Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.03.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 17. marz 1983 VÍKUR-fréttir NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 24. MARZ SKÍÐAFÉLAG SUÐURNESJA Félagsfundur í sal Gagnfræöaskólans í kvöld, fimmtudag 17. marz kl. 20.30. - Þorgeir D, Hjaltason skíðakennari sýnir viðhald áskíðaútbúnaði o.fl. Stjórn SFS Iðnráðgjafi Suðurnesja verður til viðtals á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Skrifstofa Gerðahrepps: Fyrsta mánudag hvers mánaðar frá kl. 14-16. Bæjarskrifstofa Grindavíkur: Fyrsta fimmtudag hvers mánaðarfrákl. 10-12 Skrifstofa Miðneshrepps: Annan mánudag hvers mánaðar frá kl. 10-12. Skrifstofa Vatnsleysustrandarhrepps: Annan fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 10-12. Á öðrum tímum verður iðnráðgjafi við á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. SAMBAND SVEITARFÉLAGA A SUOURNESJUM t Lárus Hörður Ólafsson Fæddur 19. apríl 1936 Dáinn 5. mars 1983 Laugardaginn 12. mars sl. var Lárus Hörður Ól- afsson jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, en hann lést 5. mars á St. Thomas- sjúkrahúsinu í London. Hörður Sól, eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í Keflavík ásamt stórum systkinahóp. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum og einmitt í einum af þeim félagasam- tökum sem nutu krafta hans, áttum við margarog góðar samverustundir, sem okkur langar að minnast með örfáum orðum. Hér er átt við samstarf sem varaði í 10 ár, eða allan 8. áratuginn, og fé- lagsskapurinn hét Sjó- mannadagsráð Keflavík- ur og Njarðvíkur. Þarna var Hörður alltaf tilbúinn að taka þátt í miklu starfi, hvort sem um var að ræða undirbúning skemmti- halda, fjársöfnun vegna kaupa á nýjum róðrarbát- um eða hvað sem var. Hann var alltaf félagi í starfi og í leik var hann hrókur alls fagnaðar, hann var mikil hamhleypa í öllu sem hann tók að sér, samt var hann persónu- leiki sem allirhændustað. Það sást best á hinum mikla fjölda fólks er kom til að fylgja honum síð- asta spölinn. Að endingu þökkum við þér samstarfið, jafnframt sem við sendum öllum ættingjum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Félagar úr Sjómannadagsráði Keflavík/Njarðvík 1970-1980 Kveðja frá stjórn Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja Enn erskarðfyrirskildi, enn er höggvið í fram- varðasveit Sálarrannsókn arfélags Suðurnesja. Að- eins fáar vikur eru liðnar frá því að Hafsteinn Axels- son lést eftir hjartaáfall. Nú er það Hörður Ólafs- son, en hann lést eftir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi i London, 5. mars sl. Hörður var lengi í stjórn Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja, fyrst nokkur ár sem varaformaður og siðar formaður, þar til fyrir einu og hálfu ári, að hann óskaði þess að verða leystur frá því starfi vegna breytinga sem þá höfðu orðið í lífi hans, og hann taldi sig ekki geta sinnt stjórnarstörfum sem skyldi eftir það. Það er ekki á neinn hall- að, þó sagt sé, að meðan hans naut við í stjórn fé- lagsins, hafi félagið vaxið í það að vera stærsta á- hugamannafélag á Suð- urnesjum. Öll aðstaða í húsi fé- lagsins er til fyrimyndar og verður eftir næstu á- fangabreytingar sem mitmm n gerðar verða í sumar, næg til margra ára. Um ætt hans og upp- runa verður ekki fjallað hér, enda hefur það verið gert á öðrum stað. Hörður Ólafsson var maður félagsmála og hvar sem hann var valinn til stjórnunarstarfa var hann heill og fullur áhuga að leysa þau vel af hendi. Hann var maður glaðvær og djarfur í framgöngu og frá honum stafaði hlýja og góðvild. Það fundu þeir fljótt sem með honums störfuðu. Til hans leituðu ýmsir með vandamál sín, sem hann vildi leysa, ætti hann þess kost. Kæri vinur. Nú bíður þín annað starf i nýjum heim- kynnum, starf sem krefst alls hins besta sem í hverj- um býr.og við efum ekki að þér takist að leysa það vel af hendi. Öllum aðstandendum Harðar Ólafssonar send- um við okkardýpstu sam- úðarkveðjur með ósk um að sárin megi gróa sem fyrst, þó örin sjáist að sjálfsögðu lengi. TILKYNNING frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja Með tilvísun til laga nr. 50/1981 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit er tóku gildi 1. ágúst sl., og af gefnu tilefni, vill Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vekja athygli allra sem hlut eiga að máli, á því, að óheimilt er að hefja hvers konarstarfsemi í lögsagnarumdæminu nemaáður hafi veriðfengið leifi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja til þess, svo sem: Öll starfsemi, er varðarframleiðslu, geymslu, pökkunog dreifingu mat- væla og annarra neysluvöru, gistihús, matsölurog aðrirveitingastaðir, skólar og aðris kennslustaðir, rakarastofur, hárgreiðslustofur, nudd- stofur og hvers konar aðrarsnyrtistofur, barnaheimili, upptökuheimili, leikvellir, heilbrigðisstofnanir, stofnanir fyrir þroskahefta, drykkju- sjúka og tilsvarandi, lækningastofur, dvalarheimili fyrir aldraða, sam- komuhús, þ.á.m. kirkjur, fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna, gripahús, alifuglabú o.fl. Það eru eindregin tilmæli til allra, sem hugsa sér að hefja ofangreindan rekstur á Suðurnesjum, að hafa strax samráð um allt varðandi hreinlæti og hollustuhætti við Heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, en þar fást umsóknareyðublöð fyrir alla slíka starfsemi. Athygli skal vakin á því að þeir, sem byrjað hafa starfsemi en hafa ekki tryggt sér starfræksluleyfi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, ber að gera það, annars eiga þeir á hættu að starfsemin verði stöðvuð. HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA HEILBRIGÐISFULLTRÚI Brekkustíg 36 - Njarðvík - Sími 3788 Viðtalstimi kl. 10-11. Myndlistarsýning í Garði Gunnar örn Gunnarsson myndlistarmaður heldur sýningu á vatnslitamyndum í fundarsal Samkomuhússins i Gerðum, Garði, dagana 18., 19. og 20. marz. Sýningin veröur opin frákl. 14-18alla dagana. Gunnar örn hefur haldið tólf einkasýningar, þar af tvær í Kaupmannahöfn. Einnig hefur hann tekið þátt i samsýningum heima og erlendis. Félagsmálastjóri á Sauðárkróki Matthías Viktorsson, sem aö undanförnu hefur starf- að sem aðstoðarmaður Björgvins Árnasonar, fé- lagsmálafulltrúa Keflavík- urbæjar, hefur nú sagtstarfi sínu lausu frá og með 1. maí n.k. Þá mun hann taka við starfi Félagsmálastjóra á Sauöárkróki. Hið nýja starf tekur m.a. yfir starfssvið það sem félagsmálafulltrúi hér annast og auk þess mun hann sjá um æskulýðsmál, íþróttamál og væntanleg ferðamál þar nyrðra, þannig að starf hans verð- ur nokkur yfirgripsmeira en starf félagsmálafulltrúa. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.