Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 11. maí 1983 VIKUR-fréttir r Meistarafélag bygginga- manna á Suðurnesjum ORLOFSHÚS Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsi félagsins, á skrifstofunni að Tjarnargötu 7, Keflavík, mánudagaog mið- víkudaga frá kl. 17-19. Stjórnin Um allt og ekki neitt.... Vorið er komið * NJARÐVÍK Kartöflu- garðar Kartöflugarðar verða leigðir út í ár eins og undanfarin ár. Þeir sem vilja halda görðum sínum frá sl. ári greiði leigu fyrir þá fyrir mánudaginn 16. maín.k.,annarsverðabeir leigðir öðrum. Garðarnir eru 10X15 metrar að stærð og kostar leigan kr. 100. Bæjarstjóri Njarövíkurbæjar Þaö er vor í huga mér. Mér líður alveg einstaklega vel og vildi óska þess, að voriö heföi sömu áhrif á ykkur. Hafið þið tekið eftir þvi, hve bókstaflega allt breytist, þegardaginntekur að lengja? Þó að ég sjálf þrái alltaf haustið og rökk- ur, láti mig dreyma um kertaljós og rómantík, jafnast ekkert á við komu vorsins. Er ekki gaman að sjá krakkana sippa og sparka bolta? Þau hafa hent frá sér lopapeysum og vettl- ingum. Stundum dettur mér í hug, að þau hafi gjörsam- lega gleymt skólanum og prófunum. Unga fólkið sprangar nú um göturnar í bleikum og gulum búningum-meiraað segja í samlitum striga- skóm. Hér og þar má sjá hjónakorn í görðum sínum í undirbúningsvinnu. Þau krunka saman um útsæðið, laukana, fræin og moldina. Þarna bogra þau í tíma og ótíma, þar til árangur erfiðis þeirra kemur í Ijós. Oft er kvartað yfir bakveiki og strengjum, en hvað er það miðaö viö alla litadýröina og uppskeruna, sem viö þeim blasir um síðir? Hjóna- kornin sameinast í ham- ingju og gleöi eftir allt moldar- og arfapúlið. KEFLAVÍK Fasteigna gjöld Síðari gjalddagi fasteignagjalda er 15. maí. Góðfúslega greiðið á gjalldaga og forðist þannig álagningu dráttarvaxta. Innheimta Keflavíkurbæjar Video-útibú Hef opnað videoleigu að Gerðavegi 14a í Garði (fyrir neð- an Samkomuhúsið). Er með útibú fyrir Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna í Reykjavík, Regnbogann, Háskólabíó o.fl. Gott úrval í BETA og VHS. ATH: Nýjar myndir vikulega, með og án texta. Leigi einnig út videotæki og sjónvarpsspil. Opið mánudaga-föstudaga kl. 18-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14-21. Video-útibúið Garði - Sími 7180 Kosningaskjálftinn er lið- inn hjá. Að vanda eru 50% ánægðir - hinir óánægðir. Það er annars merkilegt, hvað þetta allt er fljótt að gleymast. En þeim körlum, sem munu sitja Alþingi, ætti að geta liðið eitthvað betur. Þeir hafa nú hvorki meira né minna en 9 skvísur til að horfa á. Gæti það ekki haft góö áhrif á liðið? En eitthvað hlaut að koma í staðinn fyrir kosn- ingaskrifin. Stjórnarmynd- unarviðræður hafa gjör- samlega horfið í skuggann fyrir honum „Scarsdale" - blessaður sé hann. Nú þurf- um við ekki lengur að berj- ast viö aukakílóin með svelti, nú lesum við bara þessa ágætu bók. Það lítur helst út fyrir að lesturinn einn nægi, svo mögnuð er bókin. Við getum sleppt því aö borða bara egg og grape, nú getum við lesiö og borðað svo til hvað sem er, þ.e.a.s. með réttu hugar- fari og ákvarðanatöku. Ekki þurfum við að forð- ast GLÓÐNA hans Axels, því að þar er hinn girnileg- asti salatbar. Sund, göngu- ferðir og íþróttir hjálpa mikið, en þaðerekkertnýtt. Sem sagt: Niðurstaðan er og verður alltaf hin sama: Tökum jákvæðar ákvarð- anir, sem við teljum bestar fyrir okkur sjálf. Enginn annar gerir það fyrir okkur. Vorið, sólin og bjartsýnin hjálpa okkur til að lifa heil- brigðu lífi. Kveð ykkur að sinni með brosi. Ykkar einlæg, KLEÓ Blómafræflarnir: Tveir söluaðilar á Suðurnesjum Eftir að síðasta tölublað kom út hafði Hólmar Magn- ússon samband við blaöið vegna fréttar um að Gísli Reimarsson væri sölumað- ur fyrir blómafræfla hér á Suðurnesjum. Sagði Hólm- ar að málum væri þannig háttað, að hann væri hinn rétti sölumaður, þ.e. beint frá sölusamtökunum sjálf- um, en Gísliseldi hinsvegar í gegnum sölumann sem væri í Reykjavík. Þá sagði Hólmar aö ástæðan fyrir því að töflur þessar væru ekki seldar í búðum eða apótekum væri sú, að verið væri að halda verðinu niðri, og því væri þetta sölukerfi notað. Um geymsluna sagði hann að með þessi lyf væri eins og mörg önnur, þau þyrfti að geyma í ísskáp, annað væri það ekki. Einnig tók hann fram að í þessum töflum væri engin aukaefni, þau virkuðu eins og kvöldrósarolían umtal- aða, nema hvað blóma- fræflarnir hafa fleiri bæti- efni sem koma bewit frá náttúrunni sjálfri. Að lokum sagðist Hólm- ar koma með blómafræfl- ana heim til fólks, ef það óskaði þess, en að undan- förnu hefur mikið færst í vöxt að hans sögn, að vinnuhópar sameinuðust um að kaupatöflur. Hægt er að ná í Hólmar í síma 3445, sem er heimasími hans. Gísli Reimarsson hafði samband við blaðið og sagði aðaf gefnu tilefni vildi hann láta það koma fram, að hann starfaði alveg eins fyrir sölusamtökin eins og Hólmar, og gæti hann stað- fest það með framvísun samnings þar að lútandi. Þá sagðist Gísli vita til þess að fleiri söluaðilar væru hér á svæðinu en þessir tveir. - epj. Suðurnesja- mærífegurðar- samkeppni Föstudaginn 13. maí fer fram í Broadway kynning á þeim stúlkum sem taka þátt í keppninni um titilinn Feg- urðardrottning íslands, en val á henni mun fara fram á sama stað þann 20. maí. 10 stúlkur hafa verið valdar til aö taka þátt í keppninni, en ein þeirra er Suöurnesjamær, Hulda Lárusdóttir, fædd 22. jan. 1965 í Keflavík og alin upp í Njarövík. Hún vinnurviðaf- greiðslustörf í Safír f.h. og í Poseidon e.h., og auk þess er hún þátttakandi í tísku- sýningarhópnum „VIÐ". epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.