg ágætlega, ég hugsa að ég hafi látið af óhemju- ganginum að mestu, eða að minnsta kosti um ca. 1% - eitt prósent - en það er alla- vega byrjunin. Kannist þið við svona ökuferðir, lesendur góðir? Kveð ykkur með brosi, bjartsýni og ögun. Ykkar einlæg, Næsta blað kemur út 24. marz. Tilkynning frá Brunabótafélagi íslands Laugavegi 103 - Reykjavik Sparisjóöurinn í Garði hefur tekið við úti- búi okkar á staðnum, og verðurafgreiðslan framvegis þar. Opnunartími verður sem hér segir: Frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-12.30 og 13.30 -15.30. Veitum alla tryggingaþjónustu. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lög- sagnarumdæmi Keflavíkurflug- vallar fyrir árið 1983. Aðalskoðun bifreiða fer fram í húsakynn- um bifreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4 Kefla- vík, eftirtalda daga frá kl. 08-12.00 og 13.00-16.00: Mánudaginn 21. marz Þriðjudaginn 22. marz Miðvikudaginn 23. marz Fimmtudaginn 24. marz Föstudaginn 25. marz J- 1 - J-100 J-101 - J-200 J-201 - J-300 J-301 - J-400 J-401 og yfir Við aðalskoðun skal framvísa kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda, og gildri ábyrgðar- trygginu. Ennfremur skulu bifreiðarnar hafa hlotið Ijósastillingu eftir 1. ágúst 1982. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðun- ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 10. marz 1983. HENTUGAR ÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA Hafnar eru framvæmdir við byggingu 8 íbúða í sambýlishúsi við Birkiteig nr. 4-6. fbúðirnar verða ca. 60 ferm., þ.e. svefn- herbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottghús, auk geymslu í kjallara. fbúðir þessar eru sérstaklega hentugar fyrir fullorðið fólk. Stærð og innri gerð íbúðanna er að ýmsu leyti lík þeim íbúðum sem byggðar hafa verið fyrir aldraða á vegum Kefla- víkurbæjar, við Suðurgötu. íbúðum þessum verður skilaðfull- frágengnum með fullfrágenginni sameign. Allar nánari upplýsingar gefa Fasteignasalan, Hafnargötu 27, sími 1420, og Hilmar Hafsteinsson, byggingameistari, s. 1303.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.