Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 3. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Athugasemd við frétt Vegna fréttar í blaöi yðar, 27. október sl. um bruðl hjá Hitaveitu Suðurnesja, vil ég leyfa mér að gefa eftirfar- andi upplýsingar. Svartsengi og Hitaveita Suðurnesja hefir á undan- förnum árum vakið athygli alþjóðar og jafnvel er- lendra stórfyrirtækja, fyrir frumlega hönnun og hag- kvæma orkuöflun. Þess hefir þar af leiðandi gætt í auknum mæli, að stórhópar og ýmis félagasamtök hafa lagt leið sínatil Suðurnesja, til þess að skoöa þetta fyrir- tæki. Auk þess hefir það jafnvel orðið liður i kynn- ingu stjórnvalda á íslensku fyrirtæki, aö sýna Svarts- engisstöðina. Ekki er ólík- legt að hitaveitan hafi þar með lagt fram drjúgan skerf til jákvæðrar kynningar á Suðurnesjum. Heimsóknir ferðamanna i Svartsengi hafa stöðugt aukist, og má reyndar segja að þær hafi mjög truflandi áhrif á störf starfsmanna fyrirtækisins - sem dæmi má nefna að ekki er óalgengt aö stöðvarstjóri eða yfirverkfræðingur séu timum saman bundnir við leiðsögustörf. Ljóst er að slíkri ásókn verður að mæta á einhvern hátt. Þar kemur til greina að ráða sérstakan mann, sem ekki hefði annaö fyrirstafni en taka á móti ferðamönn- um. Slíkur maður þarf að veratalandi á nokkurtungu- mál, auk þess að vera allvel inni í tæknimálum hitaveit- unnar. Það er Ijóst, að vel menntaður maður er dýr og ekki ólíklegt að hann myndi kosta með öllu 500-600 þús. á ári. Sákosturvarhins vegar valinn að kaupa 6-8 mín. myndband um Svarts- engi og hitaveituna og gefa þar með gestum tækifæri til þess að styðja á hnapp í móttökusal orkuversins, til þess að fá þá fræðslu um Umboðsmaður Nýtt fyrirtæki í Fteykjavík óskar eftir um- boösmönnum í Keflavík og Sandgerði. Vinnan fer aðallega fram á kvöldin og um helgar. Nánari upplýsingar í síma 91-79795. Til leigu Til leigu húsnæði á efri hæð Samkaupa í norðurenda, ca. 100 m2. Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Saltnotendur á Suðurnesjum Saltsala er hafin. Upplýsingar og sölusími: 6955 og 3885. SJÓEFNAVINNSLAN HF. Áður Sími 3680 Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Hátelg 13 - Keflavik Eftir Vorum að fá sterku perurnar. Opið frá: mánud. - föstud. 7-23 laugardaga .... 10-20 sunnudaga .....13-20 tyrirtækið, sem rúmast inn- an marka myndarinnar. Ég held að ekki sé önnur betri lausn í augsýn. Deila má um það, hvort hitaveit- an eigi að sýna þá reisn að taka á móti gestum. Hugsanlegt væri að loka orkuverinu alveg, en ég held þó að fæstum heima- mönnum þætti sómi að slík- um ákvörðunum. Varðandi ferðastyrk til Þóroddar Th. Sigurðssonar á orkuráðstefnu, vil ég gefa eftirfarandi skyringu. Hitaveita Suðurnesja hefir, eins og áður segir, nú þegar vakið athygli úti um heim fyrir hönnun og hag- kvæma orkuöflun. Eins og flestir vita eru orkumál meöal þeirra mála, sem mest haf verið rædd í heim- inum nokkur undanfarin ár. Til þess að ræða orkuöflun og orkusparnað hafa verið haldnar fjölmargar ráð- stefnur út um allan heim. Þekktust þeirra er ráðstefna alþjóðaorkunefndarinnar, sem haldin er þriðja hvert ár, en gjarnan valinn staður í fjarlægustu heimshlutum - horft frá íslandi. Ráðstefn- ur þessar sækja allir helstu sérfræðingar og framá- menn heimsins í orkumál- um. Ekki þarf að ræða þá staðreynd, að nauðsynlegt er fyrir Hitaveitu Suður- nesja, ekki síður en önnur, að sambærileg fyrir- tæki fylgjast með öllum þeim nýjungum, sem eru að gerast í orkumálunum í dag. Það er þess vegna mat stjórnar H.S., að það að verja 70.000 krónum