Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. október 1983 11 „Rússagrýlan" heldur Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum saman Brio og Baby-Björn barnavörur Eldhúsborö og stólar (pinna) Sjónvarps- og videoskápar DUUS-HÚSGÖGN Hafnargötu 36 - Keflavík - Sími 2009 Frummælendur, talió f.v.: Svavar Gestsson, Elsa Kristjánsdóttir og Geir Gunnarsson. Sl. mánudagskvöld hélt Alþýðubandalagið opinn fund í Stapa og sótti hann ríflega eitt hundrað manns. Var þessi fundur liður í fund arherferð um landið. Fyrsti fundurinn var haldinn á Akranesi og var þessi annar í þessari hringferð. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, að stjórnmálamenn hafa um þessar mundir verið iönir við fundaherferðir, þar sem þeir kappkosta að skýra ástand þjóðmála, hver með sínum hætti. Á fundinum í Stapa töluðu fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins þau Elsa Kristjánsdóttir, Geir Gunn- arsson og Svavar Gests- son. Ræddi Elsa um þær stór- felldu árásir á lífskjör al- mennings sem nú ættu sér stað og væru langt umfram minnkun þjóðartekna, auknar hernaðarfram- kvæmdir sem nú væru á döfinni og að nú væru stjórnarsinnar ófeimnir við að kalla hlutina hinum réttu nöfnum. Nú væri ekki rætt um mengunarvarnir eða endurnýjun olíugeyma, heldur viðurkenndu þessir menn nú að hér væri fyrst og fremst um stórfelldar hernaðarframkvæmdir að ræða. Jafnframt vék hún aö viðtali við Jón O. Halldórss. þar sem hann bendir á að Morgunblaðinu takist með endalausri umfjöllun um „Rússagrýlu" að halda Morgunblaðinu og Sjálf- stæðisflokknum saman. Þannig hafi blaðið búiðtil blekkingu handa lesendum sinum. Það komi síðan Morgunblaðslesendum merkilega á óvart að það Al- þýðubandalagsfólk sem það hefurkynnt, kemurekki heim og saman við þá ímynd sem Rússagrýlu- áróðri Mogganshefurskap- að. Að þessu loknu tók Geir Gunnarsson til máls og rakti með tilvitnunum í leið- ara Tímans frá 1979. Gagn- rýni Framsóknarmanna þá á leiftursókn íhaldsins gegn lífskjörum almennings. Þá rakti hann helstu liði ,,leift- ursóknarinnar" og sýndi fram á að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar væri nú i öllum megin dráttum þær sömu og fólust í leiftur- sókninni. Þá voru aðgerð- irnar nú í einu veigamiklu atriöi frábrugðnar. Þá talaði Svavar Gests- son og gerði hann einkum að umtalsefni hatrammar einhliða árásir á launafólk á meðan milliliðir hefðu allt sitt á hreinu. Nefndi hann sem dæmi stórbyggingar (slenskra Aðalverktaka og að nú söfnuðu þeir stór- felldu sparifé á bankareikn- inga. Samt hefði hann ekki vitað til að gengismunur hjá þeim hefði verið skattlagð- ur. Hann nefndi bankana, sem fjölmargir væru nú að bæta við sig húsnæði og hefði þó margt skort annað frekar, og nú kepptust þeir við að opnagjaldeyrisdeild- ir hver á eftir öðrum. Hann nefndi stórhýsi mjólkursamsölunnar, sem væri að flatarmáli álíka og tveir fótboltavellir. Hann nefndi stórar fúlgur sem fara ættu í flugstöð á meðan lágmarksöryggi væri viða ábótavant á flugvöllum landsins. Allt þetta ætti sér stað meðan láglaunafólki væri sagt að herða sultar- ólarnar. Að framsöguræðum lokn Sjálfstæðismenn hefðu ekki gengiö svo langtí nein- um tillögum að leggja til að samningsréttur væri tek- inn af launafólki. Svo stór- fellda árás á almenn lýðrétt- indi hefðu Sjálfstæðismenn ekki lagt á borð. Framsókn- armenn hefðu hins vegar ekki látið sig muna um þær og meira að segja lagt til í upphafi að banna kjara- samninga í enn lengri tíma en nú er gert. Svona harkalegum að- gerðum hefði enginn átt von á, helst heföi mátt eiga von á þeim frá Framsókn, þeim flokki sem alla tíð hefði nærst á óréttlátri kosningalöggjöf og hefði sjaldan vilað þaðfyrirsérað hefta framgang lýðræðis. um urðu nokkrar umræður og gerðu sumir fundar- menn athugasemdir við málflutning þeirra þre- menninga og báru fram fyrirspurnir. Fyrstur þeirra var Margeir Margeirsson, sem sagði að því miður væru orð Svavars um 7.5% hagnað fiskvinnslunnar ekki réttar. Kvaðst Margeir einmitt nú vinna að því að stöðva rekstur sins fyrir- tækis, sem þó væri gamalt í þessum bransa. Sólveig Þórðardóttir spurði um niðurskurð í heil- brigðisþjónustu, og fleiri tóku til máls. Virtist fólk vera á einu máli um að ástand þjóðmála væri slæmt nú. J.G. Riflega 100 manns sóttu fundinn. Stólar - Baðborð - Kerrur - Kerrupokar Burðarrúm - Barnarúm - Hlið fyrir stiga. LEIKHÓLMI - Sími 3610 Furu-hjónarúm Ódýrir svefnbekkir Mjög vönduð borðstofusett

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.