Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 3. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Vogar á Vatnsleysuströnd Þó Suöurnesin telji sig oftastsem eina heiid, villoft fara svo aö litlu byggöarlögin falli i skuggann fyrir byggöakjarnanum Keflavik/Njarövik. Vegna þessa höfum viö hjá Vikur-fréttum ákveöiö aö reyna aö bæta þarna nokkuö úr. Munum viö heimsækja byggðarlögin oftar og veröur fyrsta umferö i þessu blaöi og þeim næstu. Fyrst heimsóttum viö Voga á Vatnsleysuströnd og tókum viötal viö ibúa, og sést árangurinn hér á eftir: „Léleg þjónusta sýslumanns“ Á ferð okkar um Voga- gerði rákumst við á Hrein Hreinn Guömundsson Guðmundsson, þar sem hann var að mála við versl- unina Vogabæ, og spurð- um hann fyrst hvernig væri að búa í Vogum. ,,Það er fínt.“ Fara Vogamenn mikiö út fyrir hreppinn að versla? ,,Já, aðallega til Keflavík- ur og í Hafnarfjörð." Ertu ánægður með opin- bera þjónustu hérna? ,,Mér finnst hún léleg hjá sýslumanni og finn lítið fyrir þjónustu bankanna." Eru Vogamenn einangr- aðir varðandi samgöngur og félagslff? ,,Nei, það finnst mér ekki, hér er ágætt félagslíf og góðar samgöngur meðan snjórinn er ekki korninn." „Erum með mannafla ílágmarki1 Inni í versluninni Vogabæ hittum við eiganda hennar, Guðmund Sigurðsson, og spurðum hann fyrst hvernig væri að búa í Vogum. ,,Ég er búinn að búa hér í 7 ár, þau voru erfið fyrstu 2 árin, en nú vildi ég hvergi annars staðar búa.“ Fara Vogamenn mikið út fyrir hreppinn til að versla? ,,Já, svolítið finnst mér það, en við því er bara eðli- leg skýring. Hér eru engin þjónustufyrirtæki, enginn banki, og svo vinnur svo mikill hluti ibúanna utan hreppsins, bæði innfrá og uppi á flugvelli." Hvernig er opinberri þjónustu háttað hérna? ,,Hún er engin, nema ef vera skyldi hreppsskrifstof- an, sem veitir alla þá þjón- ustu sem hreppsskrifstofur eiga að veita. Umboðsmað- ur sýslumanns er hérna og hann getur náttúrlega tak- markað gert. Við erum að vísu ekki með heilsugæslu- stöð, heldur heilsugæslu- herbergi, og það er ágætis þjónusta. Sama er með pósthúsið, það er eins og annars staðar." Eru Vogamenn einangr- aðir varðandl félagslíf og samgöngur? „Nei, alls ekki.“ Hvernig er að reka versl- un f Vogum? ,,Ég held að það sé allt í lagi, ég náttúrlega byrja á þeim tíma þegar vaxtakjör voru betri og það hefur fleytt mér yfir, og við vinn- um mjög mikiö við þetta bæði, hjónin. Við erum með mannafla í lágmarki og þannig hefur okkur tekist að redda þessu. Sumrin eru mjög léleg hérna, þá eru bæði frysti- húsin lokuð í mánuð og þá dettur botninn alveg úr versluninni, og það skapar okkur erfiðleika fram á haustið. En að öðru leyti er mjög gott að reka hérna verslun. Ef maður horfir til framtiðarinnar, þá á að fara að hrúga svo mikið að fyrir- tækjum hérna, að maður bara hlakkar til.“ Guömundur Sigurðsson, kaupmaður Barnafatnaður ** Vorum að takaupp FRANSKAN BARNAFATNAÐ Einnig mikið úrval af LEIKFÖNGUM. Verðum með sér- staka kynningu á barnafatnaðinum n.k. laugardag, 5. nóv. frá kl. 10 - 16. VERSLUNIN LYNGHOLT Hafnargötu 37 - Keflavík Nú er allt troðfullt af nýjum myndum og yfir 60 nýir titlar væntanlegir í þessum mánuði. - Verið velkomin. VERSLUNIN VIDEOKING Hafnargötu 17 - Sími 3088 Opið mánudaga-miövikudaga frá kl. 16-22 fimmtudaga-sunnudaga frá kl. 14-23 „Ágætt að búa í Vogum“ Inni í fiskverkunarstöð Valdimars hf. var hópur af fjörugu og málgefnu starfs- fólki að vinnaviðýsuflökun, og tókum við einn flakara tali, en hún heitir Inga Inga Bjarnadóttir Fiskverkunarhús Valdimars hf. Snyrtilegt hús viö Vogagerði Bjarnadóttir, og fyrst spurð- um við hana hvernig væri að búa í Vogunum. ,,Ágætt,“ svaraði hún stutt og laggott. Fara Vogamenn mikið út fyrir hreppinn að versla? ,,Já, ég mundi nú halda það, sérstaklega eftir að þeir komu stórmarkaðirnir hér út frá“ (Hagkaup og Samkaup). Hvernig finnst þér háttað þjónustu við Vogamenn hérna? „Mér finnst hún alveg full- nægjandi." Finnst þér Vogamenn vera einangraðir varðandi félagsiif og samgöngur? „Nei, það finnst mér ekki." Notið símsvarann Hjá ýmsum þjónustuaðil- um þar sem fólk er fáliðað vill oft brenna við aðenginn svari í síma þó ætla mætti að einhver ætti að vera við. Stafar þetta oftast af því að viðkomandi starfsmenn hafi þurft að bregða sér frá. Við hjá Víkur-fréttum höfum fyrir löngu gert okkur grein fyrir því að stundum er erfitt að ná í okkur, endaeru starfsmenn aðeins tveir. Því höfum við tekiö í notkun símsvara sem fer í gang ef við erum ekki við á venjulegum tíma. En til að þessi símsvari beri tilætlaöan árangurfyrir alla aðila ættu þeir sem í okkur þurfa að ná, að vera óhræddir viö aö tala þau skilaboð sem komast þurfa til okkar, inn á símsvarann, eftir að tónmerki hefur komið. Með því móti er öruggt að við fáum viðkom- andi skilaboð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.