Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. apríl 1984 19 Föstudagur 13. apríl: 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingarog dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfs- dóttir. 21.00 Niræðisafmæli Stuttur gamanleikur frá þýska sjónvarpinu um kátbroslega afmælis- veislu. Leikstjóri: Heinz Dunkhase. Aðalhlut- verk: Freddie Frinton og Mary Warden. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend og er- lend málefni. Umsjónar- menn: Bogi Ágústsson og Hermann Svein- björnsson. 22.20 Dr. Jekyll og hr. Hyde Bandarísk bíómynd frá 1942, sem styöst við kunna sögu eftir Robert Louis Stevenson. Leikstjóri: Victor Flem- ! ing. Aðalhlutverk: Spencer Tracy, Ingrid Bergman og Lana Turner. - Jekyll læknir fæst við tilraunir sem miða aö því að sundur- greina hið góða og illa í eðli mansins. Hann finn- ur uþp lyf, sem hefur til- ætluð áhrif, og reynir það á sjálfum sér með þeim afleiðingum að hann breytist ívarmenn- ið Hyde. Þýðandi: Guðrún Jör- undsdóttir. 00.10 Fréttir f dagskráriok Laugardagur 14. apríl: 15.30 fþróttir Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 16.15 Fólk á förnum vegi 22. Hibýlaprýði Enskunámskeið í 26 þáttum. 16.30 fþróttir - framhald 18.10 Húsið á sléttunnl Eldsvoðinn - siðari hlutl Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 18.55 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingarog dagskrá 20.40 Við feöginin 9. þáttur. Breskur gamanmynda- flokkur í 13 þáttum. Þýðandi: ÞrándurThor- oddsen. 21.05 Blekkingavélin. - Litið inn i draumaverksmiöj- una. - Þýskur sjónvarps- þáttur sem sýnir skoö- unarferð um kvik- myndaverin i Holly- wood. Þýðandi: Jóhanna Þrá- insdóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 22.00 Myndlr úrgömlu Peking Ný, kínversk biómynd gerö eftir sögu Lin Haiyin. Leikstjóri Wu Yigong. Aðalhlutverk: Shen Jie, Zheng Zhenyao, Zhang Fengyi, Yan Xiang og Yuan Jiayi. Höfundur sögunnar er kona sem rifjar upp minningar frá uppvaxt- arárum sinum í höfuö- borg gamla Kína að liö- inni hálfri öld. Horfnir grannar og vinir birtast fyrir hugskotssjónum hennar og atvik sem þeim eru tengd. Þýöandi: Baldur Ragn- arsson. 23.35 Dagskrárlok Sunnudagur 15. aprfl: 18.00 Sunnudagshugvekja Jóhanna Sigmarsdóttir flytur 18.10 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttlr og veður 20.25 Auglýsingarog dagskrá 20.40 SJónvarp næstu viku Páskadagskráin Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson 21.00 Glugglnn Þáttur um listir, menn- ingarmál og fleira. Umsjónarmaður: Ás- laug Ragnars. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson 21.50 Nikuiás Nlckleby 4. þáttur. Leikrit i 9 þáttum gert eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.45 Henrik Ibsen - maöur- inn og leikritaskáldið 1. Þú lýgur, Pétur. Heimildarmynd í tveim- ur hlutum um skáldjöfur Norömanna, Henrik Ibsen (1828-1906) og verk hans. Umsjónarmaður: Per Simonnæs. I myndinni er rakinn æviferill Ibsens og störf. Brugðiö er upp fjölda atriöa úr verkum hans og reynt að skyggnast inn i hugarheim skálds- ins sem skóp þau. Þýöandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur: Þorsteinn Helga- son. - Síöari hluti er á dagskrá mánudags- kvöldið 16. april. (Nordvision - Norska sjónvarpiö). 23.55 Dagskrárlok Talco stækkar við sig Isiðustu viku opnaði verslunin TALCO að nýju istærra og gjörbreyttu husnæði að Hólagötu 5 i Njarðvik. Sem fyrr býður verslunin upp á mikið úrval af talstöðvum, loftnetum, útvörpum og ýmsum fylgihlutum fyrir þessa hluti. Talco er opin alla virka daga frá kl. 16-23. - epj. Iðnsveinafélag Suðurnesja ORLOFSHÚS Frá og með 24. apríl til 8. maí 1984 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins. Hús í Húsafelli. Hús í Þrastaskógi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík. Vikuleiga skal greidd við úthlutun, eða í síðasta lagi 1/6 1984, eftir það verða ógreiddar umsóknir ekki í gildi. Stjórnin Skeytamóttakan er opin alla daganasem fermt er í Keflavík og Njarðvík, í símum 1000 og 1022. Póstur og Sími, Keflavík Fundarboð Atvinnumálanefnd Suðurnesja býður yður hér með á stofnfund iðnþróunarfélags Suð- urnesja fimmtudaginn 12. apríl kl. 20. Stofnfundurinn verður haldinn í KK-húsinu í Keflavík. Dagskrá fundarins verður: 1. Setning: Ingólfur Falsson, form. at- vinnumálanefndar Suðurnesja. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Samþ. iðnþróunarfélags Suðurnesja. 4. Kosning stjórnar og varastjórnar. 5. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 6. Starfsáætlun næsta starfsárs: Jón E. Unndórsson. 7. Árgjöld félagsins. 8. Önnur mál. Allir geta gerst stofnfélagar. Boðið verður upp á veitingar. Atvinnumálanefnd Suðurnesja Létt bifhjól Auglýsing um nýtt fyrirkomulag á útgáfu æfinga- og ökuleyfa fyrir létt bifhjól í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Áður en IögregIustjóri gefur út heimild til æfingaaksturs, skal umsækjandi sanna að hann hafi næga þekkingu á umferðarregl- um og er þess krafist að umsækjandi taki þátt í námskeiði í umferðarreglum, akstri og meðferð léttra bifhjóla. Námskeiö verða haldin fyrsta mánudag hvers mánaðar og skal umsókn liggja fyrir á skrifstofu fógeta, eigi síðar en viku fyrir námskeiðshald. Umsækjandi skal hafanáð 15 ára aldri og þarf hann aö leggja fram með umsókn sinni læknisvottorð. Ef umsækjandi er ekki orðinn 16 ára, skal hann jafnframt leggja fram skriflegt leyfi frá foreldri eða forráðamanni. Fyrsta námskeiðið verður haldið mánu- daginn 7. mai n.k. og mun þaö standa yfir í þrjá til fjóra daga. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvik og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.