Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 2. júní 1983 VÍKUR-fréttir Frá Gagn- fræðaskól- anum í Keflavík Skrifstofa skólans verður opin til 15. júní n.k. frá kl. 9-13. Skólastjóri verður til viðtals á sama tíma. Skrifstofan opnar að loknu sumarleyfi 15. ágúst. Skólastjóri íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn 6-12 ára hefst mánudaginn 6. júní. Innritun verður í íþróttahúsinu fimmtudag og föstudag frá kl. 13-15 í síma 2730. Í.B.K. Kambur hf. Jarðverktakar-Efnissaia Höfum viðurkennt fyllingarefni: Böggla- berg - Súluefni - Sand - Toppefni - Mold - Torf. - önnumst allar tegundir flutninga með dráttarbifreiðum, flatvögnum og vöru- bifreiðum. Símar: Efnisþurrð er einatt böl 92-1343 og því gott að heyra, 92-2130 Kambsmenn selja sand og möl 92-3045 og sitthvað starfa fleira. 92-2093 H.l. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Starfsmann á skrifstofu Starfsmann vantar til starfa á skrifstofu skólans frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar um starfssvið og launakjör veitir skólameist- ari í skrifstofusíma 3100 og heima í síma 3103. Skólameistari Þakka ykkur fyrir Mig langartil aðkoma hér á framfæri smá skammar- skammti til afgreiöslufólks í þrem tískuverslunum hér í bæ. Ég er ein af þeim sem kaupi afar sjaldan föt, en geri ég það, er eitthvað mikið sem stendur til. Svo núna um daginn langaði mig agalega tll að kaupa mér eitthvað lekkert. Þá byrjaði raunasagan. Ég arka niður í bæ inn í eina tískuverslunina. Svo náttúrlega bíð ég smá stund eftir að afgreiðslustúlkan komi svífandi á móti mér með bros á vör og bjóðist til að aðstoöa. Þar sem enginn var inni í búðinni svona snemma nema ég og af- greiðslustúlkan, hélt ég kannski að hún myndi nú hjálpa mér svolítið. Nei, aldeilis ekki, hún bara stóð þarna og lét hugann reika. Á milli þess sem sem ég gekk berserksgang að fata- hengjunum horföi ég á þessa sætu stelpu sem var örugglega búin að vinna þarna síðan sautján hundr- uð og súrkál. Það lá við að ég bæðist afsökunar fyrir þá óhemju dirfsku að hafa vakið hana upp af dag- draumum sínum með þvíað arka svona inn i búðina, svo ég læddist út úr búðinni og tók á rás í næstu búð, með þá hugsun eina að reyna að finna eitthvað á mig. Og viti menn, ég sé aga- lega skemmtilegt dress og gleymi mér alveg af hrifn- ingu, kalla til stúlkunnar hvað dressið kosti. Hún svarar mér að það sé ekki til í mínu númeri. Ég varð nátt- úrlega agalega skúffuð og labba út. En blessuð stúlk- an bauðst ekki til að sýna mér einhverja aðra flík, sem ég tel að hefði verið alveg sjálfsagt. Félagsheimilið Stapi: Engin eigenda- skipti Gamall Njarðvíkingur hafði samband við blaðið og óskaði eftir því að fá svar við þeirri fyrirspurn, hvort eigendaskipti hefðu orðið á Félagsheimilinu Stapa. Vegna þessa höfðum við samband við Albert K. Sand ers bæjarstjóra í Njarðvík, en Njarðvíkurbær hefur að undanförnu séð um rekstur hússins. Svar hans var stutt og laggott: ,,Nei, alls engin, eigendur hafa verið þeir sömu frá upphafi." - epj. Vinsælasta stúlkan Föstudagskvöld fyrir hvítasunnu fór feguröar- samkeppnin fram í Broad- way, en í keppninni hlaut Hulda Lárusdóttir, Suður- nesjamærin, titilinn ,,Vin- sælasta stúlkan". Þennan titil kjósa keppendur sjálfir úr sínum hópi. - epj. Ég labba mér inn í næstu búð. Þar tek ég strax eftir þvi að tvær konur eru að máta, önnur reyndar hjálp- aði hinni að velja, en af- greiðslustúlkan stillti sér upp viðafgreiðsluborðiðog virtist vera að bíða eftir að draumaprinsinn myndi koma og flytja hana á brott úr þessum leiðinlega hvun- dagsleika. En ég dríf mig að fatahenginu og skoða, gramsa, leita og þukla á efni. Ég gerði tilraun til að násambandi viðafgreiðslu- stúlkuna meö því aö spyrja um verð á buxum. Jú, mikl- um áfanga var náð í versl- unarsögu minni þennan morgun. Stúlkan svaraði mér, en svo bara ekki sög- una meir. Mér datt nú bara si svona í hug að draga stelpuna á hárinu og neyða hana til að aðstoða mig við val á fatnaði, en svo fannst mér það nú dálítið of gróft. Nokkuð annasamt var hjá slökkviliði BrunavarnaSuð- urnesja síðasta sunnudag, en það sem sameiginlegt var með þrem útköllum þennan dag var að í öllum tilfellum var um að ræða útköll á starfssvæði ann- arra slökkviliða á skagan- um. Um morguninn fór fram á Keflavíkurflugvelli hóp- slysaæfing, þarsem slökkvi li ðin í Miðnesh reppi, Grindavík, B.S. og á Kefla- víkurflugvelli tóku sameig- inlega þátt í. Ég fór því bara til Reykja- víkur og keypti mér föt þar, sem ég hefði getað keypt hér líka, en vegna skemmti- legrar þjónustu í Reykjavík valdi ág að kaupa frekar þar. Stelpur mínar, gerið það nú i öllum guðs-bænum, að kreista fram bros og vera smá svona liprar við við- skiptavinina, svona rétt á meðan þeir staldra viö, svo getið þið bölvað í einrúmi á eftir. Þó að klukkan sé ekki nema 10 að morgni og þið nývaknaðar og úrillar, verið þá hressar við fólk sem droppar inn til að kaupa eitthvað smart á kroppinn. Vel klæddur og glaður við- skiptavinur er besta auglýs- ingin. Hættið þessu self- service-búðarleik. Ég vann nú sjálf í tískuvöruverslun og held að ég geti dæmt um framkomu ykkar. Kærar kveðjur. Kl. 14.50 var slökkvilið BS kallað út að bifreiðaverk- stæði að Bala á Stafnesi, en þegar komið var á vettvang var eldur í veggjum og þaki hússins. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæð- inu, verkfærum og tveimur bílum er voru inni á verk- stæöinu. Eldsupptök voru út frá rafmagni. Um kvöldmatarleytið var síðan slökkt í mosa við Sel- tjörn, innan hreppamarka Grindavíkur. Vareldurinn af mannavöldum. - epj. Annar bílanna, sem skemmdist að Bala TILKYNNING til íbúa á Suðurnesjum frá Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja um breyttan opnunartíma: Frá og með sunnudeginum 29. maí og til júlíloka verður stöðin opin alla virka daga til kl. 23 og frá kl. 13-17 á sunnudögum. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Björk Eldur í bifreiðaverk- stæði á Stafnesi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.