til ferð- ar Þóroddar á téða ráð- stefnu, sé skynsamleg og eðlileg ráðstöfun. Það skal tekið fram, að Þóroddur hefir verið í stjórn H.S. frá 1975 og sótt fyrri orkunefndarráðstefnur árin 1977 og 1980, hitaveitunni að kostnaðarlausu. Reynsla Þóroddar og fram lag hans til tæknilegra úr- lausna hitaveitunnarerhins vegar ómetanlegt. Ingólfur Aðalsteinsson - ^T*_//yojLAHos „ ------------------------------------------ ^C. 1 C / . ^ s. ~ A ^ TJ ^ ' -rr ' . , (y 'r-NO 1 ^ s 1 '1 ^ 4/AJ£A/A//£ A/#r£A/D(/£ (J^VISKA vimm Það er komin sláturtíð. Nú er kominn sá árstimi sem íslendingar eru hvað minnst ánægðir af öllum. Lægðirnar bruna hver af annarri yfir landið og hefur það sjálfsagt einhver áhrif á okkar lund. Það er til dæmis með en- demum hvað lesendadálk- ar blaðanna eru uppfullir af alls konar skrifum um hundahald (árviss skrif), svo kemur bjórinn, og ekki má gleyma ýmsum ómerki- legum dægurmálum. Nú ber hins vegar svo við, að hann Albert sér um að allir hafi nóg að tala um. Hann vill láta strika yfir gamlar skuldir útgerðarinnar, hann vill selja fyrirtæki í eigu rík- isins, og ný býður hann lika gamla ráðherrabila fyrir slikk, ef einhver vill kaupa. Auðvitað er þetta alveg rétt hjá honum, en er þetta nú í réttri röð? Ekki myndi ég halda það, því hann á að selja fyrirtækin og bílana, síöan á hann aö láta þetta ganga upp í skuldir útgerð- arinnar. Svo koma hús- byggjendur og námsmenn til með að fá afganginn, launafólk á ekki að fá neitt nema verkfallsréttinn aftur, það er nóg kjarabót handa þeim í bili. Þetta er nú meiri I brandarinn allt saman, eða ; er þetta bara auglýsing fyrir landsfund Sjálfstæðis- j flokksins? Það er líka kominn sá árs- timi sem stjórnmálaflokk- arnir halda landsfundi ein- hvers konar, og sumir ætla meira að segja að kjósa sér formann. Verður sjálfsagt gaman að fylgjast með þvi hver verður kosinn formað- ur stærsta stjórnmálaflokks landsins. Laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. nóvember heldur Gunnar Kristinsson í samvinnu við Tónlistar- skóla Njarðvikur og Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, námskeið í tónlistarsköpun. Námskeiðið mun fara fram í sal Fjölbrautaskólans og eiga flest hljóðfærin sem notuð verða ættir sínar að rekja til Asíu og Afríku. Á námskeiðunum verður leitast við að þátttakendur uppgötvi og upplifi hina ýmsu þættitónlistarinnarút frá eigin tilfinningu og huga. Þeirskapi samantón- verk þar sem hver og einn verði virkur þátttakandi. Kunnátta í nótnalestri eða almennt í tónlist er ekki skilyrði fyrir þátttöku og þeir sem óska eftir að koma með eigin hljóðfæri er það velkomið. Hver það verðurveit nú enginn, vandi er um slikt að spá. Enda er hann Geir nu genginn, gliman stendur um aðra þrjá. Þrir. þeir lofa lausn á vanda. og láta ei sjá hér nokkurt hik Eflaust munu allra handa, ætla að nota pennastrik. P.S Þa hefur Kvennalist- inn líka haldið sinn lands- fund og ætla sú að vera flöt i framtíðinni. Þátttökugjald fyrir nám- skeiðið verður 300 kr. og fjöldi þátttakenda miðast við hámarkið tólf. Námskeiðið endar á há- degistónleikum í Fjöl- brautaskólanum mánudag- inn 7. nóvemberkl. 12, og er öllum heimill aðgangur. Ö.Ó. Ekið á mann í Sandgerði Aðfaranótt sl. laugardags var ekið á mann við Hlíðar- götu á móts við íþróttavöll- inn í Sandgerði. Var maður- inn fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík og lagður inn til öryggis, en fékk fljótlega að fara heim aftur, enda lítið meiddur. - epj. Námskeið í sam- skapandi tónlist

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.