Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 2. júní 1983 VÍKUR-fréttir \fimn 0€tUl Utgefandi: VlKUR-fréttir hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 1391 Afgreiösla, ritstjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setmng og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Tónlistarskóiinn í Vogum: Öðru starfsári lokið Skemmtun þroskaheftra í Stapa: Stórkostlegt framtak Suðurnesjamanna Um miðjan maí sl. lauk 2. starfsári Tónlistarskólans í Vogum. Skólann sóttu 45 nem- endur og kennt var á píanó, málmblásturshljóðfæri, sópran- og altblokkflautur, gítar, og einnig var kennd- ur einsöngur. Tónfundir voru einu sinni í mánuði, opnir aðstandendum nem- enda. Vortónleikar skólans fóru fram 7. maí og komu þar fram 34 nemendur og léku á hin ýmsu hljóðfæri. Kennarar við skólann í vetur auk skólastjóra, Ragn- heiðar Guðmundsdóttur, voru þau Ágústa Þórólfs- dóttir, Hilmar Þórðarson og Ríkharður Friðriksson. 11 nemendur luku stigapróf- um. Prófdómararfengnirað skólanum voru þeir Jón Hjaltason trompetleikari, Joseph Fung gitarleikari og Kristinn Gestsson píanó- leikari. Kennsla hefst að nýju um miðjan september n.k. og verður kennt á tréblásturs- hljóðfæri auk áðurnefndra hljóðfæra. - R.G. Þaö var mikil gleði og stemming á dansleiknum í Stapa síöasta sunnudag, og er langt síðan annað eins fjör hefur sést þarna. Aðalvandamálið vlö dans leik sem þennan er að fá fólk til að hætta að dansa, því hreinlega er hætta á því að það ofgeri sér. En hvaða fólk skyldi hér vera á ferö- inni? Fyrir þá sem ekki vita það nú þegar, þá er hér um að ræða árlegan dansleik þroskaheftra. Var samkom- an nú sú langstærsta sinnar tegundar, en talið er að um 50% þroskaheftra í landinu hafi komið, eða 400, en alls voru þarna um 600 manns. Að venju er öll vinna við þessa skemmtun veitt ókeypis, og var Torfi Jóns- son forstöðumaður Stapa spurður hverjir þeir væru sem veittu þessa ókeypis aðstoð. ,,Ópal gefur sælgæti, Sanitas gefur allt gos, kaffi- meðlæti gefa Systrafélagið og Kvenfélagið, en konur úr þessum félögum baka það," sagði Torfi. „Ennfremur Valgeirsbakarí og Ragnars- bakarí. En þvi miðurgleymd ist Gunnarsbakarí, og vil ég biðjast velvirðingar á því, en ég mun reyna að muna eftir því næst. Stapi og starfs- fólkiö gefur alla sína vinnu, Axel Jónsson gaf einnig kaffimeðlæti, hljómsveitin Pónik og skemmtikraftar gáfu sína vinnu, og svona má lengi telja," sagði Torfi. Kvaðst hann vilja þakka öllum aðilum sérstaklega fyrir. Fyrir hönd foreldra þroskaheftra sá Sigurður Hallgrimsson, tæknimaður hjá útvarpinu, um skipu- lagningu mála, og tókum við hann tali. „Þær skemmtanir sem hér hafa verið eru alveg stórkostlegur viðburður í lífi þessara einstaklinga, og á þetta framtak Suðurnesja- manna ekki sinn líka“, sagði Sigurður. „Þetta er mesta hátíð hjá þessum hóp og hér er nú saman kominn stærsti hópur þroskaheftra sem komið hefur saman í einu. Þessi hópur er af heimilum af öllu suð-vest- urhorninu og Suðurlandi einnig, og svarar það til að um helmingur þroskaheftra á landinu væri hér saman kominn. Fólkið er yfir sig ánægt með þessarskemmt- anir og er spenningurinn þaö mikili, aö strax á haustin er farið að spyrja um Stapaskemmtunina. Er þvi hér um ómetanlegt framtak Suðurnesjamanna að ræða, sem erfitt er að þakka að fullu fyrir." Einar Guðberg er tengi- liður hópsins hér syðra og sagði hann að upphaflegu hugmyndina að þessu hefðu átt Guðjón Valdi- marsson og Ásdis kona hans, og væri þetta fjórða eða fimmta skemmtunin sem hér væri haldin, og væri þetta nú orðinn óað- skiljanlegur þáttur í lífi þessara einstaklinga. - epj. Málmblástursflokkur nemenda úr Tónlistarskólanum Þaó var mikió fjör á dandgólfinu Fasteignaþjónusta Suðurnesja | Sírnar 3722 - 3441 KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: 2ja og 3ja herb. ibúöir: 2ja herb. íbúö viö Vesturbraut. Sér inng.............. 620.000 Ibúðarskúrar 50 ferm. við Birkiteig og Hringbraut .... Tilboð 3ja herb. nýleg ibuö viö Hjallaveg, laus strax. Einkasaia 850.000 100 ferm. nýleg efri hæö viö Vesturgötu m/bilsk. Einkasala. 