Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. nóvember 1983 15 Greiddu 19 milijónir dollara við undirskrift Á nýloknum aöalfundi SSS flutti Albert K. Sand- ers, bæjarstjóri í Njarðvík, fróölegt erindi um Orku- veitu Suðurnesja og kom í því sambandi inn á fjármál Hitaveitu Suðurnesja og hlut Varnarliðsins í kostn- aði viö tengingu flugvallar- ins við heita vatnið frá Svartsengi. Um fjármál HS sagði Al- bert m.a.: „Heildarfjárfesting HS í árslok 1982 nam tæpum 80 milljónum dollara, eða lið- lega 2 milljörðum íslenskra króna. ( frumáætlun var út frá því gengið að eigin fjár- mögnun fyrirtækisins næmi 20%. Hlutafé var 50 milljón- ir gamlar krónur, eða 500 þús. nýkrónur. Þar af lagöi ríkissjóöur fram 40% eða 200 þús,, og sveitarfélögin 60% eöa 300 þús., og var hlutafé sveitarfélaganna greitt eftir höfðatölu. Ríkis- sjóðsframlagið var lagt fram með borholum sem geröar voru í Svartsengi í til- raunaskyni, áður en HS var stofnuð. Hvorki ríkissjóður eöa sveitarfélögin hafa lagt fyrirtækinu annað fé til. Fjármögnun hefur farið fram með lántökum og eig- in framlagi með tengigjöld- um notenda, annars vegar íbúanna í sveitarfélögunum og hins vegar tengigjaldi Varnarliösins. Tengigjald Varnarliösins og orkusalabyggistásamn- ingi sem geröur var milli HS og Varnarliðsins. Helstu atriði hans eru þau, að Varnarliðiö greiddi tengi- gjald sem samsvarar kostn- aði við eftirfarandi fram- kvæmdir: 1. Hitaveitulögn Svartsengi/ Grindavík 2,6% 2. Hitaveitulögn Svartsengi/ Njarðvík . 50,0% 3. Hitaveitulögn gegnum Njarðvík/Keflavík 3,9% 4 Hitaveitulögn frá Keflavik í Rockville 17,2% 5. Dælustöð íNjarðv. 75,0% 6. Þrír miölunartankar í Njarðvík . 50,0% 7. Aðallína frá dælustöö á Keflavíkurflugv. 100% 8. Dreifikerfi og tankar á Keflavíkurflugv. 100% 9. Orkuver I og II í Svarts- engi, ásamt borholum, raf- stöð undanskilin 50% Upphæð tengigjaldsins viö undirskrift samnings nam tæpum 19 milljónum dollara.“ Síðan sagöi Albert: „Rétt er að taka fram, aö Varnarliðið gaf ekkert í þessu sambandi, þeir fá fjármagniö endurgreitt á 11 árum með heitu vatni, þrátt fyrir það greiöa þeir árlega í grunngjald sem nemur 2 milljónum dollara. Gjald þetta hækkar árlega um 11,6% vegna áætlaðrar verðbólgu í USA og auk þess hækkar veröið á vatn- inu miöað viö heimsmark- aðsverð á olíu. Viömiðunar- verð var sett við 18. okt. 1979, sem var 67,25 cent á gallon. Reglan er sú að veröi hækkun á olíuverði 10% eða meiri á ári, hækkar vatnsverð um 75% af hækk- uninni. Samningurinn gild- ir til 1992 og verður þáend- urskoðaður, en eins og áður var getiö, má þá gera ráð fyrir verulega hækkuð- um ársgreiðslum." - epj. verður haldin föstudaginn 11. nóv. 1983 í Samkomuhúsinu, Sandgerði, og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Skemmtiatriði - Dans. Miðar verða seldir í versluninni Leikhólma. Mætum öll. Skemmtinefndin Furðuleg árátta Starfsmenn Keflavíkur- bæjar hafa í sumar og haust unnið ötullega aö því aö fegra bæinn og eru enn að, þó komið sé fram yfir 1. vetrardag. Slík störf eru yfir- leitt til gleöi fyrir hinn al- menna borgara. Því er það leitt þegar menn geta ekki látið í friði þessar framkvæmdir, t.d. viröist furðuleg árátta hjá ýmsum aö skemma gras- geirann sem kominn er meðfram Vesturgötu frá Heiðarbraut og uppaöSÚN skemmum. Varla var búið að tyrfa þegar búið var að Eldur í m.b. Jóni Gunnlaugs Skömmu fyrir kl. 9 sl. laugardagsmorgun var slökkviliö Brunavarna Suö- urnesja kvatt út í m.b. Jón Gunnlaugs GK 444, sem var aka yfir eða utan i grasgeir- ann, og sama saga endur- tók sig þegar búið var aö gera við skemmdirnar, áður en menn vissu af voru aftur komin sár. Vonandi sjá menn nú að sér, ef þaö tekst aö laga svæðið aftur fyrir veturinn, annars vekur hugsun um þetta hjá manni þær spurn- ingar, hvers vegna lög- regluyfirvöld taka ekki á þessum málum eins og hverju öðu skemmdarverki. Þaö yröi alla vega til aö menn hugðu að sér áður en þeir valda slíku. - epj. uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Tók slökkvi- starf skamma stund, en kviknaö hafði í út frá log- suðu. Komst eldur í einangrun og myndaöist við það mikil eiturgufa i káetum aftur í bátnum. - epj. AGLÝSINGASfMINN ER 1717 Breyting á umferðarrétti á gatnamótum Hringbrautar og Flugvallarvegar Frá og með 1. nóv. 1983 nýtur umferð um Flugvallarveg aðalbrautarréttar gagnvart umferð á Hringbraut. Breytingin ergefintil kynnameðbiðskyldu- merki á Hringbraut við gatnamót Flugvall- arvegar. F.h. umferðarnefndar Keflavíkurbæjar Bæjartæknjfræðingur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.