Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 3. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir mun Útgefandi: V(KUR-fréttir hf. Rltstjórar og ábyrgóarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 2693 Afgrelösla, rltstjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavík toE/fl/iP ® 2211 Leigubílar - Hræringar i Video-stræti Þó nokkrar hræringar hafa aö undanfórnu veriö hjá videoleigunum viö Videostrseti i Keflavik. þ e Hafnargötuna. Tv»r leigur i efri hlutanum hafa flutt sig niöur I neöri hlutann. en á sama tima er leiga sem veriö hefur i neöri hlutanum aö undirbúa flutning I efri hlutann Þó talaö sé um efri og neöri hluta Videostraetis. eru videoleigurnar 6 aö tölu þó aöeins staösettar á miili númeranna 16 og 38 viö Hafnsrgotuna Og eins og margir vita hafa tvær leig- anns. Videoking og Mynd- vsl. flutt sig til. sú fvrri frá nr. 32 aö 17. og hin sioari frá nr. 35 aö 16. en á sama tima stendur yfir undirbúningur aö flutningi Videostar frá nr. 19 aö 35 Hvort hinar þrjár leigurn- ar »tia aö flytja sig um set innan þessa kjarna er taliö ósennilegt. en þaer eru eins og kunnugt er Studeo. Videoqueen og Phoenix. ERUM flUTTIB ’| fíOTUNA Æ’jev rwrr-sje , Sandgerði: Mótmælir vinnubrögð- um bygginganefndar Myndatökur við 'allra hœfi. nymijnD Hafnargötu 26 - Keflavík - Simi 1016 Gengið inn frá bílastæði. Á fundi í hreppsnefnd Miðneshrepps 7. sept. sl., óskaði Sigurður Friðriks- son eftir bókun, sem send yröi bygginganefnd og byggingafulltrúa. ( bókuninni mótmælir hann þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru, þegar teikningar af mannvirkjum eru lagðar fyrir bygginga- nefnd löngu eftir aö við- komandi framkvæmdir eru hafnar og þeim jafnvel lok- ið. Þá óskar hann eftir að í framtíðinni verði viðhöfð eðlileg vinnubrögð og fariö eftir byggingarreglugerö í einu og öllu. Var nefnd bókun síöan tekin fyrir á fundi í bygg- inganefnd Miðneshrepps Fasteignaþjónusta Suðurnesja 23. sept. sl. og þar urðu all snarpar umræður um inni- hald bókunarinnar, og sam- þykkti nefndin að benda á að með þeim gögnum sem liggja fyrir í dag er nánast ekki hægt að fylgja bygg- ingarreglugerð í einu og öllu. Óski hreppsnefnd hins vegar eftir að reglugerð verði fylgt, vill nefndin benda hreppsnefndarfull- trúum á að kynna sér á- stand skipulagsmála hreppsins. Bygginganefnd hefur ítrekað rekið á eftir þeim máium fyrir daufum eyrum. Bygginganefnd vill einnig að fram komi, að bygginga- fulltrúi hefur hliöraö lítil- lega til í ýmsum málum með fullri vitund og samþykki bygginganefndar, og telur þessa bókun því ómaklega. Björgvin GK149 Fyrir stuttu var sagt frá kaupum Suðurness hf. í Garði á 24 ára gömlu skipi, Björgvin, úr Reykjavík. Hef- ur skip þetta verið í klössun að undanförnu, nú síðast hjá Skipasmíðastöð Njarð- víkur, en mun von bráðar hefja veiöar meö botn- vörpu. Skip þetta er einn hinna svokölluðu ,,tappatogara“ og mun áfram halda sama nafni, en nýjum umdæmis- stöfum, GK 149. - epj. Njarðvík: Tengivegur fyrir skólabílinn KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: 3-4ra herb. íbúö við Faxabraut, með bílskúr ............... 1.100.000 110 m2 íbúð við Lyngholt .................................. 1.180.000 4ra herb. íbúð við Mávabraut .............................. 1.100.000 140 m2 efri hæð við Sunnubraut, sér inng., bílskúrsréttur .... 1.380.000 4ra herb. íbúð viö Túngötu, góðir greiðsluskilmálar ....... 800.000 150 m2 raðhús við Heiöarbraut, með bílskúr ................ 2.000.000 Raðhús við Brekkustíg, með og án bílskúrs, verö frá ....... 1.400.000 Einbýlishús við Hrauntún, með bílskúr. Góður staöur ....... Tilboö Vlðlagasjóöshús vlð Bjarnarvelli, endaraðhús, laust fljótlega . 1.650.000 115 m2 raðhús I smfðum við Norðurvelli. Húsin skilast til kaup- enda fullfrágengin að utan, lóð frágengln (steypt loftplata). Gott verð ...................................................... 1.150.000 Höfum kaupanda að góðu elnbýlishúsi I Keflavik, I sklptum fyrir elnbýllshús I Njarðvikum. GARÐUR - GRINDAVÍK: Nýlegt, mjög gott einbýlishús við Hraunholt í Garði, með tvö- földum bílskúr .......................................... 2.800.000 Eldra einbýlishús við Vesturbraut 12, Grindavík. Útborgun eftir samkomulagi ............................................. 600.000 Eldra einbýlishús við Hellubraut 2, Grindavík, laust strax .... 950.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík - Símar 3722, 3441 Steindór Sigurðsson hef- ur sent bygginganefnd Njarðvíkur bréf þar sem hann óskareftiraðopnaður veröi tengivegur milli Sjáv- argötu og Grundarvegar, einungis fyrir skólabíl. Á fundi bygginganefndar 29. sept. sl. samþykkti nefndin opnunina til reynslu í 3 mánuði. 11. okt. sl. varsamþykktin tekin fyrir hjá bæjarstjórn Njarðvíkur, og þar var hún samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði Áka Granz, sem telur of mikla áhættu á að aðrir misnoti opnunina. Þá óskaði bæjarstjóri bók- að að hann sé andvígur þessari ákvörðun fyrir sitt leyti, þar sem skipulag geri ráð fyrir að Grundarvegur sé lokuð gata. - epj. Umrædd tengigata fyrir skólabilinn i Njaróvik.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.