1.200.000 Glæsileg ný ibúö viö Fífumóa, 77 ferm., lau strax .... 970.000 3ja herb. nýleg ibúð við Hjallaveg ................... 800.000 3ja herb. góö ibúö me'ð bílskúr við Hafnargötu. Ekkert áhv. 750.000 3ja herb. neðri hæö við Aöalgötu ..................... 680.000 4ra og 5 herb. ibúöir: Viö Fitjabraut, góö ibuö ............................. 450.000 4ra herb. ibúö við Hólabraut ......................... 850.000 125 ferm. neöri hæð viö Reykjanesveg ................. 900.000 Efri hæð með bílskúr viö Hólagötu .................... 800.000 12o ferm. góö íbúð við Grundarveg 21 ................. 920.000 Góð efri hæö meö bilskúr vlö Hringbraut 68 ........... 1.400.000 4ra herb. efri hæö viö Hátún 21 ...................... 930.000 Góð efri hæö viö Garðaveg 2 .......................... 790.000 Faxabraut 28. efri hæö og ris ........................ 800.000 106 ferm. ibúð við Faxabraut (fjölbýlishús) .......... 650.000 110 ferm. neðri hæö við Hólabraut 8 .................. 1.000.000 Stór ibúö við Vatnsnesveg með 80 ferm. bilskúr ....... 1.100.000 4ra herb. efri hæö við Hringbraut meö bilskúr ........ 950.000 Neöri hæð ásamt kjallara við Hólabraut, bílskýli ..... 1.150.000 Nýleg íbúð á neöri hæö, 165 ferm.. bilskúrsréttur .... 1.200.000 Hringbraut 92, 5 herb. ibúð .......................... Tilboð Efri hæö viö Kirkjubraut 22, l-Njarðvik. Sér inng., gott verð 500.000 Neðri hæð við Kirkjubraut, l-Njarövík, með bílskúr ... 750.000 Eldra einbýlishús við Vallargötu 4 ................ 890.000 Einbýlishús viö Kirkjuveg. mikið endurbætt ........ 1.100.000 Einbýlishús meö bílskúr við Baldursgötu, mikið endurnýjað 1.150.000 Eldra einbýlishús viö Vesturbraut með bilskúr ..... 1.250.000 Timburhús viö Suðurvelli með bilskúr .............. Skipti möguleg á góðri eign ....................... 1.650.000 Elnbýllshú* m/blltkúr vlö Smáratún, mlkiö •ndurbætt .. 1.750.000 Eldra einbýlishús viö Vatnsnesveg m/tvöföldum bílskúr 1 400.000 146 ferm. einbýlishús við Holtsgötu m/bilskúr, góö eign 1.450.000 120 ferm. einbýlishús með bilskúr við Borgarveg, góð eign 1 800 000 140 ferm. raðhús við Brekkustig, mikiö endurnýjað .... 1.300.000 130ferm. nýtt einbýlishús v/Kirkjubraut l-Njaröv. m/bilsk. 1.400.000 Tvo nyleg einbýlishús við Háseylu (timburhús). Verð frá 1.950.000 150 ferm. nylegt einbýlishús (timburhús) viö Háseylu meö tvöföldum bilskúr. Skipti á góöri eign möguleg .... 1.850.000 Borgarvegur 16, eldra einbýlishús ................. 1.050.000 GARÐUR: Einbýlishus viö Heiöarbraut meö bilskur ........... 1.400.000 Einbýlishús við Sunnubraut með bilskúr............. 1.400.000 Miðgarður 165 ferm einbýlishús með 55 ferm. bilskúr. eignarlóð 3750 rúmm................................ 1.700.000 SANDGERÐI: 90 ferm. einbýlishús viö Brekkustíg, laust strax .. 350.000 120 ferm. hæð við Stafnesveg ...................... 800.000 96 ferm. raðhús með bílskúr, ekki fullklárað ...... 900.000 KEFLAVÍK: Höfum einnig i smiöum raöhús vlö Noröurvelli, sem af- hendast i haust. Teikningar fyrirliggjandi ........ 1.100.000 HELLISSANDUR: Elnbýllshús og raöhús: 120 ferm. við Tungötu, í gúðu ástandi ................ 790.000 Parhús viö Sunnubraut m/bilskúr Skipti möguleg ásérhæð 1.450.000 Rúmlega fokhelt einbýlishús viö Óöinsvelli ........... 1.500.000 I30ferm. nýlegt einbýlishús úr timbri á Hellissandi. Skipti á eign á Suðurnesjum og á Reykjanessvæöi kemur til greina 1.100.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavlk - Símar 3722, 3441

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.