Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.11.1983, Blaðsíða 18
VÍKUR f/HÍUí Fimmtudagur 3. nóvember 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. Keflavík Síml 2800 NJarövík Sími 3800 Garöi Síml 7100 Startið eigin útvarpsstöð - sögðu frummælendur á borgarafundinum um Útvarp Keflavík Gisli Baldur Garöarsson i ræöustól. ,,Á tima mannréttinda- brota, skert tjáningafrelsi = ríkisútvarp, tjáningafrelsi = frjálst útvarp". Þessi slag- orö voru yfirskriftin á al- mennum borgarafundi sem F.U.S. Heimir stóö fyrir á Glóöinni á þriðjudags- kvöldiö I síöustu viku. Frummælendur voru Ólafur Hauksson, blaðamaður , Sveinn Jónsson, útvarps- virki og Gisli Baldur Garð- arsson. Þá var Friðrik Sophusson, alþingismað- ur sérstakur gestur, en hann hefur lagt fram frum- varp um frjálst útvarp, auk þess sem hann situr í út- varpsráði. Að undanförnu hefur áhugahópur um frjálst út- varp fyrir öll Suðurnes starfað saman að undirbún- ingi fyrir slíku, en eins og fram kom í setningarávarpi á fundinum hjá Sigurði Garðarssyni, formanni Heimis, þótti þeim í Félagi ungra sjálfstæðismanna í Keflavík tímabært að koma af stað umræöu um þessi mál, og því var fundurinn ákveðinn. Siguröur sagði m.a.: ,,Ef við myndum hugsa okkur t.d. Utvarp Keflavík, stöð sem væri lítil og bara fyrir okkar bæ, þá myndi hún geta útvarpað þegar flestir vilja hlusta á hana, hún yrði ekki bundin á þennan ríkis- klafa sem nú er varðandi ríkisútvarpið. Þar er maður eiginlega skyldaður til að hlusta á fréttirnar og til- kynningarnar á eftir þeim. Við gætum t.d. lýst íþrótta- leikjum hérna, talað um færðina á veturna, vakið athygli áýmissi menningar- starfsemi sem er hér innan- bæjar en þykir kannski ekki fréttnæm svona á þjóðar- vísu, við gætum haft afla- fréttir og jafnvel útvarpað jarðarförum." Ólafur Hauksson hefur kynnt sér vel útvarpsrekst- ur á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Hann reifaöi þessi mál og hvatti menn til Framh. á 15. siðu Ellert Eiríksson kjörinn formaður S.S.S. Aðalfundur SSS var hald- I Vogaskóla í Vogum, og áttu I unum 7 á Suðurnesjum rétt inn um síöustu helgi í Stóru- | 51 fulltrúi frá sveitarfélög- | til fundarsetu, auk allra 9 Stjórn SSS ásamt framkvæmdastjóra, viö formannsskiptin sl. mánudag, en á þeim fundi var ákveöiö aö Ellert Eiriksson yröi formaöur, Þórarinn St. Sigurösson varaformaöur og Áki Granz ritari. „Hvaða kvenmaður er þetta... ?“ Leikfélag Keflavíkurfrum- sýnir „Hvaða kvenmaður er þetta ... ?“ á morgun, föstu- dag, kl. 21 í efri salnum á Glóðinni. Er hér um nokkuð nýstárlegt leikrit að ræða, eða öllu heldur skemmti- dagskrá með söng, sem fjallar um konur á ýmsum sviðum. Er dagskráin sett saman af Kolbrúnu Halldórsdóttur, en hún er jafnframt leik- stjóri, en undirleikari á píanó er Gróa Hreinsdóttir. Munu sýningar fara fram á efri hæð Glóðarinnar, en nánar um það síðar. Formaður Leikfélags Keflavíkur er Gísli B. Gunn- arsson. - epj. þingmanna Reykjaneskjör- dæmis, fulltrúum frá lands- hlutasamtökum og ýmsum öðrum gestum. Voru ýmis sameiginleg hagsmunamál tekin þarna fyrir og verður þeim gerð skil hér i þessu og næstu tölublöðum. I fundarlok fór fram til- nefning stjórnar og eru sömu menn í henni og áður, þ.e. Steinþór Júlíusson, Keflavík; Áki Granz, Njarð- vík; Jón Gunnar Stefáns- son, Grindavík; Jón K. Ól- afsson, Miðneshreppi; Ell- ert Eiríksson, Gerðahreppi; Leifur A. (saksson, Vatns- leysustrandarhreppi; og Þórarinn St. Sigurðsson, Hafnahreppi. Á fyrsta fundi nýkjörinn- ar stjórnar sl. mánudag, skipti hún með sér verkum, og var Ellert Eiríksson kjör- inn formaður. Fram- kvæmdastjóri SSS er Eirík- ur Alexandersson. epj./pket. Keflavíkur- verktakar gáfu kennslutæki Ekki alls fyrir löngu afhentu Keflavíkurverktak- ar Fjölbrautaskólanum nýtt kennslutæki að gjöf að verðmæti alls kr. 230.000. Er tæki þetta mjög full- komið og mun verða notað við kennslu í kælitækni, og er það staðsett í húsnæði verknámsdeildar rafiðna. pket. Spurningin: Átt þú von á erfiðum vetri? Snjólaug Hermannsdóttir: „Ekkert endilega varð- andi veðurfarið." Gisli Hauksson: ,,Nei, ég á von á mjög mildu og góðu veðri, að vísu dálítið af rigningu." Margeir Ásgeirsson: ,,Nei, það á ég ekki von á. Ég vona bara að hann verði frekar snjóléttur, fyrst það byrjaði að snjóa strax fyrsta vetrardag." Unnur Magnúsdóttin ,,Já, hörðum vetri, það er svo mikið af músum sem hlaupa hér yfir veginn."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.