Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. nóvember 1983 9 „Við höfum úrvalsfólk" - segir Magnús Ágústsson hjá Valdimar hf. í Vogum eru rekin tvö fiskverkunarhús, annaö rekið af heimamönnum en hitt af aðilum úr Keflavík og Njarövík. Forsvarsmaður heimamanna er Magnús Ágústsson, og báðum við hann að segja okkur frá rekstri síns fyrirtækis, Valdimars hf., hvað þeir væru að gera og hvernig gengi. „Við rekum hérna útgerð- arfyrirtæki og erum búnir að reka það í yfir 30 ár," sagði Magnús, ,,og bátarnir hafa verið að stækka og út- gerðin að aukast hjá okkur. Við rekum núna fiskverkun með saltfisk, skreið og fryst- ingu. Annar báturinn okkar, Þuriður Halldórsdóttir, hef- urverið átrolli ísumaroger búinn að fiska á sjöunda hundrað tonn. Ég verð að segja, að það hefur aldrei verið eins erfitt að reka útgerð öll þessi ár eins og núna. Þó þetta mikill afli hafi komið á land, er eins og ekkert standist, það hverfur allt í þá miklu dýrtíðarhít sem er og hefur verið. Við erum með annan bát, Ágúst Guðmundsson, og er hann núna á síld og er langt kominn með að Ijúka síldarkvótanum. Er hug- myndin að hann fari annað hvort á línu eða net þegar það er búið. Ætlum við að reyna að vinna allan okkar afla, ýsuna í frystihúsinu og þorskinn í salt. Maður vonar bara alltaf að það komi betri tíð með blóm í haga og út- gerð eigi eftir að sjá bjart- ari tíma heldur en hún sér í dag." Hvernig gengur i dag að manna bátana og verkun- ina i landi? „Það hefur alltaf gengið vel hjá okkur að manna bæði bátana og verkunina í Iandi. Við getum hrósað happi með það, að við höfum alltaf haft mjög gott fólk bæði á sjó og í landi, og núna höfum við úrvalsfólk." Hvernig er hugur fóiks- ins með ástandið i dag? „Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að hinum al- menna verkamanni er alltof lágt greitt, verkamanna- kaupið er alltof lágt. Það þyrfti að vera hærra, og launamisræmið í landinu er alltof mikið og þyrfti að leið- rétta. Hvernig það yrði gert hef ég enga patentlausn á, þó ég voni að eitthvað komi út úr þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og eitt- hvað réttist við.“ Ertu bjartsýnn á þessar aðgerðir? „Ja, þvi ekki það? Við höf- um allir beðið eftir að eitt- hvað yrði gert og núna er eins og hafi verið gerð alla vega tilraun til einhvers, í stað þess að reka vandann á reiðanum eins og áður hef- ur verið gert.“ Ef við snúum okkur að Vogunum, hvernig finnst þér atvinnumálum ykkar vera háttað? „Við búum hér við nokk- uð sérstæða aðstöðu, það sækja margir atvinnu sína út úr plássinu. Það vantar tilfinnanlega fjölbreyttari vinnu hérna í plássið og meiri vinnu fyrirfólk heima, og ég vona að það verði ekki langurtími þartil breyt- ing verði á því. Sett verði upp meiri og fjölbreyttari atvinna en er í dag. T.d. léttur iðnaður fyrir fólk sem ekki hefur getu eðaaðstöðu til að vinna þessa erfiðu vinnu, sem fiskvinna er. Þá á ég sérstaklega við um heimavinnandi konur sem ekki eiga gott með að hlaupa hvenærsemerífisk- vinnu eða annað, þ.e. þessi erfiðu störf." Nú eru Vogar Iftiil byggð- arkjarni, nokkufi frá fjöl- menninu. Flnnst þér aö þjónusta af hendi banka- stofnana og ýmlssa opin- berra aðila vera nægjanleg hér fyrlr ykkur? „Það hefur ekki komið hér að svo mikilli sök. Það býr hér rólegt og friðsamt fólk, hvað varðar löggæslu. Varðandi banka þá hljóta alltaf þessi minni byggðar- lög að sækja mikið til þess- ara stærri byggðarlaga, eins og við sækjum nú bæði til höfuðstaðarins og Hafn- arfjarðar og Keflavíkur. Nú, það má segja að læknis- þjónusta hafi verið þokka- leg hérna, þó aðstaðan heima fyrir bjóði ekki upp á mikla möguleika, hún þyrfti að vera betri. Heilsugæslu- stöð þyrfti að vera miklu fullkomnari. Það má segja að læknaþjónustan og lög- gæslan hafi verið í þokka- legu lagi, fólk er aldrei í vandræðum með að koma peningunum fyrir, þannig að bankinn erekkert vanda- mál," sagði MagnúsÁgústs- son að lokum. - epj./pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.