Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Er mikill hagnaður af rækjunni? ( Degi var nýlega vityal. viö bæjarfulltrúa á Sauðár- króki um rækjuveiðar, ocf þar sagði hann: ,,Það hafa iándað hér tveir rækjubátar í allt sumar og afla þeirra verið ekið til Keflavíkur. Menn halda því að rækju- Fimmtudaginn kl. 21: SVARTI FOLINN “ABSOLUTELY WONDERFUL ENTERTAINMENT.” -Gene Shalii, WNBC-TV “Today" Show ‘AN ENTICINGLY BEAUTIFUL MOVIE.” -Rona Barrett, ABC-TV “EVERY FRAME A MASTERPIECE” —Fred Yager, Associaled Press PRANCIS FORD COPPOLA ^dcl^JlOb ,★★★★★ (Fimm stjörnur) Einfaldlega þrumugóö saga, sögö meðslíkri spennu, aö þaö sindrar af henni. - B.T. Kaupmannahöfn. Óslitin skemmtun, sem býr einnig yfirstemmningutöfr- andi ævintýris. fGlGtmimtuniEwcrs TUmted Artists A Transamenca Company Sunnudagur: Kl. 14.30: ELDFUGLINN (teiknimynd) ★ Kl. 17: THING m i t«j»r *. imi i m.m m Ki-ti- jbiisemi vinnsla hljóti aö gefa vel í aðra hönd, fyrst hægt er að gréiöa þennan flutnings- kostnað." Vegna þessara ummæla höfðum viö samband við Pál Axelsson, en hann er út- gerðarmaöur þeirra báta sem hér eiga hlut að máli, þ.e. Jöfurs og Jarls KE. „Út af fyrir sig er þetta orðiö mjög dýrt hráefni þegar það hefur verið flutt hingað, og gefur því ekki mikið í aöra hönd,“ sagði Páll. „Það sjónarmið sem verið hefur ríkjandi hjá okk- ur var að skapa bátunum verkefni. Ef þetta verkefni hefði ekki verið fyrir hendi hefðu þeir eins og svo margir hliðstæðir bátar legið við bryggju í allt sumar. Þá er það óumdeil- anlegt, að við höfum veriö að skapa með þessu verkefni hér heima fyrir, hefði þetta ekki komið til hefðum við þurft að segja upp meiri hluta af starfs- fólki okkar hérna, því þá var ekki úr öðru að moða en þurrkun á saltfiski. Þessi sjónarmið réðu ferðinni. Hinu er ekki að neita, að þetta er orðið of dýrt hráefni til að skila nokkrum hagnaði, hann liggur fremur í því að nýta skipin. Þá má benda á að af þess- ari sömu rækju eru greidd útflutningsgjöld 51/2%, og síðan verðjöfnunarsjóðs- gjald 5%, svo það er sitthvað sem frá þessu dregst, ofan á flutnings- kostnaðinn," sagði Páll að lokum, en hann og bróðir hans, Birgir, reka útgerð þessara báta og fyrirtækið Fiskverkun Axels Pálsson- ar hf. - epj. Nokkur orð um Sögufélagið Kl. 21: SVARTI FOLINN Fyrir um það bil tveimur árum stofnuðu nokkrir áhugamenn Sögufélag Suðurnesja. Félagið fór nokkuð myndarlegaaf stað, og stjórn sem kosin var á stofnfundi komoftog reglu- lega saman. Mikið af tíma stjórnarinnar fór í það að ræða um útgáfu á tímariti eftir aö fjárhagsstuðnings sveitarfélaga hafði verið leitaö. Brugöust sveitar- stjórnir vel við og hétu lið- sinni sínu. Hugmyndin var að tímarit félagsins flytti bæði gamalt efni og nýtt. I því skyni var lögð töluverð vinna í að semja annál atburða á Suð- urnesjum 1982, sem birtast skyldi í þessu riti. Var áformaö að hafajafnan slík- an annál í