Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 12. apríl 1984 VÍKUR-fréttir Blómastofa Guðrúnar: „Þjónusta og leiðbeiningar til fólks í fyrirrúmi" - segir Guðrún Valgeirsdóttir um fyrirtæki sitt, sem verður 5 ára í næsta mánuði ..Fyrst og fremst er það þjónustan", sagði Guðrún Valgeirsdóttir, eigandi Blómastofu Guðrúnar að Hafnargötu 36a, þegar við spuröum hana um rekstur blómastofunnar, en hana hefur hún rekið í 5 ár. Hóf hún rekstur blómastofunn- ar á neðstu hæð Kyndils að Hafnargötu 31, 26. mai 1979, flutti síðanyfirgötuna í húsið nr. 34, en vorið 1981 hóf hún byggingu þess húss sem verlsunin er nú rekin í; flutti þar inn og opn- aði í nóvember sama ár. Guðrún hefur starfað við blómasölu og aðra versl- unarþjónustu við Hafnar- götuna hátt á annan áratug, og eins og kemur fram í við- talinu hér á eftir veitir hún á margan hátt alveg einstaka þjónustu og leiðbeiningar til fólks. Fyrir utan þann þátt er hún með til sölu i verslun sinni allt frá fræjum og lauk- um og upp í afskorin blóm og pottablóm, þ.m.t. potta, blómavasa, mold o.fl., auk þess sem hún hefur til sölu ýmislegt skreytingarefni s.s. kerti og annað. En leyfum Guðrúnu að hafa orðið um þá þjónustu sem hún veitir: ,,Ég legg stóra áherslu á þjónustu við fólk, s.s. ef það hefur orðiö fyrir ástvina- missi eða annarri sorg, þá reyni ég að aðstoða og leið- beina, ef það fer fram á það. Ég fer fyrir það í kirkjurnar hér á Suðurnesjum, skreyti altari, kistur, útbý kransa. og nægir í þessum tilfellum að koma meðóskinatil mín, siðan sé ég um að útvega allt sem til þarf og koma þessu á áfangastað. Þannig er og um alla þá þjónustu sem ég veiti. Það nægir að bera fram óskina, ég sé síðan um afganginn, án þess að viðkomandi þurfi að hafa neinar áhyggjur. Sé um að ræða brúð- kaup, fermingar, afmæli, skírnarveislur eða eitthvað annað, tek ég að mér að sjá um allar borðskreytingar, skreytingar í kirkjunni o.fl. þ.h. Fólk sem aldrei hefur áður lent í slíku veit ekki hvernig það á að standa að hlutunum og því veiti ég ráðgjöf varðandi þessi atriði eða aðrar leiðbein- ingar um hvernig standa skuli að málum og er því bæði með viðskiptavinum mínum í sorg og gleði. Sérstaklega vil ég láta það koma fram, að ég er með ákaflega þægilegar og elskulegar stúlkur sem hafa starfað með mér aftur og aftur i gegnum árin, og ásamt þeim leiðbeini ég þessu fólki. Þá veitum við leiðbeiningar varðandi gróðursetningu á fræjum og laukum, meðhöndlun pottablóma og er okkur Ijúft að veita allar þær upplýs- ingar sem að gagni mætti koma við blómarækt. Fermingarbörn! Til hamingju. ^ f "\ nymynD ,,Þær eru einstaklega þægiiegar og elskulegarstúikurnar", segir Guðrún Valgeirsdóttir um stúlkurnar sem hjá henni starfa og eru meö henni á myndinni. Við pökkum inn gjöfum fyrir fólk, bæði því sem keypt er hjá okkur svo og því sem keypt er annars staðar, pökkum þessu í gjafaumbúðir og skreytum á skemmtilegan hátt að ósk- um viðskiptavina, en þetta er mjög vinsæl þjónusta. Auk þess tökum við að okkur að koma gjöfinni til viötakenda, sé þess óskað". Á þessu sést að Blóma- stofa Guðrúnar veitir alveg einstaka þjónustu á sínu sviði, en auk þess hefur Guðrún eins og áður hefur komið fram, fylgst með blómasölu og veisluvenjum