Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 1
HESTUR DRUKKNAR Á FITJUM VEGNA ÖLVUNAR KNAPANS Það ætlar lengi aö loða við hópreið hestamanna inn í Voga í kringum 1. maí, að örfáir hestamenn fremji ein- hver ölvunarafglöp. Því var ferðin núna engin undan- tekning. ( þessari ferð frömdu sömu menn og oft áður ýmis afglöp sem rekja mátil ölvunarástands þeirra, en eitt þeirra fyllti þó mælinn þannig að lengur er ekki orða bundist. Er hópurinn var á heim- leið var ákveðið að kæla hestana í sjónum á Fitjun- um, þegar einn knapinn, sem var ofurölvi, tók sig út úr hópnum með þrjátil reið- ar og sundreið i átt til hafs. Ekki leið á löngu þar til einn hesturinn gafst upp og drukknaði og mátti knapinn þakka fyrir að ná landi án þess að missa fleiri hesta eða dragast sjálfur niður með dauðan hest bundinn við hina. Þrátt fyrir að nægir væru sjónarvottar að atburðinum hafði enginn þá hugsun að láta lögregluna vita um málið, sem svo sannarlega hefði átt að eiga sér stað þarna, en við athugun blaðsins telja þeir sem sáu atburðinn, að þetta hefði varla skeð ef knapinn hefði verið allsgáður. Vonandi verða þessi skrif til þess að stjórn hesta- mannafélagsins sjái svo um að slíkt endurtaki sig ekki, því skemmtiferðir sem þessar mega ekki enda sem þessar. Ef félagiðgeturekki sett upp reglur sem banna slíka meðferð á skepnum, sem þarna var höfð i frammi, verða aðrir aðilar að taka málið að sér. Þá ber réttum yfirvöldum að hafa það í huga, að hér hljóta að hafa verið framin einhver þau brot sem saknæm kunna að teljast og öðrum til varnaðar, og verður að taka hart á svona afbrot- um. - epj. SIGUREY LANDAÐI 170 TONNUM AF KARFA: Næg atvinna hjá Heimi hf. Togarinn Sigurey Sl 71 frá Patreksfirði landaði hér í síðustu viku 170tonnum af karfa sem Heimir hf. tók í vinnslu. Erfiskurinnflakað- ur og frystur og síðan er hann sendur á Bandaríkja- markað að mestu leyti, en 7 togarar lönduðu sl. viku Það var mikið um að vera við löndun úr togurum við Njarðvíkurhöfn í síðustu viku, en þá komu alls 7 tog- arar inn til löndunar, þeir Erlingur, Aðalvík, Ingólfur, Ólafur Jónsson, Júpíter, Sveinborg og Sigurey Sl. Var afli þeirra að mestu karfi og voru þeir með frá 100 tonnum og upp í 165 tonn hver, nema Ingólfur sem var með 70 tonn af bol- fiski. - epj. Sl. miðvikudag voru samtimis inni 4 togarar, Aöalvik. Ingólfur, Ólafur Jónsson og Sigurey, og sjást þrir þeirra fyrst nefndu á myndinni. Dreginn í land Á meðfylgjandi mynd sést er m.b. Hrönn GK102erað koma með m.b. Jóhannes Jónsson KE 79 idrætti til Keflavikur isiðustu viku, vegna vélarbilunar hjá þeim siðarnefnda. - epj. einnig á Evrópumarkað og þá aðallega til Þýskalands. Þó ástandið hafi verið mjög slæmt í fiskvinnslu- húsum á Suðurnesjum á þessari vertíð, sem er ein sú lélegasta í manna minnum, þá hefur verið nóg að gera í Heimi hf. i vetur, og til gamans má geta að aðeins hefur einn dagur dottið úr frá því í janúarbyrjun. Bátar fyrirtækisins, þeir Helgi S. og Heimir, byrjuðu í síðustu viku á trolli og einnig mun togarinn Ýmir f rá Haf narf irði landa af og til hjá Heimi i sumar. Að sögn Þorsteins Árnasonar í Heimi hf., má búast við því að nóg verði að gera í sumar fyrir fólkið sem hjá fyrir- tækinu starfar, en það er um 50-70 manns, auk sjó- manna sem eru 24 á bátun- um tveim. - pket. Jafnvægislist.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.