Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 6. október 1983 Suðurnesjamenn Námskeið í siglingafræði, 30 tonna réttindi, hefjast á næstunni. Nánari upplýsingarveittarísíma 1609. Þorsteinn Kristinsson ÚTSALA! íslenskur Markaður hf. heldur útsölu á ýmsum ullarvörum í vöruhúsi sínu að Iða- völlum 14b, frá 1. til 17. okt. n.k. Opið frá kl. 13-18 alla virka daga og laug- ardaga frá kl. 10-14. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. D®!l£!íimö‘ GLANSGALLAR don cano HENSON Vorum að taka upp glansgalla frá Puma og Henson og Liverpool-búninga. /1 Simi 2006 >■ “ Mr Simi Hringbraut 92 - Keflavik VIKUR-fréttir Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar: „Vinsældir viðarþilj- anna að aukast aftur“ - segir Þorvaldur Ólafsson Einn þáttur af mörgum í framleiðslu Trésmiðju Þor- valdar Ólafssonar er fram- leiðsla á viðarklæðningum. Með tilkomu nýrrar véla- samstæðna gera þær það kleift að framlelða 10 þús. fermetra af viðarþiljum i spónlögðum klæðningum í mismunandi litum, á tveim vikum. Koma þá um 7-8 manns nálægt verkinu á meðan þiljurnar renna í gegnum vélarnar. 10 þús. fermetrar jafngilda þiljum á 220 stofuloft. En til hvers að framleiða svo mikið í einu? ,,Þaö gerir það að verk- um aö varan verður sam- keppnisfær við innflutta vöru hvað varðar verð," sagði Þorvaldur. Að sögn Þorvaldar hefur eftirspurn eftir viðarþiljum aukist mjög undanfarið, en á timabili var við högg að sækja þegar fólk keypti í ríkum mæli filmuklæðning- ar, en nú er það að detta upp fyrir og fólk vill aftur orðið viöarþiljur. ,,Varöandi gæðin þá notum viö mun meira lakk heldur en tíðkast erlendis og með tilkomu þessarar lakksamstæðu þá fáum við bestu hugsanlegu áferð, og það er mikilvægast. Klæðn- ingunum verður dreift á alla helstu byggingavörusala landsins undir vörumerk- inu TRE-X," sagði Þorvald- Samhliða framleiðslu á viöarklæðningum framleið- ir Trésmiðja Þorvaldar sams konar plötur undir málningu til að klæða veggi og loft, og eru þær settar saman með nót og tappa eins og þiljurnar. Um er að ræða tvær breiddir af vegg- klæðningum og 3 stærðiraf loftklæðningum. Þessi gerð af klæðningum gerirsparsl- vinnu óþarfaá milliveggjum og eru mjög einfaldar í upp- setningu. ,,Við bindum miklarvonir við að ná stórri markaðs- hlutdeild með þessa vöru," sagði Þorvaldur að lokum. pket. ur. Það tekur tvær vikur aö framleiða 10 þús. fermetra Með meiri notkun lakks næst betri áferð Stelpur í strákastörfum . . . eða hvað? „Nei, þetta er ekkert frekar strákastarf“ Anna Andersdóttir, voru á fullu við eina vélina þegar blaðamann bar að garði og spurði þær hvort þeim fynd- ist þetta vera strákastarf. ,,Alls ekki,“ svöruðu þær harðákveðnar. En er þetta ekki erfitt og þyngri vinna en þið eigið að venjast? ,,Ekki fyrir mig,“ sagði Erna (greinilega hörkukvendi þetta!). „Þetta er mun erfið- ari vinna fyrir mig miðað við þar sem ég var áður, en það var á sjoppu," sagði Anna. En eruð þið ánægðar hér? ,,Já, þetta er fint,“ sögðu þær báðar í kór, og þá var blaðamaðurinn rokinn því þær höfðu engan tíma til að masa meira. - pket. „Þetta er ekkert erfiðara" - segir Ólína Stefánsdóttir Ólina Stefánsdóttir er einnig að vinna hjá Trésmiðju Þorvaldar Ólafs- sonar, og er hún búin að vera í eina viku við fram- leiðslustörf. Við spurðum hana hvort henni fyndist þetta vera karlmannsstarf. ,,Nei, alls ekki, og mér finnst þetta ekki vera erfið- ara heldur en ég er vön.“ En hvernig líkar þér svona vinna? ,,Bara vel,“sagði Ólína og þá varð blaðamaöurinn að þjóta því Ólína var við vinnu á svokallaðri pressu sem ekki gat beðiö lengur. pket. Ólina við pressuna ásamt Ólafi Þorvaldssyni Hjá Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar vinna nú 3 stúlk- ur við framleiðslustörf, sem hafa yfirleitt verið talin vera strákastörf. Mun þetta vera nánast einsdæmi, alla vega á Suðurnesjum. En hvað segja stúlkurnar um það. Tvær þeirra, þær Erna Sigurðardóttir og Erna Sigurðardóttir (t.v.) og Anna Andersdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.