Suðurnesjamanna í gegn- um þetta starf hátt á annan áratug, og því þótti eðlilegt að fá álit hennar á því hvort einhverjar breytingar hafi orði varðandi þessi atriði á þessum árum. „Það hefur orðið svolítil breyting", sagði Guðrún, „meðan fiskurinn var alls ráðandi hér áður fyrr og mikið varaf vertíðarfólki hér um slóðir, komu ungu kon- urnar og krakkarnir úr fisk- inum í kaffitímunum á föstudögum og keyptu blómvendi. Þetta hefur mikið lagst af, enda er nú minna að gera hjá þessu fólki, því fylgist það að. En í staðinn hefur orðið sú ánægjulega breyting, að nú er töluvert um að það kem- ur ungt fólk og kaupir kannski eina rós, sem við pökkum fallega inn. Síðan færir það móður sinni eða vinafólki þetta að gjöf, og eins hefur það færst í vöxt að það gerir þetta þegar það er að fara sem gestir í hús og færir það gestgjafa eina til tvær rósir, eða eitttil tvö önnur blóm. Þetta er notalegt, enda er það ekki mergurinn málsins að gefa ofsalega stóra vendi, nema þá kannski á stórafmælum. Svona gjafir af tilefnislausu er mjög ánægjuleg þróun, en þettaálíkaviðþegareig- inmaðurinn vill brjóta hversdagsleikann og gefur því frúnni eitt eða tvö blóm, skemmtilega pökkuðum inn. En með þessu njótum við blómanna í fleiri tilfell- um en á tyllidögum eða við sérstök tilefni. Þó hér áður fyrr hafi allt fyllst af stúlkum á föstudög- um sem voru að kaupa blómvendi í kaffitímum sín- um, eftir að hafa fengið kaupið sitt útborgað, má segja að enn sé sama hugsunin fyrir hendi, þó hún sé nú í breyttri mynd. Þá finnst mér nú vera orðin mikil og almenn notkun á blómum, t.d. gerir fólk einnig mikið af því að kaupa pottablóm og setja þau i skemmtileg ílát sem passa við, og nota síðan sem gjöf". En lokaorð Guðrúnar voru ósk um að það kæmi fram, hve Suðurnesjabúar hafi verið elskulegir við sig persónulega og tekið sér vel, sýnt sér virkilega elsku, enda væri það svo, að ef maður sýndt einhverjum gott hugarfar og elskulegt, þá fengi maður það marg endurgoldið. Þá sagði hún að ávallt hefði hún haftein- staklega gott starfsfólk. epj. Skipaviðgerðir í Njarðvík Að undanförnu hefur sú þróun farið vaxandi að við- gerðir á ýmsum stórum fiskiskipum og jafnvel minni kaupskipum, fari fram i Njarðvík. Eru þær bæði framkvæmdar við bryggju svo og uppi í slipp. Er hér á ferðinni allt frá venjulegum viðhaldsstörf- um og upp í yfirbyggingar, breytingar eða vélaskipti. Er það t.d. orðið algengt að unnið sé að stórviðgerð- um á nokkrum skipum í einu jafnvel við bryggju. Ný- lokið er yfirbyggingu á Jóni á Hofi ÁR, langt er komið yfirbyggingu á Þórkötlu II., unnið er að endurnýjun á innrásapramma frá Varn- arliðinu, og svona má lengi telia. I síðustu viku kom græn- lenskur rækjutogari til við- gerðar, en hann hafði sigltá ís út af Norðurlandi og því var gert til bráðabirgða við gat sem kom á skipið. Þá kom björgunarskipið Goð- inn með togarann Sölva Bjarnason almyrkvaðan til hafnar sl. fimmtudag, en bæði Ijósavél og aðalvél skispins stöðvuðust er skipið var að veiðum út af Suðurlandi. Flestar þessar viðgerðir eða breytingar eru unnar af Vélsmiðjunni Herði eða Skipasmíðastöð Njarðvík- ur, en þess fyrir utan koma margir aðilar inn í ýmis verkefni. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.