ritinu ef framhald yrði á útgáfu þessari. Tima- rit þetta átti að koma út á þessu ári, en vafasamt er að af því veröi. í fyrrahaust var borið í hús á Suöurnesjum dreifi- bréf, þar sem mönnum var gefinn kostur á að ganga í félagið. Þar var þess getiö að árgjald til félagsins væri 100 kr. Var ætlunin að það yrðl greltt um lelð og árbók félagsins litl dagslns Ijós. En ýmsir uröu til þess að senda peninga með inn- tökubeiðnunum og voru þeir lagöir inn á reikning fé- lagsins í Landsbankanum í Sandgerði, þar sem gjald- keri félagsins, Elsa Kristj- ánsdóttir, starfar. En þar sem óvíst er hvenær þetta ágæta rit kemur út, fannst mér rétt, sem ritara í stjórn félagsins, að gera grein fyrir afdrifum þessara fjármuna, þó að þetta væri ekki mikiL upphæð. Slíkt hlýtur að telj- ast eðlilegt og sjálfsagt gagnvart þeim sem þessa peninga sendu. Við sem í stjórn félagsins sitjum, þurfum þá ekki að liggja undir ámæli vegna þessa. Eins og ég gat um áðan, var áformað að tímaritið kæmi út á þessu ári. Slík út- gáfa og vinna í kringum hana, er mjög tímafrek, ef vanda á til undirbúnings. Auk efnisöflunar þarf að út- vega myndir og auglýsing- ar, laga málfar á efni því sem birta á og lesa prófark- ir, þegar til prentunar kemur. Ég dreg hins vegar í nokkuð í efa eftir reynslu undanfarinna mánaða, að við í stjórn félagsins getum sinnt því vegna anna. Tala ég ekki síst fyrir mína eigin hönd. Reyndin hefura.m.k. orðið sú, að margföld fé- lagsmálastörf ásamt dag- legu brauöstriti þeirra sem í stjórninni sitja, hafa komið meira og minna niður á störfum stjórnarinnar. Því hefur þetta tímarit ekki komið út. Ekki vil ég þó gera lítið úr samstarfsmönnum mínum, né draga áhuga þeirra í efa, þó ég skýri satt og rétt frá gangi mála. Æskilegt væri ef áhuga- menn á félagssvæðinu, sem teldu sig hafa tíma aflögu, gætu liðsinnt við útgáfu tímaritsins. Ég hygg að flestir séu sammála um nauðsyn á slíku riti. Skúli Magnússon Næsta blað kemur út 9. nóvember. Arnað heilla 1. okt. voru gefin saman í hjónaband í Keflavíkur- kirkju af sr. Ólafi Oddi Jóns- syni, Ragnhildur Margeirs- dóttir og Hafsteinn B. Haf- steinsson. Heimili þeirra verður að Hólmgarði 2a. 1. okt. voru gefin saman í hjónaband í Keflavíkur- kirkju afsr. Ólafi Oddi Jóns- syni, Þórunn Þorkelsdóttir og Steve Mullir. Heimili þeirra er í Keflavík. 15. okt. voru gefin saman í hjónaband í Keflavíkur- kirkju af sr. Ólafi Oddi Jóns- syni, Ingunn Haltdóra Rögnvaldsdóttir og Brynj- ólfur Nikulásson. Heimili þeirra er að Heiðarbóli 6. Ljósmyndir: NÝMYND. Gangbrautar- vörður Bæjarstjórn Keflavíkur hefur samþykkt að ráða gangbrautarvörð til að vakta gang- braut við Hafnargötuna. Starfsfyrirkomulag hefur ekki verið ákveð- ið, en vinnutími verður frá kl. 9 - 16. þeir sem áhuga hafa á starfinu, leggi nöfn sín inn áskrifstofu bæjarstjórafyrir 15. nóv. n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.